Innlent

Stofna nýtt kvenfélag í dag

Opið hús verður í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í dag.
Opið hús verður í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í dag.
Nýtt kvenfélag verður stofnað í Reykjavík í dag, á degi kvenfélagskonunnar og stofndegi Kvenfélagasambands Íslands. Dagur kvenfélagskonunnar var fyrst haldinn fyrir tveimur árum til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil.

Í tilefni af deginum verður Kvenfélagasambandið með opið hús í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum milli 16.30 og 18.30 í dag. Þá verður haldinn stofnfundur í nýju kvenfélagi, og geta þær konur sem vilja gerst stofnfélagar. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×