Innlent

Tæplega 90% lögreglumanna eru karlmenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn.
Lögreglumenn. mynd/ daníel.
Um 88% starfsmanna lögregluembættanna eru karlmenn. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að á meðal starfandi óbreyttra lögreglumanna eru um 85% karlar en tæp 15% konur. Hæst er hlutfall kvenna meðal afleysingamanna, en þar eru konur um 20%, og næsthæst meðal rannsóknarlögreglumanna, en þar er hlutfalla kvenna tæp 18%. Af 35 aðalvarstjórum er ein kona. Engin kona gegnir stöðu yfirlögregluþjóns eða aðstoðarvarðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×