Innlent

Kornið að skemmast á Norðurlandi

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Talsverðar líkur eru á að korn á Norðurlandi hafi skemmst vegna veðurs í nótt og í dag. Ekki liggur fyrir hve umfangsmiklar skemmdirnar eru.

„Ég hef svosem ekki heyrt í bændum ennþá. En miðað við veðrið eru miklar líkur á að korn hafi skemmst eða brotnað niður í dag - jafnvel mikið," segir Guðmundur Gunnarsson, ráðgjafi í Búgarði, ráðgjafaþjónustu í landbúnaði á Norðausturlandi.

Það er mismikið sem kornið getur skemmst, allt eftir því á hvaða stigi í þroska það er. Ef það er komið á ákveðið stig og brotnar undir axinu þá fellur það niður og næst ekki upp með vélum aftur. Líkur eru á að það hafi gerst í dag.

Fram kom á Vísi fyrr í dag að kornrækt á Suðurlandi væri ekki í hættu vegna veðurs. Kornbændur á Norðurlandi eiga líklega ekki sama láni að fagna.


Tengdar fréttir

Kornið sleppur ennþá í rokinu á Suðurlandi

„Það er allt í lagi hjá okkur og kornið er ekki að skemmast þrátt fyrir rokið. Ég hef meiri áhyggjur af korninu fyrir norðan, það hlýtur að fara mjög illa í þessu veðri," sagði Björgvin Þór Harðarson, svína- og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Hann ræktar korn á um 200 hekturum í Gunnarsholti á Rangárvöllum. „Það besta er að það rignir ekki eða snjóar hjá okkur í þessu vonda veðri, það munar öllu, það er alveg þurrt þrátt fyrir mikið hvassviðri, það bjargar korninu hér á Suðurlandi," bætti Björgvin Þór við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×