Uppgjörið eftir Sandy: "Nú vill fólk aðeins hugsa um fjölskyldur sínar“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2012 15:41 Frá New York í dag. MYND/AFP Stormurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í gærkvöld. Það er fyrst núna sem Bandaríkjamenn finna fyrir afleiðingum veðurofsans. Íslendingur sem búsettur er í New York segir fólk nú einblína á öryggi sinna nánustu. „Nóttin var ekki svo slæm hjá okkur," segir Brynjólfur Stefánsson, bankamaður hjá Morgan Stanley og New York búi. „Það var gríðarlegur vindur. Tré rifnuðu upp og brotnuðu. En þetta var auðvitað verra fyrir þá sem búa neðar." Veðurofsinn í gærkvöld og nótt hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi í Bandaríkjunum. Rúmlega átta milljón manns eru nú án rafmagns. „Það eru margir að kljást við rafmagnsleysið núna. Mér skilst að það séu um 740 þúsund manns í New York án rafmagns. Það fór þó ekki hjá okkur," segir Brynjólfur.Á milli 80 og 100 hús urðu eldi að bráð í Queens.MYND/APAð sama skapi hafa samgöngur víða farið úr skorðum. Loka þurfti brúm og göngum í New York — ljóst er að lestarkerfi borgarinnar varð fyrir stórfelldum skemmdum. Þá þurfti að aflýsa rúmlega 12 þúsund flugferðum. „Fyrst og fremst er það lestarkerfið sem er í ólagi. Þetta eru líklega mestu hamfarir sem lestarkerfið í New York hefur gengið í gegnum. Það gæti tekið um fjórtán daga að koma því í lag. Þetta eru viðkvæm kerfi og saltvatnið getur haft afar slæm áhrif." Stormurinn Sandy var fyrsta stigs fellibylur áður en hann gekk á land í New Jersey seint í gærkvöld. Eyðileggingin er gríðarleg og hafa ráðamenn í bæði New York og New Jersey sagt storminn vera þann versta í sögunni. Staðfest tala látinna í Bandaríkjunum er 26. Þegar litið er á mannfallstölur frá því að Sandy reið yfir Karíbahafið er ljóst að heildartala látinna er yfir hundrað. Þá brunnu hátt í hundrað hús til kaldra kola í Queens, einu af fimm úthverfa New York. „Nú hugsar fólk aðeins um fjölskyldur sínar og sína nánustu," segir Brynjólfur að lokum. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Stormurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í gærkvöld. Það er fyrst núna sem Bandaríkjamenn finna fyrir afleiðingum veðurofsans. Íslendingur sem búsettur er í New York segir fólk nú einblína á öryggi sinna nánustu. „Nóttin var ekki svo slæm hjá okkur," segir Brynjólfur Stefánsson, bankamaður hjá Morgan Stanley og New York búi. „Það var gríðarlegur vindur. Tré rifnuðu upp og brotnuðu. En þetta var auðvitað verra fyrir þá sem búa neðar." Veðurofsinn í gærkvöld og nótt hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi í Bandaríkjunum. Rúmlega átta milljón manns eru nú án rafmagns. „Það eru margir að kljást við rafmagnsleysið núna. Mér skilst að það séu um 740 þúsund manns í New York án rafmagns. Það fór þó ekki hjá okkur," segir Brynjólfur.Á milli 80 og 100 hús urðu eldi að bráð í Queens.MYND/APAð sama skapi hafa samgöngur víða farið úr skorðum. Loka þurfti brúm og göngum í New York — ljóst er að lestarkerfi borgarinnar varð fyrir stórfelldum skemmdum. Þá þurfti að aflýsa rúmlega 12 þúsund flugferðum. „Fyrst og fremst er það lestarkerfið sem er í ólagi. Þetta eru líklega mestu hamfarir sem lestarkerfið í New York hefur gengið í gegnum. Það gæti tekið um fjórtán daga að koma því í lag. Þetta eru viðkvæm kerfi og saltvatnið getur haft afar slæm áhrif." Stormurinn Sandy var fyrsta stigs fellibylur áður en hann gekk á land í New Jersey seint í gærkvöld. Eyðileggingin er gríðarleg og hafa ráðamenn í bæði New York og New Jersey sagt storminn vera þann versta í sögunni. Staðfest tala látinna í Bandaríkjunum er 26. Þegar litið er á mannfallstölur frá því að Sandy reið yfir Karíbahafið er ljóst að heildartala látinna er yfir hundrað. Þá brunnu hátt í hundrað hús til kaldra kola í Queens, einu af fimm úthverfa New York. „Nú hugsar fólk aðeins um fjölskyldur sínar og sína nánustu," segir Brynjólfur að lokum.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira