Innlent

Þakplötur fjúka af húsum

JHH skrifar
Þakplötur eru byrjaðar að fjúka af húsum í miðborginni. Auk þess er búið að kalla út björgunarsveitir til aðstoðar ferðamönnum á Kaldadal, í Vatnsskarði, við Mývatn, á Hólasandi, við Varmahlíð og í Víkurskarði. Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar út vegna foks í Aðaldal, í Skagafirði, á Bolungarvík, í Vestmannaeyjum, á Mývatni og eins og fyrr sagði á höfuborgarsvæðinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg ítrekar að lítið ferðaveður er á landinu í dag og í kvöld víðast hvar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×