Fleiri fréttir Fundu verulegt magn þýfis í fimm húsleitum Þrír menn voru handteknir þegar verulegt magn þýfis fannst við húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var leitað á fimm stöðum og hefur þýfið þegar verið tengt við muni sem stolið var í sjö til átta innbrotum í umdæminu. Lögregla segir einnig viðbúið að munir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu. 1.2.2012 12:10 Viðbúnaðarstig á Reykjavíkurflugvelli vegna bilunar í aðvörunarbúnaði Viðbúnaðarstigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands í aðflugi tilkynnti um viðvörunarljós í mælaborði. 1.2.2012 11:16 Ránið í Árbænum upplýst: Samskipti við unglingsstúlku rannsökuð frekar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í Árbæ á sunnudagskvöld og hafa tvö ungmenni, 18 ára piltur og 16 ára stúlka, játað sök í málinu. 1.2.2012 11:06 Ferðafólk sagt trufla útgerð Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir ekki áform skipulagsnefndar um að stækka blandað svæði fyrir hafnarstarfsemi og verslun og þjónustu á kostnað hreins hafnarsvæðis á Húsavík. 1.2.2012 11:00 Fórnarlamb mansals súludansari á Goldfinger Fórnarlamb mansals hér á landi starfar sem súludansmey á nektarstaðnum Goldfinger. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Davíðsson í samtali við blaðið DV í dag. Þar kemur fram að konan hafi yfirgefið vernd mansalsteymis hér á landi og endað á Goldfinger. 1.2.2012 10:19 Ólafur og Dorrit skoða mörgæsir Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief eru nú stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Á vef forsetaembættisins hefur þessi mynd nú verið birt sem sýnir Ólaf og Dorrit ásamt fjölda mörgæsa. 1.2.2012 09:51 Stálu umferðarmerkjum fyrir tæpa milljón - lögreglan undrandi Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði urðu heldur betur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 umferðarmerkjum úr Bolungarvíkurgöngunum og tveim umferðarmerkjum af þjóðveginum við Vatnsfjarðarháls inni í Djúpi. 1.2.2012 09:48 Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð í Ölfusi Lögreglan á Selfossi stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúðarhúsi í Ölfusi í gærkvöldi og lagði hald á 75 plöntur á öllum stigum ræktunar. 1.2.2012 07:23 Skriðuföll loka veginum við Þvottárskriður Vegurinn um Þvottárskriður á Suðausturlandi er lokaður um óákveðinn tíma vegna skriðufalla sem rekja má til mikillar rigningar. 1.2.2012 07:16 Frekari hækkanir framundan hjá hinu opinbera Samtök verslunar og þjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýna bæði frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, sem myndi fela í sér verulegar hækkanir á þjónustu. 1.2.2012 07:13 Línur skýrast í Kópavogi í dag Það skýrist væntanlega í dag hvort Samfylkingin og Vinstri grænir annarsvegar og Sjálfstæðismenn hinsvegar, ná samkomulagi um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Kópavogs. 1.2.2012 07:04 Umferðarskiltum stolið úr göngum Tólf umferðarmerkjum hefur verið stolið úr hinum nýju Bolungarvíkurgöngum, en ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Þá hefur tveimur merkjum til viðbótar verið stolið af þjóðveginum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á bb.is. 1.2.2012 07:00 Lögreglumaður nær ekinn niður við Gullinbrú Minnstu munaði að lögreglumaður yrði ekinn niður við Gullinbrú í Grafarvogi í gærkvöldi, en honum tókst á síðustu stundu að kasta sér aftruábak og féll við það. Við það missti hann stórt vasaljós, sem lenti á bílnum. 1.2.2012 06:50 Kópavogur friðlýsir hluta Skerjafjarðar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest friðlýsingu Kópavogsbæjar á þeim hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka sveitarfélagsins. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis sem nær til fjara og grunnsævis fjarðarins. 