Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. október 2012 18:57 Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr." Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr."
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira