Jón Þórarinsson tónskáld andaðist í gær í Reykjavík. Hann var á 95. aldursári. Hann starfaði lengi við Ríkisútvarpið og var einn af hvatamönnum að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Jón lætur eftir sig sjö uppkomin börn. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurjóna Jakobsdóttir.
