Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. október 2012 18:57 Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr." Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr."
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent