Innlent

Vilja að krakkarnir komist í réttir

Margir krakkar fara í réttir með fjölskyldu sinni á haustin.
Margir krakkar fara í réttir með fjölskyldu sinni á haustin. mynd/valgarður
Fræðslunefnd og sveitarstjórn Flóahrepps hafa sent inn formlegar athugasemdir til menntamálaráðuneytisinsþess efnis að dagsetningar samræmdra próf í grunnskólum landsins í haust stangist á við göngur og réttir hjá nemendum. Þetta kemur fram á fréttavefnum dfs.is.

Gert er ráð fyrir að samræmdu prófin hjá 4., 7. og 10. bekk í haust séu 17., 18. og 19. september. Sveitarstjórnin hefur óskað eftir að dagsetningarnar verði teknar til endurskoðunar. Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir í samtali við fréttavefinn að þetta sé sá tími sem göngur og réttir séu í gangi og að margir krakkar taki þátt í því. „Skólinn er líka tiltölulega nýbyrjaður á þessum tíma og því hefði maður haldið að önnur tímasetning hentaði betur fyrir krakkana til samræmdra könnunarprófa," segir hún í samtali við dfs.is.

Vefur dfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×