Innlent

Fella niður flug til Boston

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins frá Keflavík til Boston fellur niður í dag. Eins er með flug frá Boston til Keflavíkur. Ástæðan er fellibylurinn Sandy sem fer nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Áður hafði verið tilkynnt um niðurfellingu flugs Icelandair í dag til og frá New York vegna fellibylsins. Farþegum er bent á að fylgjast með á vefsíðu Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×