Eins og að leggja veg í gegnum Dimmuborgir 28. október 2012 18:37 Jarð- og náttúrufræðingur líkir lagningu Álftanesvegar í gegnum Garðahraun við það að Mývetningar legðu veg í gegnum Dimmuborgir. Svæðið sé það síðasta sinnar tegundar við höfuborgarsvæðið. Hæstaréttarlögmaður segir lagarök bæjarstjórnarinnar í Garðbæ brjóstumkennanleg. Rúmlega 200 manns mótmæltu í dag vegaframkvæmdum um Gálgahraun, sem einnig er kallað Garðahraun. Gengið var um þann hluta sem vegurinn kemur til með að ligga um og fjallað um sögu og náttúru staðarins. Fyrirmyndir margra verka Kjarvals eru á svæðinu en á myndskeiði í sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 má sjá nokkur þeirra verka sem sýnd voru á Kjarvalsstöðum í sumar. Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður var á staðnum en hann sér marga vankanta á málinu, fagurfræðilega og lagalega. "Ef við stöldrum við það sem helst hefur verið beint sjónum að. Það er í fyrsta lagi það að umhverfismatið er fallið úr gildi, það er orðið meira en tíu ára gamalt og framkvæmdaleyfið sem sem var gefið út fyrir þessar framkvæmd er líka fallið úr gildi. Hvort tveggja kallar á yfirferð á málinu að nýju að hálfu Skipulagsstofnunar. Þannig það verði virt að minnsta kosti hvort það er þörf á nýju umhverifsmati," segir Skúli. Þá segir hann að sú framkvæmd sem boðin hafi verið út sé allt önnur en sú sem umhverfismatið hafi miðað við. Einnig telur hann undarlegt að það eigi að byggja mislæg gatnamót fyrir veg sem liggur í 2500 manna byggð á Álftanesi, sérstaklega þegar horft sé til þess að ekki þurfi mislæg gatnamót á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar sem þó séu fjölförnustu gatnamót landsins. En bæjaryfirvöld fullyrða að framkvæmdarleyfið sé ekki runnið út þótt tíu ár séu liðin frá því það var gert þar sem byrjað hafi verið að á veginum, það er að segja með gerð hringtorgs á Álftanesi til móts við Bessastaði. "Það eru auðvitað brjóstumkennanleg rök, að hanga á nöglunum á einhverju hringtorgi sem kemur þessari framkvæmda bara nákvæmlega ekkert við." Í umhvefismatinu segir að framkvæmdirnar muni því rýra verndargildi hraunsins sem svæði á náttúruminjaskrá auk þess sem eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð vegarstæði fara þó ekki yfir hraunmyndanir sem eiga engan sinn líka annars staðar í hrauninu eða á Íslandi. Með þessu móti sé mögulegt að hlífa fyrirmyndum sem Jóhannes Kjarval málaði í hrauninu. Skúli segir undarlegt að hringtorg sem sé langt frá þessum hraunmyndum sem forsenda þess að hægt sé að leggja veginn enda hafi það þegar tilgang sem ekki komi framkvæmdunum við. Bjarni Bjarnson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur er íbúi í nágrenni við fyrirhugaðan veg. "Þær leggjast mjög illa í mig, ég er reyndar jarðfræðingur og náttúrufræðingur og hef mikinn áhuga á náttúruvernd og hef unnið mjög mikið í gegnum árin að viðkvæmum málum sem snerta náttúruna og náttúruvernd, þannig ég hef ekki bara skoðað þetta sem íbúi á svæðinu." Hvað getur þú sagt mér um þetta svæði? "Þetta er gríðarlega fallegt svæði og í raun síðasta svæði þessarar gerðar sem eftir er innan höfuðborgarsvæðisins, ef ég ætti að jafna þessu við annað þá finnst mér þetta svipa til þess að Mývetningar legðu harðbraut í gegnum Dimmuborgir til þess að forðast að keyra í gegnum Vogahverfið við strendur Mývatns." Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira
Jarð- og náttúrufræðingur líkir lagningu Álftanesvegar í gegnum Garðahraun við það að Mývetningar legðu veg í gegnum Dimmuborgir. Svæðið sé það síðasta sinnar tegundar við höfuborgarsvæðið. Hæstaréttarlögmaður segir lagarök bæjarstjórnarinnar í Garðbæ brjóstumkennanleg. Rúmlega 200 manns mótmæltu í dag vegaframkvæmdum um Gálgahraun, sem einnig er kallað Garðahraun. Gengið var um þann hluta sem vegurinn kemur til með að ligga um og fjallað um sögu og náttúru staðarins. Fyrirmyndir margra verka Kjarvals eru á svæðinu en á myndskeiði í sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 má sjá nokkur þeirra verka sem sýnd voru á Kjarvalsstöðum í sumar. Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður var á staðnum en hann sér marga vankanta á málinu, fagurfræðilega og lagalega. "Ef við stöldrum við það sem helst hefur verið beint sjónum að. Það er í fyrsta lagi það að umhverfismatið er fallið úr gildi, það er orðið meira en tíu ára gamalt og framkvæmdaleyfið sem sem var gefið út fyrir þessar framkvæmd er líka fallið úr gildi. Hvort tveggja kallar á yfirferð á málinu að nýju að hálfu Skipulagsstofnunar. Þannig það verði virt að minnsta kosti hvort það er þörf á nýju umhverifsmati," segir Skúli. Þá segir hann að sú framkvæmd sem boðin hafi verið út sé allt önnur en sú sem umhverfismatið hafi miðað við. Einnig telur hann undarlegt að það eigi að byggja mislæg gatnamót fyrir veg sem liggur í 2500 manna byggð á Álftanesi, sérstaklega þegar horft sé til þess að ekki þurfi mislæg gatnamót á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar sem þó séu fjölförnustu gatnamót landsins. En bæjaryfirvöld fullyrða að framkvæmdarleyfið sé ekki runnið út þótt tíu ár séu liðin frá því það var gert þar sem byrjað hafi verið að á veginum, það er að segja með gerð hringtorgs á Álftanesi til móts við Bessastaði. "Það eru auðvitað brjóstumkennanleg rök, að hanga á nöglunum á einhverju hringtorgi sem kemur þessari framkvæmda bara nákvæmlega ekkert við." Í umhvefismatinu segir að framkvæmdirnar muni því rýra verndargildi hraunsins sem svæði á náttúruminjaskrá auk þess sem eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð vegarstæði fara þó ekki yfir hraunmyndanir sem eiga engan sinn líka annars staðar í hrauninu eða á Íslandi. Með þessu móti sé mögulegt að hlífa fyrirmyndum sem Jóhannes Kjarval málaði í hrauninu. Skúli segir undarlegt að hringtorg sem sé langt frá þessum hraunmyndum sem forsenda þess að hægt sé að leggja veginn enda hafi það þegar tilgang sem ekki komi framkvæmdunum við. Bjarni Bjarnson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur er íbúi í nágrenni við fyrirhugaðan veg. "Þær leggjast mjög illa í mig, ég er reyndar jarðfræðingur og náttúrufræðingur og hef mikinn áhuga á náttúruvernd og hef unnið mjög mikið í gegnum árin að viðkvæmum málum sem snerta náttúruna og náttúruvernd, þannig ég hef ekki bara skoðað þetta sem íbúi á svæðinu." Hvað getur þú sagt mér um þetta svæði? "Þetta er gríðarlega fallegt svæði og í raun síðasta svæði þessarar gerðar sem eftir er innan höfuðborgarsvæðisins, ef ég ætti að jafna þessu við annað þá finnst mér þetta svipa til þess að Mývetningar legðu harðbraut í gegnum Dimmuborgir til þess að forðast að keyra í gegnum Vogahverfið við strendur Mývatns."
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Bíll stóð í ljósum logum í Breiðholtinu Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Sjá meira