Innlent

Kastaði steini í mannlausa bifreið

Maður var handtekinn um klukkan sjö í morgun en lögreglu var tilkynnt um að hann væri að reyna komast inn í bifreið á Laugavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir manninn kasta steini í gegnum hliðarrúðu bifreiðar sem stóð mannlaus í stæði. Hann var í annarlegu ástandi og gat í engu gert grein fyrir gerðum sínum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×