Síminn truflar hjólreiðamanninn meira en bílstjórann BBI skrifar 30. október 2012 18:33 Mynd frá Swov. Ætla má að truflun frá farsímum hafi meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn samkvæmt fréttabréfi frá Swov, hollensku Umferðarstofunni. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að íslenska Umferðarstofan er hlynt fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögum á þá leið að hjólreiðamönnum verði óheimilt að tala í síma á ferð. „Swov státar af mjög virtum rannsóknaraðilum og við tökum mikið mark á þeim," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Eldri rannsóknir hafa sýnt að að farsímanotkun undir stýri hefur ákaflega truflandi áhrif á ökumenn. Samkvæmt skýrslu sem gerð var fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er ökumaður sem er að tala í símann um 30% lengur að bregðast við en ef hann er undir áhrifum áfengis og með 80 mg af áfengisanda í 100 ml af blóði, sem nemur hér um bil 1,5 prómil áfengismagni samkvæmt töflu á Wikipedia. Refsimörkin hérlendis eru 0,5 prómil . Viðbragðsflýtirinn er einnig um 50% lengri hjá þeim sem tala í síma en hjá venjulegum ökumanni. Truflunin sem hlýst af farsímaspjalli er því gríðarleg og til að undirstrika það bendir Swov á tölfræði frá Dubai og Abu Dhabi þar sem símkerfi fyrir BlackBerry síma lá niðri í þrjá daga árið 2011. Á þeim tíma fækkaði árekstrum í borgunum um 20% í Dubai og 40% í Abu Dhabi. Nú sýna upplýsingar Swov að símarnir hafa líklega enn meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn, ekki síst vegna þess að hjólreiðamenn stóla meira á heyrn sína og hljóð heldur en bílstjórar. Vegna þessa telur Umferðarstofa einsýnt að skynsamlegt sé að banna farsímanotkun hjólreiðamanna hér á landi eins og lagt er til í nýjum umferðarlögum. Tengdar fréttir Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. 26. október 2012 16:07 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Ætla má að truflun frá farsímum hafi meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn samkvæmt fréttabréfi frá Swov, hollensku Umferðarstofunni. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að íslenska Umferðarstofan er hlynt fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögum á þá leið að hjólreiðamönnum verði óheimilt að tala í síma á ferð. „Swov státar af mjög virtum rannsóknaraðilum og við tökum mikið mark á þeim," segir Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Eldri rannsóknir hafa sýnt að að farsímanotkun undir stýri hefur ákaflega truflandi áhrif á ökumenn. Samkvæmt skýrslu sem gerð var fyrir Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er ökumaður sem er að tala í símann um 30% lengur að bregðast við en ef hann er undir áhrifum áfengis og með 80 mg af áfengisanda í 100 ml af blóði, sem nemur hér um bil 1,5 prómil áfengismagni samkvæmt töflu á Wikipedia. Refsimörkin hérlendis eru 0,5 prómil . Viðbragðsflýtirinn er einnig um 50% lengri hjá þeim sem tala í síma en hjá venjulegum ökumanni. Truflunin sem hlýst af farsímaspjalli er því gríðarleg og til að undirstrika það bendir Swov á tölfræði frá Dubai og Abu Dhabi þar sem símkerfi fyrir BlackBerry síma lá niðri í þrjá daga árið 2011. Á þeim tíma fækkaði árekstrum í borgunum um 20% í Dubai og 40% í Abu Dhabi. Nú sýna upplýsingar Swov að símarnir hafa líklega enn meiri áhrif á hjólreiðamenn en ökumenn, ekki síst vegna þess að hjólreiðamenn stóla meira á heyrn sína og hljóð heldur en bílstjórar. Vegna þessa telur Umferðarstofa einsýnt að skynsamlegt sé að banna farsímanotkun hjólreiðamanna hér á landi eins og lagt er til í nýjum umferðarlögum.
Tengdar fréttir Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. 26. október 2012 16:07 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi. 26. október 2012 16:07