Margt má læra af viðbrögðum við Sandy BBI skrifar 30. október 2012 19:36 Mynd/AFP Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, telur að margt megi læra af viðbrögðum Bandaríkjamanna við fellibylnum Sandy. Sérstaklega vakti athygli almannavarnardeildar hversu fljótt stjórnvöld gripu til aðgerða og hve alvarlegum augum þau litu hamfarirnar strax frá upphafi. Í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis sagði Víðir frá því helsta sem hann telur hægt að læra af Bandaríkjamönnum. „Það var hversu tímanlega var varað við storminum, hversu vel menn voru á tánum og hversu snemma stjórnvöld fóru að hvetja fólk til að undirbúa sig," sagði Víðir. Því hefur verið fleygt að Sandy fimmti versti fellibylurinn í mannkynssögunni „Þá eru menn að vísa til tjónsins sem verður af storminum," segir Víðir og telur að eitt af því sem ýtir undir slík áhrif sé aukið þéttbýli. Sífellt fleiri búa á minni svæðum og því getur fárviðri haft þeim mun meiri áhrif. Þrátt fyrir það dregur hann ekki úr því að ofsinn í veðrinu hafi verið mikill og bendir bæði á að dæmalaus snjókoma hafi fylgt storminum og fregnir hermi að aldrei hafi flætt jafnillilega inn í lestarkerfi í Bandaríkjunum og núna. Vatnið virðist hafa verið einn versti óvinurinn í þetta sinn. „Já, það er það sem veldur verstum vandamálum þarna. Það er þessi gríðarlega úrkoma og flóð," segir hann. Víðir telur að skipulagsmál og nokkurs konar forvarnir gæti í raun komið í veg fyrir mikið tjón sem annars verður af náttúruhamförum, bæði hér á landi og annars vegar. „Öflugasta tæki sem almannavarnir hvar em er í heiminum hafa til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara eru skipulagsmál," segir hann. „Við höfum bent á að ef til væri löggjöf sem tryggði að byggð yrði ekki skipulögð á stöðum nema fram færi hættumat og niðurstöður þess væru hafðar til hliðsjónar þá væri byggð hérlendis líklega með öðrum hætti," segir hann og telur nauðsynlegt að slíku kerfi verði komið á. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, telur að margt megi læra af viðbrögðum Bandaríkjamanna við fellibylnum Sandy. Sérstaklega vakti athygli almannavarnardeildar hversu fljótt stjórnvöld gripu til aðgerða og hve alvarlegum augum þau litu hamfarirnar strax frá upphafi. Í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis sagði Víðir frá því helsta sem hann telur hægt að læra af Bandaríkjamönnum. „Það var hversu tímanlega var varað við storminum, hversu vel menn voru á tánum og hversu snemma stjórnvöld fóru að hvetja fólk til að undirbúa sig," sagði Víðir. Því hefur verið fleygt að Sandy fimmti versti fellibylurinn í mannkynssögunni „Þá eru menn að vísa til tjónsins sem verður af storminum," segir Víðir og telur að eitt af því sem ýtir undir slík áhrif sé aukið þéttbýli. Sífellt fleiri búa á minni svæðum og því getur fárviðri haft þeim mun meiri áhrif. Þrátt fyrir það dregur hann ekki úr því að ofsinn í veðrinu hafi verið mikill og bendir bæði á að dæmalaus snjókoma hafi fylgt storminum og fregnir hermi að aldrei hafi flætt jafnillilega inn í lestarkerfi í Bandaríkjunum og núna. Vatnið virðist hafa verið einn versti óvinurinn í þetta sinn. „Já, það er það sem veldur verstum vandamálum þarna. Það er þessi gríðarlega úrkoma og flóð," segir hann. Víðir telur að skipulagsmál og nokkurs konar forvarnir gæti í raun komið í veg fyrir mikið tjón sem annars verður af náttúruhamförum, bæði hér á landi og annars vegar. „Öflugasta tæki sem almannavarnir hvar em er í heiminum hafa til að draga úr afleiðingum náttúruhamfara eru skipulagsmál," segir hann. „Við höfum bent á að ef til væri löggjöf sem tryggði að byggð yrði ekki skipulögð á stöðum nema fram færi hættumat og niðurstöður þess væru hafðar til hliðsjónar þá væri byggð hérlendis líklega með öðrum hætti," segir hann og telur nauðsynlegt að slíku kerfi verði komið á.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira