Innlent

Ekki handtekinn fyrir innbrot

BBI skrifar
Maðurinn var handtekinn vegna fíkniefna.
Maðurinn var handtekinn vegna fíkniefna.
Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kölluð út vegna þess að maður reyndi að brjótast inn í hús með barefli. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist maðurinn ekki innbrotsþjófur heldur eigandi hússins. Hann hafði læst sig úti en var kominn inn í inngang að bílskúr hússins.

Þar fann lögreglan hins vegar sterka kannabislykt. Lögreglumenn leituðu í bílskúrnum og fundu kannabisefni í skúffu innst í honum.

Útkall lögreglunnar var þannig byggt á allsherjar misskilningi. En í stað þess að fá afsökunarbeðni var húsráðandinn handtekinn, en þá á óvæntum forsendum. Hann var færður á lögreglustöð þar sem tekin var skýrla af honum áður en honum var sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×