Innlent

Fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður í Vesturbæ

Fimm voru handteknir og vistaðir í fangageymslu klukkan hálf sjö í morgun eftir gleðskap í íbúð við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur. Lögregla fékk tilkynningu um að eitthvað gengi á í íbúðinni og kom þá í ljós að samkvæmi hafi farið úr böndunum og komu fíkniefni, líkamsárás og vopnaburður meðal annars við sögu, að sögn lögreglu. Rætt verður við fólkið síðar í dag, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×