Tvíburabræður temja lærdómskálfinn Hrein Kristján skrifar 30. október 2012 08:00 Tvíburabræðurnir Arnar Óli og Hjálmar Óli Þorvarðarsynir eru himinlifandi með hreindýrskálfinn Hrein. Mynd/þorvarður Ingimarsson Hreindýrskálfur hefur gert sig heimakominn með kindunum á túninu við bæinn Eyrarland í Fljótsdal. Kálfurinn rakst með fénu þegar bændurnir voru að smala um miðjan september en þá var hann frekar veikburða. „Beljan hefur sennilega verið skotin á veiðitímabilinu og kálfurinn væntanlega villst frá hjörðinni. Nú hefur hann hins vegar tekið ástfóstri við kindurnar,“ segir Þorvarður Ingimarsson, bóndi á Eyrarlandi. Þorvarður segir nokkur dæmi þess að hreindýr villist með þegar kindunum er smalað þó það sé ekki algengt. „Kindurnar okkar voru dálítið tortryggnar í upphafi en voru fljótar að venjast honum. Nú erum við að vinna í að temja hann, gera hann bandvanan svo hægt sé að teyma hann. Svo fáum við kannski aktygi og sleða og gerum hann að alvöru Rúdolf,“ segir Þorvarður. Á Eyrarlandi eru börnin, tólf til fjórtán ára, mjög spennt fyrir hreindýrskálfinum. „Þau gáfu honum hið frumlega nafn Hreinn,“ segir Þorvarður hlæjandi. „Þau vilja temja hann og gera að gæludýri.“ Þorvarður segir Hrein vera bráðvitra skepnu. „Það er greinilegt. Hann er góður að læra og góður í umgengni. Við höfum hann bara hérna á túninu en rekum hann svo niður í rétt og bindum hann. Það er ekkert stórmál. Hann er fljótur að gefa eftir bandið – er eins og góður hestur eða þannig.“ Þorvarður segir að Hreinn hagi sér nánast alveg eins og rollurnar að Eyrarlandi. „Hann fylgir hópnum alveg eftir og leitar mikið í þær,“ segir Þorvarður en segir kálfinn þó ekki vera farinn að svara hinu nýtilkomna nafni sínu. „Nei, við sjáum engin merki þess,“ segir Þorvarður. „Hann fær að vera hér eins lengi og hann kýs. Við skulum sjá hvort hann lifir af veturinn. Kálfur án hjarðar er ekki líklegur til að þrauka veturinn.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hreindýrskálfur hefur gert sig heimakominn með kindunum á túninu við bæinn Eyrarland í Fljótsdal. Kálfurinn rakst með fénu þegar bændurnir voru að smala um miðjan september en þá var hann frekar veikburða. „Beljan hefur sennilega verið skotin á veiðitímabilinu og kálfurinn væntanlega villst frá hjörðinni. Nú hefur hann hins vegar tekið ástfóstri við kindurnar,“ segir Þorvarður Ingimarsson, bóndi á Eyrarlandi. Þorvarður segir nokkur dæmi þess að hreindýr villist með þegar kindunum er smalað þó það sé ekki algengt. „Kindurnar okkar voru dálítið tortryggnar í upphafi en voru fljótar að venjast honum. Nú erum við að vinna í að temja hann, gera hann bandvanan svo hægt sé að teyma hann. Svo fáum við kannski aktygi og sleða og gerum hann að alvöru Rúdolf,“ segir Þorvarður. Á Eyrarlandi eru börnin, tólf til fjórtán ára, mjög spennt fyrir hreindýrskálfinum. „Þau gáfu honum hið frumlega nafn Hreinn,“ segir Þorvarður hlæjandi. „Þau vilja temja hann og gera að gæludýri.“ Þorvarður segir Hrein vera bráðvitra skepnu. „Það er greinilegt. Hann er góður að læra og góður í umgengni. Við höfum hann bara hérna á túninu en rekum hann svo niður í rétt og bindum hann. Það er ekkert stórmál. Hann er fljótur að gefa eftir bandið – er eins og góður hestur eða þannig.“ Þorvarður segir að Hreinn hagi sér nánast alveg eins og rollurnar að Eyrarlandi. „Hann fylgir hópnum alveg eftir og leitar mikið í þær,“ segir Þorvarður en segir kálfinn þó ekki vera farinn að svara hinu nýtilkomna nafni sínu. „Nei, við sjáum engin merki þess,“ segir Þorvarður. „Hann fær að vera hér eins lengi og hann kýs. Við skulum sjá hvort hann lifir af veturinn. Kálfur án hjarðar er ekki líklegur til að þrauka veturinn.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira