Innlent

Jón Gnarr hvetur borgarstjórann í Moskvu til að leyfa gleðigöngur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr er borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr er borgarstjóri í Reykjavík.
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík hefur skrifað bréf til Sergey Sobyanin borgarstjóra í Moskvu. Í bréfinu lýsir Jón Gnarr því yfir að hann vilji deila því með borgarstjóranum hversu jákvæð áhrif Hinsegin dagar og gleðigangan hafi haft á ímynd Reykjavíkur og viðhorf almennings til samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Orðið hafi mikil viðhorfsbreyting til batnaðar á Íslandi vegna hátíðarinnar sem sé nú ein stærsta útihátíðin í Reykjavík.

Bréfið er skrifað í tilefni af fréttum um að gleðigöngur samkynhneigðra hafi verið bannaðar í Moskvu. Hvetur borgarstjórinn í Reykjavík hinn rússneska kollega sinn til að skipta um skoðun og styðja LBGT fólk í réttindabaráttu þess enda séu það skýlaus brot á mannréttindum að gera upp á milli fólks vegna kynhneigðar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.