Uppgjörið eftir Sandy: "Nú vill fólk aðeins hugsa um fjölskyldur sínar“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2012 15:41 Frá New York í dag. MYND/AFP Stormurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í gærkvöld. Það er fyrst núna sem Bandaríkjamenn finna fyrir afleiðingum veðurofsans. Íslendingur sem búsettur er í New York segir fólk nú einblína á öryggi sinna nánustu. „Nóttin var ekki svo slæm hjá okkur," segir Brynjólfur Stefánsson, bankamaður hjá Morgan Stanley og New York búi. „Það var gríðarlegur vindur. Tré rifnuðu upp og brotnuðu. En þetta var auðvitað verra fyrir þá sem búa neðar." Veðurofsinn í gærkvöld og nótt hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi í Bandaríkjunum. Rúmlega átta milljón manns eru nú án rafmagns. „Það eru margir að kljást við rafmagnsleysið núna. Mér skilst að það séu um 740 þúsund manns í New York án rafmagns. Það fór þó ekki hjá okkur," segir Brynjólfur.Á milli 80 og 100 hús urðu eldi að bráð í Queens.MYND/APAð sama skapi hafa samgöngur víða farið úr skorðum. Loka þurfti brúm og göngum í New York — ljóst er að lestarkerfi borgarinnar varð fyrir stórfelldum skemmdum. Þá þurfti að aflýsa rúmlega 12 þúsund flugferðum. „Fyrst og fremst er það lestarkerfið sem er í ólagi. Þetta eru líklega mestu hamfarir sem lestarkerfið í New York hefur gengið í gegnum. Það gæti tekið um fjórtán daga að koma því í lag. Þetta eru viðkvæm kerfi og saltvatnið getur haft afar slæm áhrif." Stormurinn Sandy var fyrsta stigs fellibylur áður en hann gekk á land í New Jersey seint í gærkvöld. Eyðileggingin er gríðarleg og hafa ráðamenn í bæði New York og New Jersey sagt storminn vera þann versta í sögunni. Staðfest tala látinna í Bandaríkjunum er 26. Þegar litið er á mannfallstölur frá því að Sandy reið yfir Karíbahafið er ljóst að heildartala látinna er yfir hundrað. Þá brunnu hátt í hundrað hús til kaldra kola í Queens, einu af fimm úthverfa New York. „Nú hugsar fólk aðeins um fjölskyldur sínar og sína nánustu," segir Brynjólfur að lokum. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Stormurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í gærkvöld. Það er fyrst núna sem Bandaríkjamenn finna fyrir afleiðingum veðurofsans. Íslendingur sem búsettur er í New York segir fólk nú einblína á öryggi sinna nánustu. „Nóttin var ekki svo slæm hjá okkur," segir Brynjólfur Stefánsson, bankamaður hjá Morgan Stanley og New York búi. „Það var gríðarlegur vindur. Tré rifnuðu upp og brotnuðu. En þetta var auðvitað verra fyrir þá sem búa neðar." Veðurofsinn í gærkvöld og nótt hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi í Bandaríkjunum. Rúmlega átta milljón manns eru nú án rafmagns. „Það eru margir að kljást við rafmagnsleysið núna. Mér skilst að það séu um 740 þúsund manns í New York án rafmagns. Það fór þó ekki hjá okkur," segir Brynjólfur.Á milli 80 og 100 hús urðu eldi að bráð í Queens.MYND/APAð sama skapi hafa samgöngur víða farið úr skorðum. Loka þurfti brúm og göngum í New York — ljóst er að lestarkerfi borgarinnar varð fyrir stórfelldum skemmdum. Þá þurfti að aflýsa rúmlega 12 þúsund flugferðum. „Fyrst og fremst er það lestarkerfið sem er í ólagi. Þetta eru líklega mestu hamfarir sem lestarkerfið í New York hefur gengið í gegnum. Það gæti tekið um fjórtán daga að koma því í lag. Þetta eru viðkvæm kerfi og saltvatnið getur haft afar slæm áhrif." Stormurinn Sandy var fyrsta stigs fellibylur áður en hann gekk á land í New Jersey seint í gærkvöld. Eyðileggingin er gríðarleg og hafa ráðamenn í bæði New York og New Jersey sagt storminn vera þann versta í sögunni. Staðfest tala látinna í Bandaríkjunum er 26. Þegar litið er á mannfallstölur frá því að Sandy reið yfir Karíbahafið er ljóst að heildartala látinna er yfir hundrað. Þá brunnu hátt í hundrað hús til kaldra kola í Queens, einu af fimm úthverfa New York. „Nú hugsar fólk aðeins um fjölskyldur sínar og sína nánustu," segir Brynjólfur að lokum.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent