Innlent

Innanlandsflugi aflýst en millilandaflug á áætlun

BBI skrifar
Mynd/Stefán Karlsson
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Flugfélag Íslands hefur flogið til Grænlands og Færeyja en ekkert innanlands.

Millilandaflug frá Keflavík hefur hins vegar gengið með óbreyttu sniði og engu verið aflýst.

Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir ástæðuna fyrir því að millilandaflugið getur gengið þó innanlandsflugi sé aflýst bæði felast í mismunandi stærð flugvélanna og því að innanlands sé flogið í lítilli hæð yfir hæðóttu landslagi sem skapi sviptingar í loftinu. Auk þess er Keflavíkurflugvöllur sérlega vel staðsettur sem auðveldi flug til og frá staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×