Fleiri fréttir

Forsvarsmenn WOW svara: Við erum víst flugfélag

Forsvarsmenn WOW air segja að fyrirtækið sé víst flugfélag og WOW travel sé ferðaskrifstofa sem hafi það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum heildarlausn þegar það kemur að ferðum til og frá Íslandi. Þetta segir í tilkynningu frá WOW, þar sem fyrirtækið bregst við umfjöllun Flugmálastjórnar þess efnis að WOW sé ekki flugfélag í þeim skilningi að það hefur ekki flugrekstrarleyfi.

Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál

Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað.

Ölvaður maður réðst á starfsmann Olís

Ölvaður maður gekk berserksgang í verslun Olís á Selfossi á milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt laugardags. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn kom við annan mann inn í nætursölu Olís og fór að rífa niður vörur úr hillum og lét öllum illum látum meðal annars sprautaði hann tómatsósu um allt. Þegar starfsmaður hugðist vísa manninum út réðst hann á starfsmanninn auk þess að sparka í útihurð og fleiri dauða hluti. Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu og síðan yfirheyrður þegar hann kom til vits.

Fella niður flug til Boston

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins frá Keflavík til Boston fellur niður í dag. Eins er með flug frá Boston til Keflavíkur. Ástæðan er fellibylurinn Sandy sem fer nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Áður hafði verið tilkynnt um niðurfellingu flugs Icelandair í dag til og frá New York vegna fellibylsins. Farþegum er bent á að fylgjast með á vefsíðu Icelandair.

Segir WOW air nota villandi tungutak

Flugmálastjórn Íslands hefur fundið sig knúið til þess að setja tilkynningu á heimasíðu sína þar sem það er áréttað að WOW air sé ekki flugrekstrarfélag í þeim skilningi að félagið eigi og haldi úti loftfari. Ástæðan er sú að í tilkynningu WOW air þegar félagið yfirtók hluta af rekstri Iceland Express í síðustu viku, kom fram að félagið hefði teki yfir flugrekstur IE.

Svandís vill leiða Reykjavíkurkjördæmi

Svandís Svavarsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í komandi Alþingiskosningum. Svandís leiddi lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningum vorið 2009 og hefur setið á þingi síðan. Hún hefur gegnt embætti umhverfisráðherra frá sama tíma og embætti umhverfis- og auðlindaráðherra frá haustinu 2012.

Leiguverð stúdentaíbúða hærra en reiknað var með

Talsmenn Félaqgsstofnunar stúdenta hafa tjáð Stúdentaráði Háksóla Íslands að leiguverð í stúdentagörðunum, sem verið er að byggja, verði umtalsvert hærra en reiknað var með í upphafi, vegna kostnaðarauka sem hlýst af nýrri byggingarreglugerð. Eins og fram er komið telja samtök iðnaðarins að reglugerðin hækki byggingarkostnað um tíu til 20 prósent og hafa mótmælt ýmsum atriðum í henni.

Stór skjálfti norðaustur af Siglufirði

Jarðskjálfti upp á 3,4 varð norðaustur af Siglufirði á áttunda tímanum í morgun en þá höfðu engir skjálftar mælst yfir þremur stigum út af Norðurlandi síðan að þrír skjálftar urðu þar upp á um og yfir þrjú stig í fyrrakvöld.

Koma á böndum á beit og græða land

Samstarfsnefnd um beitarstjórnun og sjálfbæra landnýtingu á að skila ráðherrum ráðleggingum sínum eftir rúman mánuð. Þetta kom fram í svörum Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi.

Tvöfalt kjördæmisþing niðurstaðan

Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi hyggjast velja á framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor á tvöföldu kjördæmisþingi. Kosið var um aðferð við val á listann á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í gær.

Skipulagið er í ólestri

Skipulag strandsvæða og starfsemi á þeim heyrir sem stendur undir fjögur ráðuneyti og ellefu stofnanir, að því er fram kom í svari Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrir helgi.