1.2.2012 06:30 Stofna nýtt kvenfélag í dag Nýtt kvenfélag verður stofnað í Reykjavík í dag, á degi kvenfélagskonunnar og stofndegi Kvenfélagasambands Íslands. Dagur kvenfélagskonunnar var fyrst haldinn fyrir tveimur árum til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil. Í tilefni af deginum verður Kvenfélagasambandið með opið hús í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum milli 16.30 og 18.30 í dag. Þá verður haldinn stofnfundur í nýju kvenfélagi, og geta þær konur sem vilja gerst stofnfélagar. 1.2.2012 06:00 Eftirlitskerfið brást Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. 1.2.2012 05:00 Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. 1.2.2012 05:00 Drýgir tekjurnar á spúandi Drottningu "Grafan var til hérna í nágrenninu en var ógangfær og allt fast í henni. Við fengum hana fyrir slikk en það fór mikill peningur og vinna í að taka hana í gegn,“ segir Eggert Sigurður Kristjánsson, 27 ára Hólmvíkingur, sem tók upp á því ásamt pabba sínum, að taka í gegn gamla gröfu og búa til snjómokstursvél. 1.2.2012 05:00 Vilja fleiri daga í Elliðaánum Vegna gríðarlegrar ásóknar félagsmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í veiðileyfi í Elliðaánum fyrir næsta sumar vill félagið fá að lengja veiðitímabilið frá því sem verið hefur á næstliðnum árum. 1.2.2012 05:00 Verja skjólstæðinga gegn fjölmiðlum Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkur segir það ekki hlutverk sviðsins að finna viðmælendur fyrir fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari Huldu Styrmisdóttur vegna fyrirspurnar í borgarráði eftir frétt Ríkisútvarpsins um að lagt hefði verið fyrir starfsmenn velferðarsviðs að svara ekki fjölmiðlum sjálfir. 1.2.2012 04:00 Lára Margrét Ragnarsdóttir látin Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látin 64 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á sunnudag. Lára skilur eftir sig þrjú uppkomin börn. 1.2.2012 00:01 Leggjast gegn breytingum á Fríkirkjuvegi Húsafriðunarnefnd vill að innra byrði hússins að Fríkirkjuvegi 11 verði friðað. Nefndin bókaði þetta í fundargerð á síðasta fundi sínum eftir að Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hafði lagt fram beiðni um breytingar og endurbætur á húsinu. 31.1.2012 21:42 Ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt Það er ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt. Ástæðan er sú að brauðrist ber ekki vörugjöld en samlokugrill bera vörugjöld. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á þessu í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að vörugjöldin séu fáránleg og menn hafi gert sér grein fyrir því um allnokkurt skeið. Hins vegar sé erfitt að afnema þau vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. "Það er vörugjald á vöfflujárnum en ekki pönnukökupönnum. Kaffivélar bera ekki vörugjald en hraðsuðukönnur bera 25% vörugjald. Það virðist því vera dýrara að drekka te en kaffi,“ segir Magnús Orri. 31.1.2012 19:33 Eyjamenn snöggir að hala inn fyrir Landeyjahöfn og nýrri ferju Gjaldeyristekjur sem Vestmannaeyingar skapa á tíu vikna loðnuvertíð stefna í að verða álíka miklar og kostnaður við bæði Landeyjahöfn og nýjan Herjólf. Skip Vinnslustöðvarinnar, Sighvatur Bjarnason, sést hér sigla inn til Vestmannaeyja síðastliðið laugardagskvöld með tólfhundruð tonn af loðnu en skipið er síðan aftur væntanlegt í nótt með annað eins. 31.1.2012 19:07 Vinkona Vítisengla handtekin með fíkniefni og vopn Kona á þrítugsaldri, sem tengist meðlimum Hells Angels, var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grunur lék á að hún væri undir áhrifum fíkniefna. Í bíl hennar fundust ennfremur um 200 grömm af efni sem talið er vera amfetamín en lögregla álítur að það hafi verið ætlað til sölu. Í framhaldinu var leitað á heimili konunnar en þar var lagt hald á bæði hnífa og hnúajárn sem og búnað frá lögreglu. Konan var látin laus eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. 31.1.2012 17:53 Vitna leitað vegna sprengjunnar sem sprakk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík í morgun. Aðili sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötunni, fyrir klukkan sjö, er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram. Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005. 31.1.2012 17:14 Vilhjálmur vill Vaðlaheiðargöng í gang Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óskandi að Alþingi finni flöt á því að koma framkvæmd Vaðlaheiðarganga af stað. Hann segir afar litla áhættu fyrir ríkissjóð í málinu miðað við það sem hann kallar samfélagslega þýðingu ganganna. 31.1.2012 16:54 PIP-málið á þingi - betra að láta IKEA sjá um innköllunina Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins. 31.1.2012 16:41 Heimavarnarliðið sver af sér sprengjumálið „Það var enginn úr okkar hópi sem kom að þessu," segir Páll Heiðar Magnússon Aadnegar, sem er í Heimavarnarliðinu svokallaða, en uppi var sú kjaftasaga að það væri einhver meðlimur félagskaparins sem hefði búið til sprengju og sprengt á Hverfisgötunni snemma í morgun. 31.1.2012 16:34 Sprengjan var „alvöru græja“ „Þetta var engin flugeldaterta,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu spurður út í sprengjumálið í morgun. Hann segir von á tilkynningu frá lögreglunni sem annast rannsókn málsins. 31.1.2012 16:30 Tugir háhyrninga í Kolgrafarfirði Tugir háhyrninga sáust í dag við brúnna í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Dagbjört Emilsdóttir var þar á ferð og náði myndum af dýrunum. Hún segir að dýralífið í firðinum sé mjög fjölskrúðugt. Undanfarið hafi verið óvenjulega mikið um skarfa og einnig mikið af æðakollu, súlum og mávum. Dagbjört sá síðan stærðarinnar haförn fljúga í rólegheitum við brúnnaí síðustu viku. 31.1.2012 15:46 Hitt saltmálið: Fisksalt notað sem götusalt Þegar bæjaryfirvöld í Grindavík gerðu athugasemdir við að fisksalti sem búið var að nota var sturtað í sjóinn þá voru góð ráð dýr samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 31.1.2012 15:05 Friðlýsing Skerjafjarðar staðfest af ráðherra Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi samkvæmt tilkynningu frá Kópavogi. 31.1.2012 14:45 Tólf ára með hníf í skólanum - lögreglan kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að grunnskóla í vesturborginni í dag vegna tólf ára drengs sem var vopnaður hnífi. Drengurinn ógnaði nærstöddum með hnífnum og var lögreglan því kölluð til. 31.1.2012 14:39 Myndir frá atburðum morgunsins Mikill viðbúnaður var á Hverfisgötunni í nánd við Stjórnarráðið í morgun eins og alþjóð veit líklegast nú. Ljósmyndarar Fréttablaðsins, þeir Gunnar V. Andrésson og Stefán Karlssonvoru á staðnum og meðfylgjandi myndir fanga vel umstangið og atburði morgundagsins. 31.1.2012 14:39 Misskilningur segir lögmaður - ætlaði að herma eftir ofsahræddum manni "Dómarinn misskildi þetta. Ég var alls ekki að herma eftir manninum, heldur ætlaði ég að sýna fram á hvernig ofsahræddur maður hagar sér," útskýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Egilsson sem var dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2012 14:14 Leoncie segist hafa verið áreitt á Leifsstöð Endurkoma söngdívunar Leoncie hingað á klakann virðist hafa fengið snubbóttan endi ef marka má frásögn hennar sem hún sendi Víkurfréttum í tölvupósti. Hún fullyrðir að starfsmaður öryggisgæslunnar á Leifsstöð hafi áreitt sig þegar hún var á leið af landi brott. 31.1.2012 14:14 Herjólfi seinkar Ferð Herjólfs seinkar til Eyja í dag. Hann kemur klukkan 15:30. Ástæðan fyrir seinkunninni er slæmt veður. 31.1.2012 13:46 Sá lágvaxinn og feitlaginn mann á miðjum aldri flýja sprengjuvettvang Lögreglan verst frétta vegna sprengjumálsins við Hverfisgötu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun embættið senda út tilkynningu eða halda blaðamannafund síðar í dag vegna málsins. 31.1.2012 13:38 Búið að opna Hverfisgötu Lokun á Hverfisgötu í Reykjavík hefur verið aflétt, en í morgun fannst þar torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju. 31.1.2012 13:16 Myndskeið sem sýnir sprengjusveitina að störfum Sprengjusveitir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra sprengdu í morgun leifar af torkennilegum pakka sem virðist hafa sprungið fyrr um morguninn við Hverfisgötu 4. Gríðarlegur viðbúnaður var á staðnum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var ítrustu varúðar gætt þegar hluturinn var gerður óvirkur. 31.1.2012 12:35 Hröð atburðarás þegar Hallgrímur sökk - dælurnar biluðu á ögurstundu Rannsóknarnefnd sjóslysa ræddi í gær við Eirík Inga Jóhannsson, sem komst lífs af frá Sjóslysinu í Noregi þar sem þrír félaga hans létu lífið. Formaður nefndarinnar Jóna Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa, segir að skipið Hallgrímur Si-77 hafi verið í góðu ástandi þegar það hélt í sína síðustu ferð til Noregs í síðustu viku. 31.1.2012 12:15 Sprengjuógn við Hverfisgötu - atburðarásin frá upphafi Svo virðist sem sprengja hafi sprungið í portinu að Hverfisgötu 4, sem er fyrir aftan Stjórnaráð Íslands, um klukkan hálf átta í morgun. Óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið starfsmaður ráðuneytisins sem heyrði sprenginguna. 31.1.2012 11:22 Vélmennið sprengdi torkennilega hlutinn Sprengjuleitarvélmennið sem lögregla sendi á vettvang í morgun hefur nú sprengt hinn torkennilega hlut sem fannst við kjallarann að Hverfisgötu 4. Sjónarvottar á staðnum segja síðan að snemma í morgun hafi hvellur heyrst við húsið. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá lögreglu. 31.1.2012 10:41 Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut. 31.1.2012 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Fundu verulegt magn þýfis í fimm húsleitum Þrír menn voru handteknir þegar verulegt magn þýfis fannst við húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var leitað á fimm stöðum og hefur þýfið þegar verið tengt við muni sem stolið var í sjö til átta innbrotum í umdæminu. Lögregla segir einnig viðbúið að munir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu. 1.2.2012 12:10
Viðbúnaðarstig á Reykjavíkurflugvelli vegna bilunar í aðvörunarbúnaði Viðbúnaðarstigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands í aðflugi tilkynnti um viðvörunarljós í mælaborði. 1.2.2012 11:16
Ránið í Árbænum upplýst: Samskipti við unglingsstúlku rannsökuð frekar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í Árbæ á sunnudagskvöld og hafa tvö ungmenni, 18 ára piltur og 16 ára stúlka, játað sök í málinu. 1.2.2012 11:06
Ferðafólk sagt trufla útgerð Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir ekki áform skipulagsnefndar um að stækka blandað svæði fyrir hafnarstarfsemi og verslun og þjónustu á kostnað hreins hafnarsvæðis á Húsavík. 1.2.2012 11:00
Fórnarlamb mansals súludansari á Goldfinger Fórnarlamb mansals hér á landi starfar sem súludansmey á nektarstaðnum Goldfinger. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Davíðsson í samtali við blaðið DV í dag. Þar kemur fram að konan hafi yfirgefið vernd mansalsteymis hér á landi og endað á Goldfinger. 1.2.2012 10:19
Ólafur og Dorrit skoða mörgæsir Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief eru nú stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Á vef forsetaembættisins hefur þessi mynd nú verið birt sem sýnir Ólaf og Dorrit ásamt fjölda mörgæsa. 1.2.2012 09:51
Stálu umferðarmerkjum fyrir tæpa milljón - lögreglan undrandi Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði urðu heldur betur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 umferðarmerkjum úr Bolungarvíkurgöngunum og tveim umferðarmerkjum af þjóðveginum við Vatnsfjarðarháls inni í Djúpi. 1.2.2012 09:48
Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð í Ölfusi Lögreglan á Selfossi stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúðarhúsi í Ölfusi í gærkvöldi og lagði hald á 75 plöntur á öllum stigum ræktunar. 1.2.2012 07:23
Skriðuföll loka veginum við Þvottárskriður Vegurinn um Þvottárskriður á Suðausturlandi er lokaður um óákveðinn tíma vegna skriðufalla sem rekja má til mikillar rigningar. 1.2.2012 07:16
Frekari hækkanir framundan hjá hinu opinbera Samtök verslunar og þjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýna bæði frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, sem myndi fela í sér verulegar hækkanir á þjónustu. 1.2.2012 07:13
Línur skýrast í Kópavogi í dag Það skýrist væntanlega í dag hvort Samfylkingin og Vinstri grænir annarsvegar og Sjálfstæðismenn hinsvegar, ná samkomulagi um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Kópavogs. 1.2.2012 07:04
Umferðarskiltum stolið úr göngum Tólf umferðarmerkjum hefur verið stolið úr hinum nýju Bolungarvíkurgöngum, en ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Þá hefur tveimur merkjum til viðbótar verið stolið af þjóðveginum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á bb.is. 1.2.2012 07:00
Lögreglumaður nær ekinn niður við Gullinbrú Minnstu munaði að lögreglumaður yrði ekinn niður við Gullinbrú í Grafarvogi í gærkvöldi, en honum tókst á síðustu stundu að kasta sér aftruábak og féll við það. Við það missti hann stórt vasaljós, sem lenti á bílnum. 1.2.2012 06:50
Kópavogur friðlýsir hluta Skerjafjarðar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest friðlýsingu Kópavogsbæjar á þeim hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka sveitarfélagsins. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis sem nær til fjara og grunnsævis fjarðarins. 1.2.2012 06:30
Stofna nýtt kvenfélag í dag Nýtt kvenfélag verður stofnað í Reykjavík í dag, á degi kvenfélagskonunnar og stofndegi Kvenfélagasambands Íslands. Dagur kvenfélagskonunnar var fyrst haldinn fyrir tveimur árum til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil. Í tilefni af deginum verður Kvenfélagasambandið með opið hús í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum milli 16.30 og 18.30 í dag. Þá verður haldinn stofnfundur í nýju kvenfélagi, og geta þær konur sem vilja gerst stofnfélagar. 1.2.2012 06:00
Eftirlitskerfið brást Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. 1.2.2012 05:00
Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. 1.2.2012 05:00
Drýgir tekjurnar á spúandi Drottningu "Grafan var til hérna í nágrenninu en var ógangfær og allt fast í henni. Við fengum hana fyrir slikk en það fór mikill peningur og vinna í að taka hana í gegn,“ segir Eggert Sigurður Kristjánsson, 27 ára Hólmvíkingur, sem tók upp á því ásamt pabba sínum, að taka í gegn gamla gröfu og búa til snjómokstursvél. 1.2.2012 05:00
Vilja fleiri daga í Elliðaánum Vegna gríðarlegrar ásóknar félagsmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í veiðileyfi í Elliðaánum fyrir næsta sumar vill félagið fá að lengja veiðitímabilið frá því sem verið hefur á næstliðnum árum. 1.2.2012 05:00
Verja skjólstæðinga gegn fjölmiðlum Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkur segir það ekki hlutverk sviðsins að finna viðmælendur fyrir fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari Huldu Styrmisdóttur vegna fyrirspurnar í borgarráði eftir frétt Ríkisútvarpsins um að lagt hefði verið fyrir starfsmenn velferðarsviðs að svara ekki fjölmiðlum sjálfir. 1.2.2012 04:00
Lára Margrét Ragnarsdóttir látin Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látin 64 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á sunnudag. Lára skilur eftir sig þrjú uppkomin börn. 1.2.2012 00:01
