Fleiri fréttir Rokkarar heimtuðu hættulegt rauðvín Nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar Motörhead mótmæltu ákvörðun vínbúðarinnar um að leyfa ekki sölu á víni merkt sveitinni, fyrir utan Vínbúðina í Skeifunni í dag. 11.2.2012 20:00 Fórnarlambið á Þórshöfn með mikla höfuðáverka Rúmlega sjötugur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri eftir alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu á Þórshöfn í nótt. 11.2.2012 19:30 Óvíst hvaða lög sprengjumaðurinn braut Karlmaður á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið sprengjunni fyrir skammt frá Stjórnarráði Íslands. Óvíst er hvaða refsingu hann á yfir höfði sér en svo gæti farið að hann fái einungis sekt. Innanríkisráðherra segir eftirlit hafa verið aukið við ákveðna staði eftir atvikið. 11.2.2012 18:30 Búist við hríðarveðri seint í kvöld Það hvessir af suðri seint í köld og hlýnar heldur. Á hæstu fjallvegum um landið vestanvert er búist við hríðarveðri frá því seint í kvöld og nótt, en slyddu og rigningu í byggð - og eins norðanlands með morgninum. Á norðanverðu Snæfellsnesi er spáð byljóttum vindi í nótt og hviðum allt að 30-35 m/s. 11.2.2012 17:35 Fimm sagt sig af lista Kópavogsbúa vegna óánægju Fimm hafa sagt sig úr Y-lista Kópavogsbúa eftir að Rannveig Ásgeirsdóttir myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi á fimmtudaginn. Alls áttu tólf manns sæti á listanum, sem á aðeins einn mann í bæjarstjórn. 11.2.2012 15:39 Útigangsmenn hrelldu börn á Klambratúni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að útigangsmenn hefði verið ofstopafullir og verið ógnandi við fólk sem gekk um Klambratúnið á milli tvö og þrjú í dag. Meðal annars hrelldu þeir börn sem urðu skelfd og burtu í grát. Mennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang. 11.2.2012 16:13 Ætlaði að slökkva á brunaboðanum en ræsti innbrotsboðann í staðinn Hann var óheppinn iðnaðarmaðurinn sem var að störfum á Kleppsspítala í morgun. Lögreglu bárust bæði bruna og innbrotsboð frá spítalanum rétt fyrir klukkan tólf í dag. Í ljós kom að iðnaðarmaður var við vinnu sína þegar brunaboðinn fór af stað. 11.2.2012 16:06 Skyndihjálparmaður Íslands bjargaði dóttur sinni Rauði kross Íslands hefur valið Gísla Örn Gíslason sem skyndihjálparmann ársins 2011 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra þann 29. janúar 2011. Gísli tók við viðurkenningu Rauða krossins í göngugötunni í verslunarmiðstöðinni Smáralind kl. 14:00 í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. 11.2.2012 15:02 Játning í sprengjumálinu Karlmaður á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið sprengju fyrir skammt frá Stjórnarráði Íslands fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var einn að verki. Málið telst upplýst og hefur manninum verið sleppt úr haldi. 11.2.2012 12:28 Braust inn til manns á áttræðisaldri og misþyrmdi hrottalega Rúmlega sjötugur karlmaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu á Þórshöfn í nótt. Karlmaður á þrítugsaldri braust inn til hans og misþyrmdi honum hrottalega samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 11.2.2012 10:45 Aukin þyngd sjúklinga hækkar kostnað vegna lyfja Aukin þyngd sjúklinga hefur hækkað kostnað Landspítalans vegna lyfja síðustu misseri. Munað getur nokkrum milljónum á einstökum lyfjameðferðum eftir þyngd fólks. Framkvæmdastjóri á spítalanum segir mikilvægt að huga að forvörnum þar sem þær geti sparað mikið. 11.2.2012 13:30 Karlmaður stunginn og svo færður í fangageymslu Karlmaður var stunginn í nótt í Hafnarfirði og handtók lögreglan fjóra menn vegna málsins. Hnífaárásin reyndist ekki lífshættuelg. Fíkniefni fundust á einum manninum og voru þeir svo allir færðir í fangageymslur. Þá var fórnarlambið einnig handtekið eftir að búið var að gera að sárum hans á slysadeild. 11.2.2012 09:29 Ákvörðun um gæsluvarðhald tekin í dag Lögreglan tekur ákvörðun um það síðar í dag hvort að krafist verði gæsluvarðahalds yfir karlmanni á áttræðisaldri sem handtekinn var í gær vegna sprengjumálsins. 11.2.2012 12:09 112-dagurinn haldinn í dag - vélmenni og sprengjubíll í Smáralindinni 112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum þjónustuna. 11.2.2012 11:47 Færð og aðstæður: Hálka víða á Suðurlandi Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum en snjóþekja á Lyngdalsheiði, en hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Hálka er í Kringum Vík. 11.2.2012 09:56 Fíkniefnasali á Menntavegi og grillaðir unglingar í Gvendargeisla Lögreglan hafði afskipti af fjórum unglingum við Gvendargeisla um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Grunur vaknaði um kannabisreykingar. Við leit fann lögreglan hassblandað tóbak á einum unglingnum. Málið var afgreitt á vettvangi, en vegna aldurs var haft samband við forráðamenn og barnavernd látin vita um aðstæður. 11.2.2012 09:45 Bíða Alþingis og fresta innheimtu Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir í minnisblaði til borgarráðs að borgin verði að lúta úrskurði yfirfasteignamatsnefndar um álagningu fasteignagjalda á hesthús. Samkvæmt úrskurðinum hafa hesthús í Reykjavík um árabil verið í röngum gjaldaflokki. Fasteignagjöldin hafa nú margfaldast. 11.2.2012 09:00 Óttast að verðmætar minjar endi í bræðslu Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis. 11.2.2012 08:30 Eftirlitsstofnun vill kröfur í lög fyrir marslok Íslensk stjórnvöld telja að nýtt frumvarp um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) muni innleiða ellefu svokallaðar „viðeigandi ráðstafanir“ varðandi fjárhags- og lagaumhverfi RÚV, verði það að lögum. 11.2.2012 08:00 Frumvarp um barnalög gamaldags Anja Cordes, lögfræðingur á sviði fjölskylduréttar í Danmörku, segir í viðtali við Fréttablaðið að frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á barnalögum sé úr takti við tímann. „Það er réttur barnsins að annað foreldrið geti ekki sparkað hinu út í kuldann.“ 11.2.2012 07:00 Hestarnir ómeiddir Ökumaður jeppa, sem var með hestakerru í eftirdragi, missti stjórn á bíl sínum klukkan rúmlega níu í kvöld í grennd við Grundartanga. Bíllinn valt nokkrar veltur en ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli og eru hestarnir einnig taldir hafa sloppið ómeiddir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var hálka á veginum. Fjarlægja þurfti jeppann með kranabifreið en hann er talinn vera ónýtur, sem og hestakerran. Komið var með aðra hestakerru til að ferja hestana í burtu. 10.2.2012 22:51 Von um úrræði Fjöldi heimila með lánsveð hjá ættingjum og vinum, sem hefur fallið á milli skips og bryggju í skuldaúrræðum stjórnvalda, gætu átt von á nýjum úrræðum. Sérstök ráðherranefnd er að útfæra leiðir til að mæta þeim hópi yfirveðsettra heimila sem hefur ekki notið 110 prósenta leiðarinnar. 10.2.2012 20:24 Stjórnmálafræðingur: Fylgi Lilju ekki fast í hendi Stjórnmálafræðingur segir fylgi við flokk Lilju Mósesdóttur í nýrri könnun ekki vera fast í hendi og sögulega hafi nýir flokkar oft fengið mikið fylgi í upphafi. Þá hafi Björt Framtíð ekki aðgreint sig nægilega frá öðrum flokkum og tapar á tengingu við Besta Flokkinn. 10.2.2012 19:19 Meira en helmingur þjóðarinnar vill kosningar í vor Meirihluti landsmanna vill að þing verði leyst upp og boðað til alþingiskosninga í vor. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Um tuttugu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina vilja kosningar. 10.2.2012 18:42 Myndbandið er ekki gabb - hellti upp á kaffi og tók svo upp "Þetta er alls ekki sviðsett af mér, það er alveg fráleitt. Þetta er ekkert gabb,“ segir Hjörtur E. Kjerúlf, sem tók myndbandið af meintum Lagarfljótsormi á dögunum. Um tvær og hálf milljón notenda á YouTube hefur séð myndbandið. 10.2.2012 17:53 Karl á áttræðisaldri í haldi vegna sprengjumálsins Karlmaður á áttræðisaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, grunaður um aðild að sprengjumálinu svokallaða, á Hverfisgötu um mánaðarmótin. Maðurinn var handtekinn í dag en lögregla hefur jafnframt lagt hald á ýmsan búnað sem tengist áðurnefndu máli. 10.2.2012 18:20 Á skilorð fyrir kynmök við barn Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvisvar haft kynmök við fjórtán ára gamlan pilt og greitt piltnum fyrir. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn í gær. Maðurinn játaði brot sín. 10.2.2012 17:17 Einstök ákvæði stjórnarskrár borin undir þjóðaratkvæði Stjórnarliðar vilja að þjóðin verði spurð álits á einstökum álitaefnum um stjórnarskrá í sumar. Ekki lögð fram heildstæð tillaga að stjórnarskrá. Þingnefnd vinni úr niðurstöðum. Sérfræðingar telja málið þurfa meiri tíma. 10.2.2012 17:15 Nýr flokkur aldrei fengið meira en 10% "Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. 10.2.2012 16:59 Ögmundur vill sjá hvað hangir á spýtunni í Nubo málinu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki hafa fylgst með þeim samningaviðræðum sem nú eru í gangi á milli sveitarfélagsins Norðurþings og kínverska auðkýfingsins Huang Nubo. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að Norðurþing íhugi að kaupa Grímsstaði á fjöllum með láni frá Nubo og leigja honum hana síðan. 10.2.2012 16:55 Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10.2.2012 15:59 Ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina Vetrarhátíð í Reykjavík er gengin í garð og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur þátt um helgina. Gestum er boðið í garðinn sér að kostnaðarlausu á milli klukkan tíu og tólf á laugardag og sunnudag. Eftir hádegi gildir hinsvegar gjaldskrá eins og venjulega. Ýmislegt er í boði í garðinum og geta gestir fengið innsýn inn í hvernig dýr sjá umhverfi sitt í myrkri. 10.2.2012 14:56 Ástæða til að stöðva útflutning á munum Ástæða þykir til að stöðva útflutning á nokkrum munum sem P&H Jewellers hafði keypt af Íslendingum. Þetta var niðurstaða safnaráðs sem hittu fulltrúa fyrirtækisins í dag. Safnaráð kom á fundinum með fyrirtækinu í tilefni af auglýsingu í Fréttablaðinu á laugardaginn þar sem fólk var hvatt til að koma með gull og skartgripi til mats og mögulegrar sölu hjá fyrirtækinu. 10.2.2012 13:36 Fréttaskýring: Ármann valdamestur sjálfstæðismanna Á þriðjudaginn 14. febrúar mun Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, verða formlega bæjarstjóri í sveitarfélaginu, sem er hið næst stærsta á landinu á eftir Reykjavík með 30.779 íbúa samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ármann verður með þessu valdamesti kjörni fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, þegar mið er tekið af fjölda íbúa sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er við stýrið og þeirri staðreynd að flokkurinn er ekki við stjórnartaumana í landsmálunum. 10.2.2012 13:30 Átta mánaða fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína, taka hana hálstaki, skella henni utan í veggi og hrinda henni í gólfið. Árásin mun hafa átt sér stað á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur í október árið 2010. Maðurinn neitaði sök og sagði að konan hefði komið á heimili sitt og dottið þegar hann var að beina henni út og haldið henni á lofti við það. Dómurinn tók þeim skýringum mannsins ekki trúanlega. Maðurinn hefur tvisvar verið dæmdur fyrir líkamsárásir og var á skilorði þegar hann braut gegn fyrrverandi sambýliskonunni. 10.2.2012 13:20 Milljónir hafa séð Lagarfljótsorminn á YouTube Tvær og hálf milljón notenda YouTube hefur nú séð myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf tók við Lagarfljót á dögunum. Ríkisútvarpið sýndi myndskeiðið á dögunum en síðan þá hafa margir af stærstu miðlum heims tekið fréttina upp. 10.2.2012 12:42 Segir aðra kosti hafa verið í stöðunni Fullyrðingar Rannveigar Ásgeirsdóttur, oddvita Lista Kópavogsbúa, um að engin kostur annar hafi verið í stöðunni en að mynda meirihluta með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum eru út í hött. Þetta fullyrðir Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, í tilkynningu sem hann sendi fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og VG. Hafsteinn segir að Samfylkingin, Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafi boðið Lista Kópavogsbúa að minnsta kosti tvívegis í samstarf en Rannveig hafi ekki sýnt því neinn áhuga og neitað að taka þátt í slíkum viðræðum. 10.2.2012 12:16 Ólafur Ragnar með opið hús Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði milli klukkan fjögur og átta í dag. Gestum býðst að skoða bæði Bessastaðastofu og Bessastaðakirkju. 10.2.2012 11:50 Tjónum á lögreglubílum hefur fækkað umtalsvert Lögreglubílar á Íslandi lentu 80 sinnum í tjóni á síðasta ári. Kostnaður vegna þessa nam 7,3 milljónum króna. Tjónum hefur fækkað mikið síðustu ár en árið 2007 voru þau 140 talsins og 168 árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa eftirlit með öllu því er varðar ökutæki og tækjabúnað lögreglunnar. Í skýrslu hópsins sem nú er komin út segir að það sé mat manna að þessa fækkun tjóna megi meðal annars rekja til þess að akstur lögreglubíla hefur dregist verulega saman og að námskeið í forgangsakstri hafi skilað árangri. Aðhald frá starfshópnum hefur einnig skilað árangri. 10.2.2012 11:33 Hjallastefna til Vestmannaeyja Hjallastefnan er á leið til Vestmannaeyja. Bætist þá ellefti skólinn við þá tíu leikskóla sem þegar eru reknir undir merkjum Hjallastefnunnar víða um land. Þetta var ljóst þegar bæjarráð Vestmannaeyja ákvað að taka tilboði Hjallastefnunnar í rekstur leikskólans Sóla. Tilboðið var það lægsta sem barst í útboði. 10.2.2012 11:00 Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10.2.2012 10:29 Barnaheill fá styrk til uppbyggingarstarfs í Norður-Úganda Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið 3,3 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrir menntunar- og uppbyggingastarf sitt í Pader- og Agogo-héruðum í Norður-Úganda. Í tilkynningu frá samtökunum segir að styrkurinn verði nýttur til að bæta næringu þeirra barna sem sækja skóla samtakanna á þessu svæði. 10.2.2012 10:07 Trésmiður fær ekki bætur eftir vinnuslys Pólskur trésmiður sem krafðist tæplega 35 milljóna króna bóta frá Sjóvá - Almennum eftir vinnuslys sem hann varð fyrir í starfi hjá Ístaki á ekki rétt á bótunum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í morgun. Maðurinn varð óvinnufær í tvö ár og hlaut 25% varanlega örorku eftir að hann féll úr stiga við vinnu sína árið 2008. 10.2.2012 09:59 Skatturinn skoðar fjármál Jens Einn lýtalæknir er nú formlega til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hér um að ræða Jens Kjartansson. 10.2.2012 09:30 Tónlistarsmekkur ráði ekki úrvalinu í ÁTVR Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi. 10.2.2012 09:30 Sjá næstu 50 fréttir
Rokkarar heimtuðu hættulegt rauðvín Nokkrir aðdáendur hljómsveitarinnar Motörhead mótmæltu ákvörðun vínbúðarinnar um að leyfa ekki sölu á víni merkt sveitinni, fyrir utan Vínbúðina í Skeifunni í dag. 11.2.2012 20:00
Fórnarlambið á Þórshöfn með mikla höfuðáverka Rúmlega sjötugur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri eftir alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu á Þórshöfn í nótt. 11.2.2012 19:30
Óvíst hvaða lög sprengjumaðurinn braut Karlmaður á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið sprengjunni fyrir skammt frá Stjórnarráði Íslands. Óvíst er hvaða refsingu hann á yfir höfði sér en svo gæti farið að hann fái einungis sekt. Innanríkisráðherra segir eftirlit hafa verið aukið við ákveðna staði eftir atvikið. 11.2.2012 18:30
Búist við hríðarveðri seint í kvöld Það hvessir af suðri seint í köld og hlýnar heldur. Á hæstu fjallvegum um landið vestanvert er búist við hríðarveðri frá því seint í kvöld og nótt, en slyddu og rigningu í byggð - og eins norðanlands með morgninum. Á norðanverðu Snæfellsnesi er spáð byljóttum vindi í nótt og hviðum allt að 30-35 m/s. 11.2.2012 17:35
Fimm sagt sig af lista Kópavogsbúa vegna óánægju Fimm hafa sagt sig úr Y-lista Kópavogsbúa eftir að Rannveig Ásgeirsdóttir myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi á fimmtudaginn. Alls áttu tólf manns sæti á listanum, sem á aðeins einn mann í bæjarstjórn. 11.2.2012 15:39
Útigangsmenn hrelldu börn á Klambratúni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að útigangsmenn hefði verið ofstopafullir og verið ógnandi við fólk sem gekk um Klambratúnið á milli tvö og þrjú í dag. Meðal annars hrelldu þeir börn sem urðu skelfd og burtu í grát. Mennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang. 11.2.2012 16:13
Ætlaði að slökkva á brunaboðanum en ræsti innbrotsboðann í staðinn Hann var óheppinn iðnaðarmaðurinn sem var að störfum á Kleppsspítala í morgun. Lögreglu bárust bæði bruna og innbrotsboð frá spítalanum rétt fyrir klukkan tólf í dag. Í ljós kom að iðnaðarmaður var við vinnu sína þegar brunaboðinn fór af stað. 11.2.2012 16:06
Skyndihjálparmaður Íslands bjargaði dóttur sinni Rauði kross Íslands hefur valið Gísla Örn Gíslason sem skyndihjálparmann ársins 2011 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra þann 29. janúar 2011. Gísli tók við viðurkenningu Rauða krossins í göngugötunni í verslunarmiðstöðinni Smáralind kl. 14:00 í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn. 11.2.2012 15:02
Játning í sprengjumálinu Karlmaður á áttræðisaldri hefur játað að hafa komið sprengju fyrir skammt frá Stjórnarráði Íslands fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var einn að verki. Málið telst upplýst og hefur manninum verið sleppt úr haldi. 11.2.2012 12:28
Braust inn til manns á áttræðisaldri og misþyrmdi hrottalega Rúmlega sjötugur karlmaður liggur þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir alvarlega líkamsárás sem hann varð fyrir á heimili sínu á Þórshöfn í nótt. Karlmaður á þrítugsaldri braust inn til hans og misþyrmdi honum hrottalega samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 11.2.2012 10:45
Aukin þyngd sjúklinga hækkar kostnað vegna lyfja Aukin þyngd sjúklinga hefur hækkað kostnað Landspítalans vegna lyfja síðustu misseri. Munað getur nokkrum milljónum á einstökum lyfjameðferðum eftir þyngd fólks. Framkvæmdastjóri á spítalanum segir mikilvægt að huga að forvörnum þar sem þær geti sparað mikið. 11.2.2012 13:30
Karlmaður stunginn og svo færður í fangageymslu Karlmaður var stunginn í nótt í Hafnarfirði og handtók lögreglan fjóra menn vegna málsins. Hnífaárásin reyndist ekki lífshættuelg. Fíkniefni fundust á einum manninum og voru þeir svo allir færðir í fangageymslur. Þá var fórnarlambið einnig handtekið eftir að búið var að gera að sárum hans á slysadeild. 11.2.2012 09:29
Ákvörðun um gæsluvarðhald tekin í dag Lögreglan tekur ákvörðun um það síðar í dag hvort að krafist verði gæsluvarðahalds yfir karlmanni á áttræðisaldri sem handtekinn var í gær vegna sprengjumálsins. 11.2.2012 12:09
112-dagurinn haldinn í dag - vélmenni og sprengjubíll í Smáralindinni 112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum þjónustuna. 11.2.2012 11:47
Færð og aðstæður: Hálka víða á Suðurlandi Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum en snjóþekja á Lyngdalsheiði, en hálkublettir eru víðast hvar á Suðurlandi. Hálka er í Kringum Vík. 11.2.2012 09:56
Fíkniefnasali á Menntavegi og grillaðir unglingar í Gvendargeisla Lögreglan hafði afskipti af fjórum unglingum við Gvendargeisla um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Grunur vaknaði um kannabisreykingar. Við leit fann lögreglan hassblandað tóbak á einum unglingnum. Málið var afgreitt á vettvangi, en vegna aldurs var haft samband við forráðamenn og barnavernd látin vita um aðstæður. 11.2.2012 09:45
Bíða Alþingis og fresta innheimtu Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir í minnisblaði til borgarráðs að borgin verði að lúta úrskurði yfirfasteignamatsnefndar um álagningu fasteignagjalda á hesthús. Samkvæmt úrskurðinum hafa hesthús í Reykjavík um árabil verið í röngum gjaldaflokki. Fasteignagjöldin hafa nú margfaldast. 11.2.2012 09:00
Óttast að verðmætar minjar endi í bræðslu Safnaráð tók skeiðar og skart úr silfri af breskum kaupmanni sem hugðist fara með góssið úr landi. Nú verður metið hvort um dýrmætar menningarsögulegar minjar sé að ræða. Sérfræðingar óttast að slíkir hlutir séu bræddir hérlendis. 11.2.2012 08:30
Eftirlitsstofnun vill kröfur í lög fyrir marslok Íslensk stjórnvöld telja að nýtt frumvarp um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) muni innleiða ellefu svokallaðar „viðeigandi ráðstafanir“ varðandi fjárhags- og lagaumhverfi RÚV, verði það að lögum. 11.2.2012 08:00
Frumvarp um barnalög gamaldags Anja Cordes, lögfræðingur á sviði fjölskylduréttar í Danmörku, segir í viðtali við Fréttablaðið að frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á barnalögum sé úr takti við tímann. „Það er réttur barnsins að annað foreldrið geti ekki sparkað hinu út í kuldann.“ 11.2.2012 07:00
Hestarnir ómeiddir Ökumaður jeppa, sem var með hestakerru í eftirdragi, missti stjórn á bíl sínum klukkan rúmlega níu í kvöld í grennd við Grundartanga. Bíllinn valt nokkrar veltur en ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli og eru hestarnir einnig taldir hafa sloppið ómeiddir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi var hálka á veginum. Fjarlægja þurfti jeppann með kranabifreið en hann er talinn vera ónýtur, sem og hestakerran. Komið var með aðra hestakerru til að ferja hestana í burtu. 10.2.2012 22:51
Von um úrræði Fjöldi heimila með lánsveð hjá ættingjum og vinum, sem hefur fallið á milli skips og bryggju í skuldaúrræðum stjórnvalda, gætu átt von á nýjum úrræðum. Sérstök ráðherranefnd er að útfæra leiðir til að mæta þeim hópi yfirveðsettra heimila sem hefur ekki notið 110 prósenta leiðarinnar. 10.2.2012 20:24
Stjórnmálafræðingur: Fylgi Lilju ekki fast í hendi Stjórnmálafræðingur segir fylgi við flokk Lilju Mósesdóttur í nýrri könnun ekki vera fast í hendi og sögulega hafi nýir flokkar oft fengið mikið fylgi í upphafi. Þá hafi Björt Framtíð ekki aðgreint sig nægilega frá öðrum flokkum og tapar á tengingu við Besta Flokkinn. 10.2.2012 19:19
Meira en helmingur þjóðarinnar vill kosningar í vor Meirihluti landsmanna vill að þing verði leyst upp og boðað til alþingiskosninga í vor. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Um tuttugu prósent þeirra sem styðja ríkisstjórnina vilja kosningar. 10.2.2012 18:42
Myndbandið er ekki gabb - hellti upp á kaffi og tók svo upp "Þetta er alls ekki sviðsett af mér, það er alveg fráleitt. Þetta er ekkert gabb,“ segir Hjörtur E. Kjerúlf, sem tók myndbandið af meintum Lagarfljótsormi á dögunum. Um tvær og hálf milljón notenda á YouTube hefur séð myndbandið. 10.2.2012 17:53
Karl á áttræðisaldri í haldi vegna sprengjumálsins Karlmaður á áttræðisaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, grunaður um aðild að sprengjumálinu svokallaða, á Hverfisgötu um mánaðarmótin. Maðurinn var handtekinn í dag en lögregla hefur jafnframt lagt hald á ýmsan búnað sem tengist áðurnefndu máli. 10.2.2012 18:20
Á skilorð fyrir kynmök við barn Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvisvar haft kynmök við fjórtán ára gamlan pilt og greitt piltnum fyrir. Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn í gær. Maðurinn játaði brot sín. 10.2.2012 17:17
Einstök ákvæði stjórnarskrár borin undir þjóðaratkvæði Stjórnarliðar vilja að þjóðin verði spurð álits á einstökum álitaefnum um stjórnarskrá í sumar. Ekki lögð fram heildstæð tillaga að stjórnarskrá. Þingnefnd vinni úr niðurstöðum. Sérfræðingar telja málið þurfa meiri tíma. 10.2.2012 17:15
Nýr flokkur aldrei fengið meira en 10% "Þetta er vísbending um mikla óánægju með fjórflokkana,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um nýja könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Könnunin sýnir að Samstaða, nýr flokkur Lilju Mósesdóttur fær yfir 20% fylgi og fengi og 14 þingmenn kjörna. 10.2.2012 16:59
Ögmundur vill sjá hvað hangir á spýtunni í Nubo málinu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki hafa fylgst með þeim samningaviðræðum sem nú eru í gangi á milli sveitarfélagsins Norðurþings og kínverska auðkýfingsins Huang Nubo. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að Norðurþing íhugi að kaupa Grímsstaði á fjöllum með láni frá Nubo og leigja honum hana síðan. 10.2.2012 16:55
Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10.2.2012 15:59
Ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina Vetrarhátíð í Reykjavík er gengin í garð og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn tekur þátt um helgina. Gestum er boðið í garðinn sér að kostnaðarlausu á milli klukkan tíu og tólf á laugardag og sunnudag. Eftir hádegi gildir hinsvegar gjaldskrá eins og venjulega. Ýmislegt er í boði í garðinum og geta gestir fengið innsýn inn í hvernig dýr sjá umhverfi sitt í myrkri. 10.2.2012 14:56
Ástæða til að stöðva útflutning á munum Ástæða þykir til að stöðva útflutning á nokkrum munum sem P&H Jewellers hafði keypt af Íslendingum. Þetta var niðurstaða safnaráðs sem hittu fulltrúa fyrirtækisins í dag. Safnaráð kom á fundinum með fyrirtækinu í tilefni af auglýsingu í Fréttablaðinu á laugardaginn þar sem fólk var hvatt til að koma með gull og skartgripi til mats og mögulegrar sölu hjá fyrirtækinu. 10.2.2012 13:36
Fréttaskýring: Ármann valdamestur sjálfstæðismanna Á þriðjudaginn 14. febrúar mun Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, verða formlega bæjarstjóri í sveitarfélaginu, sem er hið næst stærsta á landinu á eftir Reykjavík með 30.779 íbúa samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ármann verður með þessu valdamesti kjörni fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, þegar mið er tekið af fjölda íbúa sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er við stýrið og þeirri staðreynd að flokkurinn er ekki við stjórnartaumana í landsmálunum. 10.2.2012 13:30
Átta mánaða fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína, taka hana hálstaki, skella henni utan í veggi og hrinda henni í gólfið. Árásin mun hafa átt sér stað á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur í október árið 2010. Maðurinn neitaði sök og sagði að konan hefði komið á heimili sitt og dottið þegar hann var að beina henni út og haldið henni á lofti við það. Dómurinn tók þeim skýringum mannsins ekki trúanlega. Maðurinn hefur tvisvar verið dæmdur fyrir líkamsárásir og var á skilorði þegar hann braut gegn fyrrverandi sambýliskonunni. 10.2.2012 13:20
Milljónir hafa séð Lagarfljótsorminn á YouTube Tvær og hálf milljón notenda YouTube hefur nú séð myndbandið sem Hjörtur Kjerúlf tók við Lagarfljót á dögunum. Ríkisútvarpið sýndi myndskeiðið á dögunum en síðan þá hafa margir af stærstu miðlum heims tekið fréttina upp. 10.2.2012 12:42
Segir aðra kosti hafa verið í stöðunni Fullyrðingar Rannveigar Ásgeirsdóttur, oddvita Lista Kópavogsbúa, um að engin kostur annar hafi verið í stöðunni en að mynda meirihluta með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum eru út í hött. Þetta fullyrðir Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, í tilkynningu sem hann sendi fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og VG. Hafsteinn segir að Samfylkingin, Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafi boðið Lista Kópavogsbúa að minnsta kosti tvívegis í samstarf en Rannveig hafi ekki sýnt því neinn áhuga og neitað að taka þátt í slíkum viðræðum. 10.2.2012 12:16
Ólafur Ragnar með opið hús Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði milli klukkan fjögur og átta í dag. Gestum býðst að skoða bæði Bessastaðastofu og Bessastaðakirkju. 10.2.2012 11:50
Tjónum á lögreglubílum hefur fækkað umtalsvert Lögreglubílar á Íslandi lentu 80 sinnum í tjóni á síðasta ári. Kostnaður vegna þessa nam 7,3 milljónum króna. Tjónum hefur fækkað mikið síðustu ár en árið 2007 voru þau 140 talsins og 168 árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa eftirlit með öllu því er varðar ökutæki og tækjabúnað lögreglunnar. Í skýrslu hópsins sem nú er komin út segir að það sé mat manna að þessa fækkun tjóna megi meðal annars rekja til þess að akstur lögreglubíla hefur dregist verulega saman og að námskeið í forgangsakstri hafi skilað árangri. Aðhald frá starfshópnum hefur einnig skilað árangri. 10.2.2012 11:33
Hjallastefna til Vestmannaeyja Hjallastefnan er á leið til Vestmannaeyja. Bætist þá ellefti skólinn við þá tíu leikskóla sem þegar eru reknir undir merkjum Hjallastefnunnar víða um land. Þetta var ljóst þegar bæjarráð Vestmannaeyja ákvað að taka tilboði Hjallastefnunnar í rekstur leikskólans Sóla. Tilboðið var það lægsta sem barst í útboði. 10.2.2012 11:00
Lilja hrærð yfir viðbrögðunum Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, nýs stjórnmálaafls sem hyggst bjóða fram í þingkosningum að ári, segir niðurstöður í nýrri könnun koma sér og flokksfélögum á óvart. Flokkurinn mældist með 21,3% fylgi í könnun sem Fréttablaðið birtir í dag og var framkvæmd i gær og í fyrradag. Samkvæmt niðurstöðunum fengi flokkurinn fjórtán þingmenn kjörna. 10.2.2012 10:29
Barnaheill fá styrk til uppbyggingarstarfs í Norður-Úganda Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa fengið 3,3 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu fyrir menntunar- og uppbyggingastarf sitt í Pader- og Agogo-héruðum í Norður-Úganda. Í tilkynningu frá samtökunum segir að styrkurinn verði nýttur til að bæta næringu þeirra barna sem sækja skóla samtakanna á þessu svæði. 10.2.2012 10:07
Trésmiður fær ekki bætur eftir vinnuslys Pólskur trésmiður sem krafðist tæplega 35 milljóna króna bóta frá Sjóvá - Almennum eftir vinnuslys sem hann varð fyrir í starfi hjá Ístaki á ekki rétt á bótunum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í morgun. Maðurinn varð óvinnufær í tvö ár og hlaut 25% varanlega örorku eftir að hann féll úr stiga við vinnu sína árið 2008. 10.2.2012 09:59
Skatturinn skoðar fjármál Jens Einn lýtalæknir er nú formlega til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hér um að ræða Jens Kjartansson. 10.2.2012 09:30
Tónlistarsmekkur ráði ekki úrvalinu í ÁTVR Formaður efnahags- og skattanefndar segir ÁTVR seilast langt eftir rökum fyrir því að banna rauðvín merkt Motörhead og hvetur til hófs. Löggjöf um vöruval hafi ekki haft þennan tilgang. Talsmaður ÁTVR stingur upp á breyttu verklagi. 10.2.2012 09:30