Facebook í tvísýnum línudansi 27. október 2012 20:30 Leiðin hefur legið upp á við hjá Mark Zuckerberg og Facebook síðustu ár. Frá því að Facebook fór á markað í vor hefur virðið hins vegar fallið um tæpan helming. Mynd/AFP Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar.Góðar fréttir Facebook fékk að vísu jákvæðar fréttir í fyrradag þegar afkomutölur frá þriðja ársfjórðungi voru nokkru betri en sérfræðingar á Wall Street bjuggust við. Þar kom fram að 32ja prósenta tekjuaukning var frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það sem er hins vegar umhugsunarvert er að aukningin milli ára var 45 prósent á fyrsta fjórðungi og 32 prósent á öðrum fjórðungi. Að því leyti virðist ekki vera mikill vöxtur í tekjuöflun. Hins vegar var aðra vonarglætu að sjá í því að tekjur af farsíma- og spjaldtölvunotendum jukust nokkuð. Þó að 60 prósent notenda Facebook noti nú slík tæki hefur reynst erfitt að búa til tekjur úr þeim möguleikum. Nú gæti þó farið að rofa til enda hafa Mark Zuckerberg og hans fólk komið fram með ýmsar nýjungar til að auka tekjur, en óljóst er hvernig þær munu koma til með að leggjast í notendur.Borga sig upp á toppinn Að undanförnu hefur Facebook meðal annars kynnt til sögunnar valmöguleika til að nýta síðuna til að kaupa gjafir (úr raunheimi) fyrir vini sína. Fyrr í mánuðinum bættist svo annar möguleiki við þar sem notendum með innan við fimm þúsund vini, gefst þess kostur að "kaupa sig upp". Það er, að greiða fasta upphæð fyrir það að tryggja að innlegg eins og stöðuuppfærslur eða ljósmyndir fari efst í fréttadálk vina og haldist þar. Eins og stendur er um tilraunaverkefni að ræða og hefur það einungis staðið til boða í nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, en fyrirtæki um heim allan hafa haft svipaðan möguleika frá í maí. Nýjasta útspilið er það sem Facebook kallar "Collections". Þar geta einstakir notendur merkt við myndir af vörum sem þeim líst á og fyrirtæki hafa sett á Facebook. Á myndunum verður hnappur merktur "Want" eða "Collect" sem nota má til að bæta vörunni í safn og, ef þannig ber undir, kaupa. Ekki verður þó keypt beint í gegnum Facebook, heldur færist notandi yfir á síðu viðkomandi fyrirtækis. Facebook segist ekki munu taka þóknun fyrir þessa þjónustu, og slíkt standi ekki til.Úr söluvöru í viðskiptavin Með þessum nýjustu útspilum Facebook má sjá mjög ákveðna stefnubreytingu þar sem notendur síðunnar eru ekki lengur söluvara, eins og hingað til, heldur eru stigin skref yfir í átt að vefverslun þar sem Facebook-notendur eru í stórauknum mæli orðnir viðskiptavinir.Jafnvægislistin Enn er óútséð með hvernig þessar lausnir verða útfærðar, en það mikilvægasta er að ganga ekki fram af notendum. Peningaplokk og auglýsingaflóð getur hæglega skemmt fyrir upplifun hins almenna notanda. Zuckerberg verður því að sigla á milli skers og báru í þessum efnum. Annars vegar verður hann að þjónkast meðeigendum sínum og tryggja að fyrirtækið vaxi og dafni, og hins vegar verður hann að tryggja ánægju notenda, sem eru hin eina sanna auðlind, og sjá til þess að þeir verði ekki afhuga Facebook, heldur haldi áfram að uppfæra, kommenta, deila og læka. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Þrátt fyrir að á Facebook sé nú rúmlega milljarður virkra notenda, eða sjöunda hvert mannsbarn á jarðarkringlunni, eru kólguský við sjóndeildarhringinn. Virði fyrirtækisins hefur lækkað um 40 milljarða dala frá því að það var sett á markað í maí og lúta helstu áhyggjur á Wall Street að möguleikum eða skorti á möguleikum, fyrir Facebook til tekjuöflunar.Góðar fréttir Facebook fékk að vísu jákvæðar fréttir í fyrradag þegar afkomutölur frá þriðja ársfjórðungi voru nokkru betri en sérfræðingar á Wall Street bjuggust við. Þar kom fram að 32ja prósenta tekjuaukning var frá þriðja ársfjórðungi í fyrra. Það sem er hins vegar umhugsunarvert er að aukningin milli ára var 45 prósent á fyrsta fjórðungi og 32 prósent á öðrum fjórðungi. Að því leyti virðist ekki vera mikill vöxtur í tekjuöflun. Hins vegar var aðra vonarglætu að sjá í því að tekjur af farsíma- og spjaldtölvunotendum jukust nokkuð. Þó að 60 prósent notenda Facebook noti nú slík tæki hefur reynst erfitt að búa til tekjur úr þeim möguleikum. Nú gæti þó farið að rofa til enda hafa Mark Zuckerberg og hans fólk komið fram með ýmsar nýjungar til að auka tekjur, en óljóst er hvernig þær munu koma til með að leggjast í notendur.Borga sig upp á toppinn Að undanförnu hefur Facebook meðal annars kynnt til sögunnar valmöguleika til að nýta síðuna til að kaupa gjafir (úr raunheimi) fyrir vini sína. Fyrr í mánuðinum bættist svo annar möguleiki við þar sem notendum með innan við fimm þúsund vini, gefst þess kostur að "kaupa sig upp". Það er, að greiða fasta upphæð fyrir það að tryggja að innlegg eins og stöðuuppfærslur eða ljósmyndir fari efst í fréttadálk vina og haldist þar. Eins og stendur er um tilraunaverkefni að ræða og hefur það einungis staðið til boða í nokkrum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, en fyrirtæki um heim allan hafa haft svipaðan möguleika frá í maí. Nýjasta útspilið er það sem Facebook kallar "Collections". Þar geta einstakir notendur merkt við myndir af vörum sem þeim líst á og fyrirtæki hafa sett á Facebook. Á myndunum verður hnappur merktur "Want" eða "Collect" sem nota má til að bæta vörunni í safn og, ef þannig ber undir, kaupa. Ekki verður þó keypt beint í gegnum Facebook, heldur færist notandi yfir á síðu viðkomandi fyrirtækis. Facebook segist ekki munu taka þóknun fyrir þessa þjónustu, og slíkt standi ekki til.Úr söluvöru í viðskiptavin Með þessum nýjustu útspilum Facebook má sjá mjög ákveðna stefnubreytingu þar sem notendur síðunnar eru ekki lengur söluvara, eins og hingað til, heldur eru stigin skref yfir í átt að vefverslun þar sem Facebook-notendur eru í stórauknum mæli orðnir viðskiptavinir.Jafnvægislistin Enn er óútséð með hvernig þessar lausnir verða útfærðar, en það mikilvægasta er að ganga ekki fram af notendum. Peningaplokk og auglýsingaflóð getur hæglega skemmt fyrir upplifun hins almenna notanda. Zuckerberg verður því að sigla á milli skers og báru í þessum efnum. Annars vegar verður hann að þjónkast meðeigendum sínum og tryggja að fyrirtækið vaxi og dafni, og hins vegar verður hann að tryggja ánægju notenda, sem eru hin eina sanna auðlind, og sjá til þess að þeir verði ekki afhuga Facebook, heldur haldi áfram að uppfæra, kommenta, deila og læka.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira