Innlent

Björguðu kind sem fennt hafði í kaf

Björgunarsveitarmaður við störf að grafa upp fé sem fennt hafði yfir
Björgunarsveitarmaður við störf að grafa upp fé sem fennt hafði yfir mynd/landsbjörg
Aðeins er farið að hægja á verkefnum björgunarsveita þrátt fyrir að bálhvasst sé víða um land ennþá. Alls hafa 24 björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið við störf í dag og milli 70 til 80 manns.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að útköllin hafi verið um því sem næst allt land en ástandið virðist hafa verið verst í Vestmannaeyjum og á Norður- og Norðausturlandi. Sinnt hefur verið á bilinu 60- til 70 aðstoðarbeiðnum vegna foks og á annað hundrað ferðamenn verið aðstoðaðir við að komast leiðar sinnar.

Má til dæmis nefna að 34 ferðamenn voru fluttir úr bílum sínum norðan við Dettifoss og á Grímsstaði á Fjöllum þar sem þeir munu eyða nóttinni.

Nokkrar björgunarsveitir eru að aðstoða Rarik við þeirra störf og nokkrar beiðnir bárust vegna sauðfjár sem hafði fennt yfir.

Reiknað er með að björgunarsveitir á Norðausturlandi þurfi að aðstoða bændur á morgun því óttast er að a.m.k. tugir séu undir fönn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×