Innlent

Félagsheimili breytt í gistihús

Félagsheimilinu Festi í Grindavík verður breytt í 35 herbergja gistihús ef áætlanir nýrra eigenda ganga eftir.

Grindavíkurbær, Ungmennafélag Grindavíkur og Kvenfélag Grindavíkur seldu félaginu AFG ehf. húsið og er stefnt að því að opna gistiheimilið árið 2014. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Festi hefur staðið autt í rúm fjögur ár, frá því að félagsmistöðin Þruman flutti úr húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×