Leggjast gegn breytingum á Fríkirkjuvegi Húsafriðunarnefnd vill að innra byrði hússins að Fríkirkjuvegi 11 verði friðað. Nefndin bókaði þetta í fundargerð á síðasta fundi sínum eftir að Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hafði lagt fram beiðni um breytingar og endurbætur á húsinu. 31.1.2012 21:42
Ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt Það er ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt. Ástæðan er sú að brauðrist ber ekki vörugjöld en samlokugrill bera vörugjöld. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á þessu í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að vörugjöldin séu fáránleg og menn hafi gert sér grein fyrir því um allnokkurt skeið. Hins vegar sé erfitt að afnema þau vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. "Það er vörugjald á vöfflujárnum en ekki pönnukökupönnum. Kaffivélar bera ekki vörugjald en hraðsuðukönnur bera 25% vörugjald. Það virðist því vera dýrara að drekka te en kaffi,“ segir Magnús Orri. 31.1.2012 19:33
Eyjamenn snöggir að hala inn fyrir Landeyjahöfn og nýrri ferju Gjaldeyristekjur sem Vestmannaeyingar skapa á tíu vikna loðnuvertíð stefna í að verða álíka miklar og kostnaður við bæði Landeyjahöfn og nýjan Herjólf. Skip Vinnslustöðvarinnar, Sighvatur Bjarnason, sést hér sigla inn til Vestmannaeyja síðastliðið laugardagskvöld með tólfhundruð tonn af loðnu en skipið er síðan aftur væntanlegt í nótt með annað eins. 31.1.2012 19:07
Vinkona Vítisengla handtekin með fíkniefni og vopn Kona á þrítugsaldri, sem tengist meðlimum Hells Angels, var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grunur lék á að hún væri undir áhrifum fíkniefna. Í bíl hennar fundust ennfremur um 200 grömm af efni sem talið er vera amfetamín en lögregla álítur að það hafi verið ætlað til sölu. Í framhaldinu var leitað á heimili konunnar en þar var lagt hald á bæði hnífa og hnúajárn sem og búnað frá lögreglu. Konan var látin laus eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. 31.1.2012 17:53
Vitna leitað vegna sprengjunnar sem sprakk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík í morgun. Aðili sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötunni, fyrir klukkan sjö, er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram. Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005. 31.1.2012 17:14
Vilhjálmur vill Vaðlaheiðargöng í gang Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óskandi að Alþingi finni flöt á því að koma framkvæmd Vaðlaheiðarganga af stað. Hann segir afar litla áhættu fyrir ríkissjóð í málinu miðað við það sem hann kallar samfélagslega þýðingu ganganna. 31.1.2012 16:54
PIP-málið á þingi - betra að láta IKEA sjá um innköllunina Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins. 31.1.2012 16:41
Heimavarnarliðið sver af sér sprengjumálið „Það var enginn úr okkar hópi sem kom að þessu," segir Páll Heiðar Magnússon Aadnegar, sem er í Heimavarnarliðinu svokallaða, en uppi var sú kjaftasaga að það væri einhver meðlimur félagskaparins sem hefði búið til sprengju og sprengt á Hverfisgötunni snemma í morgun. 31.1.2012 16:34
Sprengjan var „alvöru græja“ „Þetta var engin flugeldaterta,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu spurður út í sprengjumálið í morgun. Hann segir von á tilkynningu frá lögreglunni sem annast rannsókn málsins. 31.1.2012 16:30
Tugir háhyrninga í Kolgrafarfirði Tugir háhyrninga sáust í dag við brúnna í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Dagbjört Emilsdóttir var þar á ferð og náði myndum af dýrunum. Hún segir að dýralífið í firðinum sé mjög fjölskrúðugt. Undanfarið hafi verið óvenjulega mikið um skarfa og einnig mikið af æðakollu, súlum og mávum. Dagbjört sá síðan stærðarinnar haförn fljúga í rólegheitum við brúnnaí síðustu viku. 31.1.2012 15:46
Hitt saltmálið: Fisksalt notað sem götusalt Þegar bæjaryfirvöld í Grindavík gerðu athugasemdir við að fisksalti sem búið var að nota var sturtað í sjóinn þá voru góð ráð dýr samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 31.1.2012 15:05
Friðlýsing Skerjafjarðar staðfest af ráðherra Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi samkvæmt tilkynningu frá Kópavogi. 31.1.2012 14:45
Tólf ára með hníf í skólanum - lögreglan kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að grunnskóla í vesturborginni í dag vegna tólf ára drengs sem var vopnaður hnífi. Drengurinn ógnaði nærstöddum með hnífnum og var lögreglan því kölluð til. 31.1.2012 14:39
Myndir frá atburðum morgunsins Mikill viðbúnaður var á Hverfisgötunni í nánd við Stjórnarráðið í morgun eins og alþjóð veit líklegast nú. Ljósmyndarar Fréttablaðsins, þeir Gunnar V. Andrésson og Stefán Karlssonvoru á staðnum og meðfylgjandi myndir fanga vel umstangið og atburði morgundagsins. 31.1.2012 14:39
Misskilningur segir lögmaður - ætlaði að herma eftir ofsahræddum manni "Dómarinn misskildi þetta. Ég var alls ekki að herma eftir manninum, heldur ætlaði ég að sýna fram á hvernig ofsahræddur maður hagar sér," útskýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Egilsson sem var dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2012 14:14
Leoncie segist hafa verið áreitt á Leifsstöð Endurkoma söngdívunar Leoncie hingað á klakann virðist hafa fengið snubbóttan endi ef marka má frásögn hennar sem hún sendi Víkurfréttum í tölvupósti. Hún fullyrðir að starfsmaður öryggisgæslunnar á Leifsstöð hafi áreitt sig þegar hún var á leið af landi brott. 31.1.2012 14:14
Herjólfi seinkar Ferð Herjólfs seinkar til Eyja í dag. Hann kemur klukkan 15:30. Ástæðan fyrir seinkunninni er slæmt veður. 31.1.2012 13:46
Sá lágvaxinn og feitlaginn mann á miðjum aldri flýja sprengjuvettvang Lögreglan verst frétta vegna sprengjumálsins við Hverfisgötu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun embættið senda út tilkynningu eða halda blaðamannafund síðar í dag vegna málsins. 31.1.2012 13:38
Búið að opna Hverfisgötu Lokun á Hverfisgötu í Reykjavík hefur verið aflétt, en í morgun fannst þar torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju. 31.1.2012 13:16
Myndskeið sem sýnir sprengjusveitina að störfum Sprengjusveitir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra sprengdu í morgun leifar af torkennilegum pakka sem virðist hafa sprungið fyrr um morguninn við Hverfisgötu 4. Gríðarlegur viðbúnaður var á staðnum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var ítrustu varúðar gætt þegar hluturinn var gerður óvirkur. 31.1.2012 12:35
Hröð atburðarás þegar Hallgrímur sökk - dælurnar biluðu á ögurstundu Rannsóknarnefnd sjóslysa ræddi í gær við Eirík Inga Jóhannsson, sem komst lífs af frá Sjóslysinu í Noregi þar sem þrír félaga hans létu lífið. Formaður nefndarinnar Jóna Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa, segir að skipið Hallgrímur Si-77 hafi verið í góðu ástandi þegar það hélt í sína síðustu ferð til Noregs í síðustu viku. 31.1.2012 12:15
Sprengjuógn við Hverfisgötu - atburðarásin frá upphafi Svo virðist sem sprengja hafi sprungið í portinu að Hverfisgötu 4, sem er fyrir aftan Stjórnaráð Íslands, um klukkan hálf átta í morgun. Óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið starfsmaður ráðuneytisins sem heyrði sprenginguna. 31.1.2012 11:22
Vélmennið sprengdi torkennilega hlutinn Sprengjuleitarvélmennið sem lögregla sendi á vettvang í morgun hefur nú sprengt hinn torkennilega hlut sem fannst við kjallarann að Hverfisgötu 4. Sjónarvottar á staðnum segja síðan að snemma í morgun hafi hvellur heyrst við húsið. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá lögreglu. 31.1.2012 10:41
Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut. 31.1.2012 10:17