Rólegt á skjálftasvæðinu fyrir norðan

Engir skjálftar hafa mælst yfir þrjú stig út af Norðurlandi síðan að þrír skjálftar urðu þar upp á um og yfir þrjú stig í fyrrakvöld, norður af Siglufirði og út af Gjögurtá.

Þrjú útköll vegna rjúpnaskyttna um helgina

Björgunarsveitir voru þrívegis kallað út um helgina, eftir að farið var að óttast um rjúpnaskyttur, en nýliðin helgi var sú fyrsta af fjórum, sem veiðar eru heimilaðar í haust.

Velferðarráðherra vill nýta fasteignasjóð fyrir geðsjúka

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að til greina komi að nýta fjármagn úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til að bæta úrræði fyrir geðfatlaða innan sveitarfélaganna. Ekkert hafi þó enn verið ákveðið varðandi ráðstöfun fjármagnsins og engar formlegar viðræður hafi farið fram.

Norðmenn horfa til Íslendinga

Ítarleg umfjöllun er um lýðræðið á Íslandi á vef norska blaðsins Aftenposten nú um helgina. Tilefnið er að Norðmenn eru farnir að undirbúa sig undir þingkosningar á næsta ári, líkt og við sjálf. Í greininni er vakin athygli á því að Íslendingar hafi kosið um tillögur að nýrri stjórnarskrá í síðustu viku. Það eitt og sér sé ekki merkilegt, heldur hvernig leið var farin að því að móta þessar tillögur.

Hrikalega stór lömb í Djúpinu

Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári.

Flugi til New York aflýst vegna fellibyls

Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug milli Keflavíkur og New York á morgun vegna fellibylsins Sandy. Fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu að fjórar flugferðir eru felldar niður. Ekki er gert ráð fyrir að þessi breyting valdi röskun á öðru flugi Icelandair.

Lögreglumenn áhyggjufullir

Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af fjárheimildum til lögreglunnar á svæðinu. Niðurskurður síðustu ára, auk þeirrar staðreyndar að lögreglan hafi ekki fengið að fullu bættar verðlagshækkanir og tilfærslur á kostnaði, sem færður hefur verið bótalaust yfir á rekstur lögreglunnar, hefur orðið til þess að rekstur lögreglunnar er kominn undir það sem hægt væri að kalla þolmörk.

Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum

Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum.

„Ef ég sæi lausn í málinu værum við sestir að borðinu“

Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins.

Eins og að leggja veg í gegnum Dimmuborgir

Jarð- og náttúrufræðingur líkir lagningu Álftanesvegar í gegnum Garðahraun við það að Mývetningar legðu veg í gegnum Dimmuborgir. Svæðið sé það síðasta sinnar tegundar við höfuborgarsvæðið. Hæstaréttarlögmaður segir lagarök bæjarstjórnarinnar í Garðbæ brjóstumkennanleg.

Ásta Ragnheiður býður sig ekki fram

Spurð hvort að með þessari ákvörðun sé hún að hætta í stjórnmálum segir hún: „Ég hef ákveðið þetta núna og svo sjáum við bara til hvað setur," segir hún.

Haltu áfram að borga af láninu þínu

Lántakendur eiga í mörgum tilvikum kröfu á fjármögnunarfyrirtæki eins og Lýsingu vegna ofgreiðslna af gengistryggðum lánum segir hæstaréttarlögmaður. Fólk eigi samt sem áður að halda áfram að greiða af lánunum þar sem vanskil setji skuldara í verri stöðu.

Fóru í sund í Árbæjarlaug - foreldrarnir sóttu þá á lögreglustöðina

Um klukkan hálf sex í morgun var tilkynnt um pilta sem höfðu laumast í sund í Árbæjarlaug. Þeir voru handsamaðir frekar klæðalitlir og vegna aldurs var haft samband við foreldra þeirra. Auk þess verður barnaverndarnefnd gert viðvart um hegðan piltanna. Að sögn lögreglu voru piltarnir sóttir af foreldrum sínum.

Kastaði steini í mannlausa bifreið

Maður var handtekinn um klukkan sjö í morgun en lögreglu var tilkynnt um að hann væri að reyna komast inn í bifreið á Laugavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir manninn kasta steini í gegnum hliðarrúðu bifreiðar sem stóð mannlaus í stæði. Hann var í annarlegu ástandi og gat í engu gert grein fyrir gerðum sínum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag.

Fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður í Vesturbæ

Fimm voru handteknir og vistaðir í fangageymslu klukkan hálf sjö í morgun eftir gleðskap í íbúð við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fékk tilkynningu um að eitthvað gengi á í íbúðinni og kom þá í ljós að samkvæmi hafi farið úr böndunum og komu fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður meðal annars við sögu, að sögn lögreglu. Rætt verður við fólkið síðar í dag.

Yrsa ein af tíu bestu í Independent

Skáldsagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur hefur verið valin ein af tíu bestu glæpa- og spennusögum vetrarins af álitsgjöfum breska stórblaðsins Independent. Bókin kom út nú í vikunni á ensku, undir nafinu I Remember You, og hefur hún fengið ágætis dóma, meðal annars í Guardian og Marie Claire.

Fleiri skjálftar fyrir norðan

Þrír jarðskjálftar um og yfir þrjú stig urðu á skjálftasvæðinu fyrir utan Norðurland í gærkvöldi. Tveir voru tuttugu kílómetrum norðaustur af Siglufirði á svipuðum stað og stóri skjálftinn sem reið yfir fyrir viku síðan en þeir mældust 3 og 3,3 stig.

Sagði dyraverði hafa reynt við konuna sína

Tvær líkamsárásir voru skráðar í miðborginni eftir nóttina. Í öðru tilfellinu voru átök á milli aðila sem voru mjög óljós. Í hinu tilfellinu veittist maður á fimmtugsaldri að dyravörðum og síðan lögreglumönnum sem voru við staðinn. Vildi hann meina að dyraverðirnir hefðu litið konu hans hýru auga. Maðurinn gistir fangageymslu. Að sögn lögreglu var nokkuð um tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum.

Sofnaði á rauðu ljósi

Nokkur erill var var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti veittu lögreglumenn athygli bifreið á Langholtsvegi. Ökumaður hafði stöðvað á rauðu ljósi en þegar græna ljósið kom fór bifreið hans ekki af stað.

Hvað ætti ég að gera með kastala?

Sara Marti Guðmundsdóttir lifir engan veginn dæmigerðu lífi. Hún er söngkona, leikkona og leikstjóri, býr í London með annan fótinn á Íslandi og sögur ganga um glamúrlíf að hætti kvikmyndastjarna. Sara sagði Friðriku Benónýsdóttur sannleikann að baki sögunum, rómantíska ástarsögu og hvernig það er að búa í því fræga hverfi Notting Hill í London.

Facebook í tvísýnum línudansi

Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar.

Gekk ekki út

Enginn var með fyrsta vinninginn í lottóinu í kvöld en vinningurinn hljóðaði upp á 28,5 milljónir króna. Tveir voru þá með annan vinning og fá þeir rúmlega 200 þúsund í sinn hlut. Einn var með allar jókertölurnar í réttri röð og fær sá heppni spilari tvær milljónir í vasann.

Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum

Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu.

Losuðu tarf úr girðingarflækju

"Hann var sprækur en um leið maður nær að setjast á kviðinn á þeim þá detta þeir niður og verða rólegir,“ segir Þröstur Ágústsson, meðlimur í Björgunarfélagi Hornafjarðar, sem aðstoðuðu tarf sem var fastur í girðingu hjá Firði í Lóni.

Eignaðist marga óvini

„Ég eignaðist marga óvini á starfsferli mínum hjá Fjármálaeftirlitinu,“ sagði Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, á laugadagsspjalli Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fór fram í dag.

Sumir fengu sér oft í skálina

Hinn árlegi kjötsúpudagur er haldinn hátíðlegur í dag. Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu eru í boði fyrir gesti og gangandi á fimm stöðum á Skólavörðustíg í miðborginni.

Sjá næstu 50 fréttir