Fleiri fréttir Steingrímur hóflega bjartsýnn á árangur í makrílviðræðum Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segist í viðtali við netsíðuna Fish-Update, vera hóflega bjartsýnn á viðunandi árangur af fundi strandríkja um makríl, sem hefst í Reykjavík í dag. 14.2.2012 06:48 Skyndibílar verða jafnvel komnir á göturnar í haust Bílaleigur, olíufélög og bílaumboð funduðu með fyrirtækjum sem hafa áhuga á að kaupa þjónustu skyndibíla. Aðstandendur verkefnisins segja viðbrögðin hafa verið jákvæð og bílaleigur segja verkefnið spennandi. 14.2.2012 06:30 Spurt um málfrelsi kennara Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hvort setja ætti málfrelsi kennara skorður. Tilefni væri til að staldra við þegar grunnskólakennarar töluðu með þeim hætti að gæti verið særandi fyrir nemendur. 14.2.2012 06:30 Talinn ógna hagsmunum almennings Héraðsdómur Suðurnesja framlengdi á föstudag gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum manni sem talinn er hafa veitt öðrum manni alvarlega áverka með hnífi í Kópavogi aðfaranótt 3. febrúar. 14.2.2012 06:30 Bjargaði lífi 17 ára dóttur sinnar Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir var aðeins 17 ára þegar hún fékk hjartastopp á heimili sínu fyrir rúmu ári, en þökk sé réttum viðbrögðum föður hennar, Gísla Arnar Gíslasonar, hélt hún lífi. Í Íslandi í dag í kvöld var talað við feðginin og sögðu þau frá því hvernig röð tilviljana varð til þess að Sigurbjörg er á lífi í dag. Einnig var átakanleg upptaka af því þegar móðir Sigurbjargar hringdi í Neyðarlínuna spiluð. 13.2.2012 21:30 Contraband efst á lista yfir vinsælustu myndir ársins Contraband, nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er vinsælasta mynd ársins. Alls hefur myndin halað inn rúmlega 73 milljón dollurum á heimsvísu eða tæplega 9 milljörðum íslenskra króna. 13.2.2012 19:54 Þór og Mjölnir slá í gegn í Kóreu Íslenska teiknimyndin Hetjur Valhallar - Þór var frumsýnd í Suður- Kóreu fyrir helgina og hafa móttökurnar verið "hreint út sagt æðislegar,“ að sögn aðstandenda. "Myndin varð vinsælasta erlenda myndin í kvikmyndahúsum Suður-Kóreu þessa helgina og sló út ekki slakari myndir en Star Wars í þrívídd, War Horse, Tinker Tailor Soldier Spy og Happy Feet 2.“ 13.2.2012 16:39 Steingrímur við Sigmund Davíð: Æ, þegiðu Það kastaðist í kekki milli Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og stjórnarandstæðinga þegar Steingrímur var að stíga úr pontu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var að spyrja Steingrím út í afstöðu hans til Evrópumála og barst talið meðal annars að deilu Íslendinga við Evrópusambandið vegna makrílstofnsins. 13.2.2012 15:23 Tveir grunaðir um að hafa keypt vændi af 14 ára pilti Tveir fullorðnir karlmenn eru enn til rannsóknar vegna gruns um að hafa keypt vændi af fjórtán ára dreng. Þriðji maðurinn var fyrir helgina dæmdur fyrir að kaupa vændi af drengnum. Móðir piltsins telur þann dóm of vægan. 13.2.2012 18:48 Snorri ætlar að blogga og predika í leyfinu Snorri Óskarsson, grunnskólakennari á Akureyri, hefur verið sendur í hálfs árs launað leyfi vegna ummæla hans um samkynhneigð. Snorri ætlar að nýta leyfið til að predika. 13.2.2012 18:45 Sex þúsund sóttu um niðurfellingu skulda Heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna 110% leiðarinnar er um 7,4 milljarðar króna. Um sex þúsund umsóknir bárust um niðurfellingu á skuldum, sem er um þriðjungi minna en áætlað var í upphafi. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir vinnuna hafa gengið vel, en viðvarandi mikil verðbólga sé mikið áhyggjuefni. 13.2.2012 18:35 Kísilver í Helguvík í óvissu Áform um kísilver í Helguvík eru í uppnámi og gæti svo farið að samningum verði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Ástæðan er krafa bandarískra fjárfesta um afslátt frá orkuverði. Til stóð að 150 manns fengju vinnu við smíði kísilversins, sem átti að hefjast í Helguvík í fyrrasumar. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum. 13.2.2012 18:20 Eldsneytisskattar hafa hækkað 100.000 kr á ári „Ég hef áhyggjur af því að þetta sé verða einhver lúxus að eiga bifreið." Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 13.2.2012 17:35 Snorri í leyfi vegna ummæla um samkynhneigða Snorri Óskarsson, kennari á Akureyri sem oftast er kenndur við Betel, hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum vegna ummæla sinna um samkynhneigða á bloggsíðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ. 13.2.2012 16:43 Löggan stöðvaði 430 ökumenn - þrír voru ölvaðir Fjögur hundruð og þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í umferðareftirliti lögreglunnar um helgina. Að sögn lögreglu reyndust þrír ökumenn ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Nokkra athygli vakti að ljósabúnaði allmargra ökutækja var ábótavant. 13.2.2012 16:35 Ólafur Elíasson vill bæta lífsgæði milljóna með sólarknúnum lampa Ólafur Elíasson segir listsköpun hafa sýnt sér hversu mikil áhrif hægt er að hafa á heiminn. Hann hefur nú stofnað fyrirtæki sem selur ódýrar sólarknúnar vörur til landa þar sem rafmagn er munaðarvara. 13.2.2012 16:00 Sara nýr formaður Stúdentaráðs Sara Sigurðardóttir var kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands á skiptafundi ráðsins í dag og hefur hún nú tekið við störfum af Lilju Dögg Jónsdóttur, fráfarandi formanni. Sara er oddviti Vöku sem vann meirihluta í Stúdentaráði fyrr í þessum mánuði. Hún er nemi við stjórnmálafræðideild og stefnir á að útskrifast vorið 2013. 13.2.2012 15:34 Eignarhald á íslenskum fjölmiðlum tekið saman Hin nýstofnaða Fjölmiðlanefnd hefur nú birt lista yfir eignarhald á Íslenskum fjölmiðlum. Lögum samkvæmt þurfa fjölmiðlar sem ekki eru leyfisskyldir að skrá sig auk þess sem allir leyfisskyldir og skráðir fjölmiðlar eiga að veita fjölmiðlanefnd upplýsingar um eignarhald. 13.2.2012 15:30 Halldór Gylfa faðmaði sviðsmanninn eftir óhappið "Ég er svona að koma til. Mér er svolítið illt í bakinu, er aumur og marinn, og get ekki verið á mikilli hreyfingu,“ segir Halldór Gylfason, leikari í Borgarleikhúsinu. Um helgina féll hann fjóra metra niður hlera sem opnaðist fyrir slysni þegar hann var að leika í sýningunni Galdrakarlinn í Oz. 13.2.2012 14:09 Jón Þórarinsson látinn Jón Þórarinsson tónskáld andaðist í gær í Reykjavík. Hann var á 95. aldursári. Hann starfaði lengi við Ríkisútvarpið og var einn af hvatamönnum að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Jón lætur eftir sig sjö uppkomin börn. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurjóna Jakobsdóttir. 13.2.2012 13:18 Vilja að krakkarnir komist í réttir Fræðslunefnd og sveitarstjórn Flóahrepps hafa sent inn formlegar athugasemdir til menntamálaráðuneytisinsþess efnis að dagsetningar samræmdra próf í grunnskólum landsins í haust stangist á við göngur og réttir hjá nemendum. Þetta kemur fram á fréttavefnum dfs.is. 13.2.2012 13:16 Býst við reisupassanum í dag Snorri Óskarsson, kennari við Brekkuskóla, býst við að fá reisupassann í dag vegna ummæla hans um samkynhneigð. Engu að síður telur hann uppsögn á grundvelli trúarskoðana brjóta í bága við stjórnarskrána. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu eftir að hann ritaði bloggfærslu þar sem sagði að samkynhneigð væri synd og að laun hennar væru dauði. Snorri hefur verið kallaður á fund síðdegis í Ráðhúsinu á Akureyri. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvað honum verður kynnt á fundinum. 13.2.2012 12:46 Erum löngu búin með kvótann Engin kynslóð hefur rétt á að ákveða framtíðarskipan í virkjanamálum segja Andri Snær Magnason og María Ellingsen sem bæði eru í stjórn Framtíðarlandsins. Þau segja nóg hafa verið virkjað á Íslandi og vilja nýta landið á annan hátt, til dæmis með verndun. 13.2.2012 12:00 Dópuð mæðgin stálu folaldalundum úr Bónus Karlmaður gekk út úr verslun Bónus við Larsenstræti á Selfossi á laugardaginn með fangið fullt af folaldalundum sem hann hafði ekki greitt fyrir. 13.2.2012 11:06 Engin ákvörðun um áfrýjun í barnavændismálinu Ríkissaksóknari kannar nú hvort forsendur séu fyrir því að áfrýja dómi Héraðsdóms Vesturlands í kynferðisbrotamáli til Hæstaréttar. Dómurinn var kveðinn upp á fimmtudaginn, en karlmaður var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynmök við fjórtán ára gamlan pilt gegn greiðslu. 13.2.2012 10:27 Frægir deyja þegar fótboltamaður skorar mark "Þetta er ótrúlegt. Tölurnar geta komið manni á óvart í sambandi við hvað sem er en ég held að þetta geti allt eins verið tilviljun," segir Hermundur Rósinkranz, talnaspekingur og miðill. Stuðningsmenn Arsenal í Bretlandi tengja nú dauða söngdívunnar Whitney Houston við miðjumann liðsins, hinn velska Aaron Ramsey. 13.2.2012 10:24 Eigandinn veit ekkert hvernig bíllinn endaði í vatninu Allt er á huldu um það hvernig stendur á því að jeppa var ekið ofan í Vífilsstaðavatn. Jeppinn fannst um níuleytið í morgun. Lögreglan hefur haft samband við eiganda bílsins og gat hann engar skýringar gefið á því hvernig bíllinn endaði ofan í vatninu. 13.2.2012 10:10 Enginn í bílnum Enginn var i bílnum sem fannst um klukkan níu í morgun út í Vífilstaðavatni. Slökkviliðið sendi kafara að bílnum um leið og af honum fréttist. Kafarar fóru samstundis að bílnum og þá kom í ljós að hann var mannlaus. Kafararnir eru nú að að kanna vatnið í kringum bílinn og telja þeir sig sjá spor við bílinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu munu kafarar leita ofan í vatninu eitthvað fram eftir morgninum til þess að fullvissa sig um að enginn sé í því. Slökkviliðið er einnig farið að huga að því að koma bílnum úr vatninu. 13.2.2012 09:33 Bíll fannst í Vífilstaðavatni Slökkviliðið er statt á Vífilsstöðum og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið. Bíll fannst í vatninu nú rétt fyrir klukkan níu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var enginn í bílnum. Við segjum nánar frá þessu í fréttum í dag. 13.2.2012 09:01 Lögreglan handtók þrjá menn í miðju ráni Lögreglan handtók þrjá karlmenn í nýbyggingu við Boðaþing, skammt frá Elliðavatni í Kópavogi í nótt, þar sem þeir fóru ránshendi í nýbyggingu. 13.2.2012 07:07 Loðnugangan komin vestur fyrir Höfn í Hornafirði Aðal loðnugangan er nú komin vestur fyrir Höfn í Hornafirði og nálgast Hrollauglseyjar. Þar eru nú að minnsta kosti tíu loðnuskip og eru að farin að veiða á grunninu og nota nú nætur í stað flottrolla. 13.2.2012 06:56 Minnihluti fylgjandi Vaðlaheiðargöngum Um 28 prósent landsmanna vilja að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga í ríkistryggðri einkaframkvæmd en 47 prósent eru því andvíg, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 13.2.2012 06:30 Tæplega 44 prósent vilja falla frá ákæru Þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort Alþingi eigi að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 13.2.2012 06:00 Rammaáætlun felur ekki í sér endanlega úthlutun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir ekki rétt að halda því fram að í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða felist endanleg úthlutun þeirra náttúrusvæða sem þar eru undir. Vinna við áætlunina er á lokaspretti og hún segir hana vera forgangsverkefni hjá sér og Oddnýju G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra. 13.2.2012 06:00 Minna ofbeldi í miðborginni Alls urðu 1.578 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2011 og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Til samanburðar urðu 982 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um nýskráningar og gjaldþrot sem birtar voru nýlega. 13.2.2012 05:00 Taldi sig eiga óuppgerð mál Karlmaðurinn sem varð fyrir hrottalegri árás á heimili sínu á Þórshöfn aðfaranótt sunnudags er ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. 13.2.2012 05:00 Tilgangurinn var ekki að valda skaða Karl á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið fyrir sprengjunni sem sprakk á Hverfisgötu, skammt frá Stjórnarráðinu, snemma að morgni 31. janúar síðastliðinn. Hann mun hafa verið einn að verki og hefur verið sleppt úr haldi. 13.2.2012 04:00 Vilja skýr svör um bótaskyldu Þrír bændur telja að Ísafjarðarbær beri ábyrgð á því tjóni sem þeir urðu fyrir af völdum díoxín-mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal. Lögmaður bændanna hefur skrifað Ísafjarðarbæ, sem átti og rak Funa, og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til bótaskyldu. 13.2.2012 04:00 Sammála um annað en ESB Stofnfundur nýrrar breiðfylkingar um framboð til næstu alþingiskosninga var haldinn í gær. Að fylkingunni standa auk annarra þingmenn Hreyfingarinnar, Borgarahreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn og ýmis grasrótarsamtök. 13.2.2012 03:00 Vill alhliða lög gegn mismunun Ísland þarf alhliða lög gegn mismunun og óháða jafnréttisnefnd til þess að hrinda ákvæðum laganna í framkvæmd. Þetta sagði mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Thomas Hammarberg, að lokinni tveggja daga heimsókn til Íslands. 13.2.2012 03:00 Fyrri stofnfundur Breiðfylkingarinnar haldinn í dag Í dag var haldinn stofnfundur Breiðfylkingarinnar sem fulltrúar Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins og fleiri aðila standa að. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir nú hópinn kanna hvort hægt verði að hefja samstarf undir formerkjum nýs stjórnmálaafls. 12.2.2012 20:15 Rúmur meirihluti vill Ólaf Ragnar áfram Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 12.2.2012 19:45 Flestir vildu að Blár Ópal myndi vinna: "Leiðinlegt fyrir sigurlagið“ "Það er skrýtið að þetta hafi ekki verið skýrara,“ segir Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er oftast kallaður, en hann samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni. 12.2.2012 18:46 Hundur fastur í neti - tækjabíll frá slökkviliðinu kallaður til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hund sem væri fastur í netadræsum við Ægisgarð um klukkan hálf ellefu í morgun. 12.2.2012 17:26 Tæplega 80 þúsund atkvæði greidd í Eurovison Alls voru greidd 79 þúsund atkvæði í Eurovision keppninni sem var sýnd á RÚV í gærkvöldi. Upplýsingar um það hvernig atkvæðin féllu eru ekki gefnar upp að svo stöddu, en samkvæmt upplýsingum frá RÚV voru dómnefndin og almenningur nokkuð samhljóma í vali sínu. 12.2.2012 13:51 Sjá næstu 50 fréttir
Steingrímur hóflega bjartsýnn á árangur í makrílviðræðum Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra segist í viðtali við netsíðuna Fish-Update, vera hóflega bjartsýnn á viðunandi árangur af fundi strandríkja um makríl, sem hefst í Reykjavík í dag. 14.2.2012 06:48
Skyndibílar verða jafnvel komnir á göturnar í haust Bílaleigur, olíufélög og bílaumboð funduðu með fyrirtækjum sem hafa áhuga á að kaupa þjónustu skyndibíla. Aðstandendur verkefnisins segja viðbrögðin hafa verið jákvæð og bílaleigur segja verkefnið spennandi. 14.2.2012 06:30
Spurt um málfrelsi kennara Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hvort setja ætti málfrelsi kennara skorður. Tilefni væri til að staldra við þegar grunnskólakennarar töluðu með þeim hætti að gæti verið særandi fyrir nemendur. 14.2.2012 06:30
Talinn ógna hagsmunum almennings Héraðsdómur Suðurnesja framlengdi á föstudag gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum manni sem talinn er hafa veitt öðrum manni alvarlega áverka með hnífi í Kópavogi aðfaranótt 3. febrúar. 14.2.2012 06:30
Bjargaði lífi 17 ára dóttur sinnar Sigurbjörg Jóhanna Gísladóttir var aðeins 17 ára þegar hún fékk hjartastopp á heimili sínu fyrir rúmu ári, en þökk sé réttum viðbrögðum föður hennar, Gísla Arnar Gíslasonar, hélt hún lífi. Í Íslandi í dag í kvöld var talað við feðginin og sögðu þau frá því hvernig röð tilviljana varð til þess að Sigurbjörg er á lífi í dag. Einnig var átakanleg upptaka af því þegar móðir Sigurbjargar hringdi í Neyðarlínuna spiluð. 13.2.2012 21:30
Contraband efst á lista yfir vinsælustu myndir ársins Contraband, nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er vinsælasta mynd ársins. Alls hefur myndin halað inn rúmlega 73 milljón dollurum á heimsvísu eða tæplega 9 milljörðum íslenskra króna. 13.2.2012 19:54
Þór og Mjölnir slá í gegn í Kóreu Íslenska teiknimyndin Hetjur Valhallar - Þór var frumsýnd í Suður- Kóreu fyrir helgina og hafa móttökurnar verið "hreint út sagt æðislegar,“ að sögn aðstandenda. "Myndin varð vinsælasta erlenda myndin í kvikmyndahúsum Suður-Kóreu þessa helgina og sló út ekki slakari myndir en Star Wars í þrívídd, War Horse, Tinker Tailor Soldier Spy og Happy Feet 2.“ 13.2.2012 16:39
Steingrímur við Sigmund Davíð: Æ, þegiðu Það kastaðist í kekki milli Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og stjórnarandstæðinga þegar Steingrímur var að stíga úr pontu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var að spyrja Steingrím út í afstöðu hans til Evrópumála og barst talið meðal annars að deilu Íslendinga við Evrópusambandið vegna makrílstofnsins. 13.2.2012 15:23
Tveir grunaðir um að hafa keypt vændi af 14 ára pilti Tveir fullorðnir karlmenn eru enn til rannsóknar vegna gruns um að hafa keypt vændi af fjórtán ára dreng. Þriðji maðurinn var fyrir helgina dæmdur fyrir að kaupa vændi af drengnum. Móðir piltsins telur þann dóm of vægan. 13.2.2012 18:48
Snorri ætlar að blogga og predika í leyfinu Snorri Óskarsson, grunnskólakennari á Akureyri, hefur verið sendur í hálfs árs launað leyfi vegna ummæla hans um samkynhneigð. Snorri ætlar að nýta leyfið til að predika. 13.2.2012 18:45
Sex þúsund sóttu um niðurfellingu skulda Heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna 110% leiðarinnar er um 7,4 milljarðar króna. Um sex þúsund umsóknir bárust um niðurfellingu á skuldum, sem er um þriðjungi minna en áætlað var í upphafi. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir vinnuna hafa gengið vel, en viðvarandi mikil verðbólga sé mikið áhyggjuefni. 13.2.2012 18:35
Kísilver í Helguvík í óvissu Áform um kísilver í Helguvík eru í uppnámi og gæti svo farið að samningum verði rift á næstu dögum og hætt við verkefnið. Ástæðan er krafa bandarískra fjárfesta um afslátt frá orkuverði. Til stóð að 150 manns fengju vinnu við smíði kísilversins, sem átti að hefjast í Helguvík í fyrrasumar. Það bólar hins vegar ekkert á framkvæmdum. 13.2.2012 18:20
Eldsneytisskattar hafa hækkað 100.000 kr á ári „Ég hef áhyggjur af því að þetta sé verða einhver lúxus að eiga bifreið." Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. 13.2.2012 17:35
Snorri í leyfi vegna ummæla um samkynhneigða Snorri Óskarsson, kennari á Akureyri sem oftast er kenndur við Betel, hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum vegna ummæla sinna um samkynhneigða á bloggsíðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ. 13.2.2012 16:43
Löggan stöðvaði 430 ökumenn - þrír voru ölvaðir Fjögur hundruð og þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í umferðareftirliti lögreglunnar um helgina. Að sögn lögreglu reyndust þrír ökumenn ölvaðir við stýrið og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Fjórum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum. Nokkra athygli vakti að ljósabúnaði allmargra ökutækja var ábótavant. 13.2.2012 16:35
Ólafur Elíasson vill bæta lífsgæði milljóna með sólarknúnum lampa Ólafur Elíasson segir listsköpun hafa sýnt sér hversu mikil áhrif hægt er að hafa á heiminn. Hann hefur nú stofnað fyrirtæki sem selur ódýrar sólarknúnar vörur til landa þar sem rafmagn er munaðarvara. 13.2.2012 16:00
Sara nýr formaður Stúdentaráðs Sara Sigurðardóttir var kjörin nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands á skiptafundi ráðsins í dag og hefur hún nú tekið við störfum af Lilju Dögg Jónsdóttur, fráfarandi formanni. Sara er oddviti Vöku sem vann meirihluta í Stúdentaráði fyrr í þessum mánuði. Hún er nemi við stjórnmálafræðideild og stefnir á að útskrifast vorið 2013. 13.2.2012 15:34
Eignarhald á íslenskum fjölmiðlum tekið saman Hin nýstofnaða Fjölmiðlanefnd hefur nú birt lista yfir eignarhald á Íslenskum fjölmiðlum. Lögum samkvæmt þurfa fjölmiðlar sem ekki eru leyfisskyldir að skrá sig auk þess sem allir leyfisskyldir og skráðir fjölmiðlar eiga að veita fjölmiðlanefnd upplýsingar um eignarhald. 13.2.2012 15:30
Halldór Gylfa faðmaði sviðsmanninn eftir óhappið "Ég er svona að koma til. Mér er svolítið illt í bakinu, er aumur og marinn, og get ekki verið á mikilli hreyfingu,“ segir Halldór Gylfason, leikari í Borgarleikhúsinu. Um helgina féll hann fjóra metra niður hlera sem opnaðist fyrir slysni þegar hann var að leika í sýningunni Galdrakarlinn í Oz. 13.2.2012 14:09
Jón Þórarinsson látinn Jón Þórarinsson tónskáld andaðist í gær í Reykjavík. Hann var á 95. aldursári. Hann starfaði lengi við Ríkisútvarpið og var einn af hvatamönnum að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Jón lætur eftir sig sjö uppkomin börn. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurjóna Jakobsdóttir. 13.2.2012 13:18
Vilja að krakkarnir komist í réttir Fræðslunefnd og sveitarstjórn Flóahrepps hafa sent inn formlegar athugasemdir til menntamálaráðuneytisinsþess efnis að dagsetningar samræmdra próf í grunnskólum landsins í haust stangist á við göngur og réttir hjá nemendum. Þetta kemur fram á fréttavefnum dfs.is. 13.2.2012 13:16
Býst við reisupassanum í dag Snorri Óskarsson, kennari við Brekkuskóla, býst við að fá reisupassann í dag vegna ummæla hans um samkynhneigð. Engu að síður telur hann uppsögn á grundvelli trúarskoðana brjóta í bága við stjórnarskrána. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu eftir að hann ritaði bloggfærslu þar sem sagði að samkynhneigð væri synd og að laun hennar væru dauði. Snorri hefur verið kallaður á fund síðdegis í Ráðhúsinu á Akureyri. Hann segist ekki vita nákvæmlega hvað honum verður kynnt á fundinum. 13.2.2012 12:46
Erum löngu búin með kvótann Engin kynslóð hefur rétt á að ákveða framtíðarskipan í virkjanamálum segja Andri Snær Magnason og María Ellingsen sem bæði eru í stjórn Framtíðarlandsins. Þau segja nóg hafa verið virkjað á Íslandi og vilja nýta landið á annan hátt, til dæmis með verndun. 13.2.2012 12:00
Dópuð mæðgin stálu folaldalundum úr Bónus Karlmaður gekk út úr verslun Bónus við Larsenstræti á Selfossi á laugardaginn með fangið fullt af folaldalundum sem hann hafði ekki greitt fyrir. 13.2.2012 11:06
Engin ákvörðun um áfrýjun í barnavændismálinu Ríkissaksóknari kannar nú hvort forsendur séu fyrir því að áfrýja dómi Héraðsdóms Vesturlands í kynferðisbrotamáli til Hæstaréttar. Dómurinn var kveðinn upp á fimmtudaginn, en karlmaður var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynmök við fjórtán ára gamlan pilt gegn greiðslu. 13.2.2012 10:27
Frægir deyja þegar fótboltamaður skorar mark "Þetta er ótrúlegt. Tölurnar geta komið manni á óvart í sambandi við hvað sem er en ég held að þetta geti allt eins verið tilviljun," segir Hermundur Rósinkranz, talnaspekingur og miðill. Stuðningsmenn Arsenal í Bretlandi tengja nú dauða söngdívunnar Whitney Houston við miðjumann liðsins, hinn velska Aaron Ramsey. 13.2.2012 10:24
Eigandinn veit ekkert hvernig bíllinn endaði í vatninu Allt er á huldu um það hvernig stendur á því að jeppa var ekið ofan í Vífilsstaðavatn. Jeppinn fannst um níuleytið í morgun. Lögreglan hefur haft samband við eiganda bílsins og gat hann engar skýringar gefið á því hvernig bíllinn endaði ofan í vatninu. 13.2.2012 10:10
Enginn í bílnum Enginn var i bílnum sem fannst um klukkan níu í morgun út í Vífilstaðavatni. Slökkviliðið sendi kafara að bílnum um leið og af honum fréttist. Kafarar fóru samstundis að bílnum og þá kom í ljós að hann var mannlaus. Kafararnir eru nú að að kanna vatnið í kringum bílinn og telja þeir sig sjá spor við bílinn. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu munu kafarar leita ofan í vatninu eitthvað fram eftir morgninum til þess að fullvissa sig um að enginn sé í því. Slökkviliðið er einnig farið að huga að því að koma bílnum úr vatninu. 13.2.2012 09:33
Bíll fannst í Vífilstaðavatni Slökkviliðið er statt á Vífilsstöðum og hafa kafarar verið sendir ofan í vatnið. Bíll fannst í vatninu nú rétt fyrir klukkan níu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var enginn í bílnum. Við segjum nánar frá þessu í fréttum í dag. 13.2.2012 09:01
Lögreglan handtók þrjá menn í miðju ráni Lögreglan handtók þrjá karlmenn í nýbyggingu við Boðaþing, skammt frá Elliðavatni í Kópavogi í nótt, þar sem þeir fóru ránshendi í nýbyggingu. 13.2.2012 07:07
Loðnugangan komin vestur fyrir Höfn í Hornafirði Aðal loðnugangan er nú komin vestur fyrir Höfn í Hornafirði og nálgast Hrollauglseyjar. Þar eru nú að minnsta kosti tíu loðnuskip og eru að farin að veiða á grunninu og nota nú nætur í stað flottrolla. 13.2.2012 06:56
Minnihluti fylgjandi Vaðlaheiðargöngum Um 28 prósent landsmanna vilja að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga í ríkistryggðri einkaframkvæmd en 47 prósent eru því andvíg, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 13.2.2012 06:30
Tæplega 44 prósent vilja falla frá ákæru Þjóðin er klofin í tvær jafnar fylkingar í afstöðu sinni til þess hvort Alþingi eigi að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 13.2.2012 06:00
Rammaáætlun felur ekki í sér endanlega úthlutun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir ekki rétt að halda því fram að í rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða felist endanleg úthlutun þeirra náttúrusvæða sem þar eru undir. Vinna við áætlunina er á lokaspretti og hún segir hana vera forgangsverkefni hjá sér og Oddnýju G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra. 13.2.2012 06:00
Minna ofbeldi í miðborginni Alls urðu 1.578 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2011 og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Til samanburðar urðu 982 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um nýskráningar og gjaldþrot sem birtar voru nýlega. 13.2.2012 05:00
Taldi sig eiga óuppgerð mál Karlmaðurinn sem varð fyrir hrottalegri árás á heimili sínu á Þórshöfn aðfaranótt sunnudags er ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. 13.2.2012 05:00
Tilgangurinn var ekki að valda skaða Karl á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið fyrir sprengjunni sem sprakk á Hverfisgötu, skammt frá Stjórnarráðinu, snemma að morgni 31. janúar síðastliðinn. Hann mun hafa verið einn að verki og hefur verið sleppt úr haldi. 13.2.2012 04:00
Vilja skýr svör um bótaskyldu Þrír bændur telja að Ísafjarðarbær beri ábyrgð á því tjóni sem þeir urðu fyrir af völdum díoxín-mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal. Lögmaður bændanna hefur skrifað Ísafjarðarbæ, sem átti og rak Funa, og óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til bótaskyldu. 13.2.2012 04:00
Sammála um annað en ESB Stofnfundur nýrrar breiðfylkingar um framboð til næstu alþingiskosninga var haldinn í gær. Að fylkingunni standa auk annarra þingmenn Hreyfingarinnar, Borgarahreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn og ýmis grasrótarsamtök. 13.2.2012 03:00
Vill alhliða lög gegn mismunun Ísland þarf alhliða lög gegn mismunun og óháða jafnréttisnefnd til þess að hrinda ákvæðum laganna í framkvæmd. Þetta sagði mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Thomas Hammarberg, að lokinni tveggja daga heimsókn til Íslands. 13.2.2012 03:00
Fyrri stofnfundur Breiðfylkingarinnar haldinn í dag Í dag var haldinn stofnfundur Breiðfylkingarinnar sem fulltrúar Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins og fleiri aðila standa að. Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir nú hópinn kanna hvort hægt verði að hefja samstarf undir formerkjum nýs stjórnmálaafls. 12.2.2012 20:15
Rúmur meirihluti vill Ólaf Ragnar áfram Rúmur meirihluti þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi aftur kost á sér í forsetaembættið. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 12.2.2012 19:45
Flestir vildu að Blár Ópal myndi vinna: "Leiðinlegt fyrir sigurlagið“ "Það er skrýtið að þetta hafi ekki verið skýrara,“ segir Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er oftast kallaður, en hann samdi lagið Stattu upp ásamt Axel Árnasyni. 12.2.2012 18:46
Hundur fastur í neti - tækjabíll frá slökkviliðinu kallaður til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hund sem væri fastur í netadræsum við Ægisgarð um klukkan hálf ellefu í morgun. 12.2.2012 17:26
Tæplega 80 þúsund atkvæði greidd í Eurovison Alls voru greidd 79 þúsund atkvæði í Eurovision keppninni sem var sýnd á RÚV í gærkvöldi. Upplýsingar um það hvernig atkvæðin féllu eru ekki gefnar upp að svo stöddu, en samkvæmt upplýsingum frá RÚV voru dómnefndin og almenningur nokkuð samhljóma í vali sínu. 12.2.2012 13:51