Fleiri fréttir Risaslöngur ógna lífríkinu í Flórída Risastórar kyrkislöngur og snákar ógna nú lífríkinu á fenjasvæðum Flórída í Bandaríkjunum. Um er að ræða snáka og kyrkislöngur sem fólk hefur haldið sem gæludýr en að lokum sleppt lausum út í náttúruna þar sem þau hafa náð að aðlagast. 1.2.2012 14:30 Loka tímabundið fyrir umferð eftir Vesturlandsvegi Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eða snjóþekja er nokkuð víða í uppsveitum Suðurlands samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 1.2.2012 14:17 Hvetja foreldra til þess að hlúa vel að börnum vegna hnífamáls Skólayfirvöld í Melaskóla hafa verið upplýst foreldra og forráðamanna barna í skólanum varðandi tólf ára dreng sem ógnaði kennara sínum vopnaður hnífi. Foreldrar eru hvattir til þess að hlúa vel að börnum sínum eftir atburðinn. 1.2.2012 13:51 Ósáttir við seinagang - rannsaka ábendingar vegna sprengjumanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar ábendingar sem þeim hafa borist og tengjast sprengju sem sprakk á Hverfisgötunni snemma í gærmorgun. Lögreglan verst allra frétta. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og er sprengjan enn í rannsókn. 1.2.2012 13:35 Subway opnar á Ísafirði Subway keðjan á Íslandi hefur fest kaup á húsnæði í verslunarkjarnanum Neista á Ísafirði og hyggst opna þar veitingastað í vor samkvæmt fréttavef Bæjarins besta, bb.is. Um er að ræða húsnæði sem áður hýsti Office 1 og síðar Bókahornið. 1.2.2012 13:19 Enn leitað að sprengjumanni Lögregla leitar enn að þeim sem ábyrgð ber á sprengjunni sem sprakk á Hverfisgötunni í gærmorgun. 1.2.2012 12:19 Fundu verulegt magn þýfis í fimm húsleitum Þrír menn voru handteknir þegar verulegt magn þýfis fannst við húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var leitað á fimm stöðum og hefur þýfið þegar verið tengt við muni sem stolið var í sjö til átta innbrotum í umdæminu. Lögregla segir einnig viðbúið að munir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu. 1.2.2012 12:10 Viðbúnaðarstig á Reykjavíkurflugvelli vegna bilunar í aðvörunarbúnaði Viðbúnaðarstigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands í aðflugi tilkynnti um viðvörunarljós í mælaborði. 1.2.2012 11:16 Ránið í Árbænum upplýst: Samskipti við unglingsstúlku rannsökuð frekar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í Árbæ á sunnudagskvöld og hafa tvö ungmenni, 18 ára piltur og 16 ára stúlka, játað sök í málinu. 1.2.2012 11:06 Ferðafólk sagt trufla útgerð Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir ekki áform skipulagsnefndar um að stækka blandað svæði fyrir hafnarstarfsemi og verslun og þjónustu á kostnað hreins hafnarsvæðis á Húsavík. 1.2.2012 11:00 Fórnarlamb mansals súludansari á Goldfinger Fórnarlamb mansals hér á landi starfar sem súludansmey á nektarstaðnum Goldfinger. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Davíðsson í samtali við blaðið DV í dag. Þar kemur fram að konan hafi yfirgefið vernd mansalsteymis hér á landi og endað á Goldfinger. 1.2.2012 10:19 Ólafur og Dorrit skoða mörgæsir Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief eru nú stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Á vef forsetaembættisins hefur þessi mynd nú verið birt sem sýnir Ólaf og Dorrit ásamt fjölda mörgæsa. 1.2.2012 09:51 Stálu umferðarmerkjum fyrir tæpa milljón - lögreglan undrandi Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði urðu heldur betur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 umferðarmerkjum úr Bolungarvíkurgöngunum og tveim umferðarmerkjum af þjóðveginum við Vatnsfjarðarháls inni í Djúpi. 1.2.2012 09:48 Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð í Ölfusi Lögreglan á Selfossi stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúðarhúsi í Ölfusi í gærkvöldi og lagði hald á 75 plöntur á öllum stigum ræktunar. 1.2.2012 07:23 Skriðuföll loka veginum við Þvottárskriður Vegurinn um Þvottárskriður á Suðausturlandi er lokaður um óákveðinn tíma vegna skriðufalla sem rekja má til mikillar rigningar. 1.2.2012 07:16 Frekari hækkanir framundan hjá hinu opinbera Samtök verslunar og þjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýna bæði frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, sem myndi fela í sér verulegar hækkanir á þjónustu. 1.2.2012 07:13 Línur skýrast í Kópavogi í dag Það skýrist væntanlega í dag hvort Samfylkingin og Vinstri grænir annarsvegar og Sjálfstæðismenn hinsvegar, ná samkomulagi um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Kópavogs. 1.2.2012 07:04 Umferðarskiltum stolið úr göngum Tólf umferðarmerkjum hefur verið stolið úr hinum nýju Bolungarvíkurgöngum, en ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Þá hefur tveimur merkjum til viðbótar verið stolið af þjóðveginum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á bb.is. 1.2.2012 07:00 Lögreglumaður nær ekinn niður við Gullinbrú Minnstu munaði að lögreglumaður yrði ekinn niður við Gullinbrú í Grafarvogi í gærkvöldi, en honum tókst á síðustu stundu að kasta sér aftruábak og féll við það. Við það missti hann stórt vasaljós, sem lenti á bílnum. 1.2.2012 06:50 Kópavogur friðlýsir hluta Skerjafjarðar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest friðlýsingu Kópavogsbæjar á þeim hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka sveitarfélagsins. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis sem nær til fjara og grunnsævis fjarðarins. 1.2.2012 06:30 Stofna nýtt kvenfélag í dag Nýtt kvenfélag verður stofnað í Reykjavík í dag, á degi kvenfélagskonunnar og stofndegi Kvenfélagasambands Íslands. Dagur kvenfélagskonunnar var fyrst haldinn fyrir tveimur árum til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil. Í tilefni af deginum verður Kvenfélagasambandið með opið hús í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum milli 16.30 og 18.30 í dag. Þá verður haldinn stofnfundur í nýju kvenfélagi, og geta þær konur sem vilja gerst stofnfélagar. 1.2.2012 06:00 Eftirlitskerfið brást Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. 1.2.2012 05:00 Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. 1.2.2012 05:00 Drýgir tekjurnar á spúandi Drottningu "Grafan var til hérna í nágrenninu en var ógangfær og allt fast í henni. Við fengum hana fyrir slikk en það fór mikill peningur og vinna í að taka hana í gegn,“ segir Eggert Sigurður Kristjánsson, 27 ára Hólmvíkingur, sem tók upp á því ásamt pabba sínum, að taka í gegn gamla gröfu og búa til snjómokstursvél. 1.2.2012 05:00 Vilja fleiri daga í Elliðaánum Vegna gríðarlegrar ásóknar félagsmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í veiðileyfi í Elliðaánum fyrir næsta sumar vill félagið fá að lengja veiðitímabilið frá því sem verið hefur á næstliðnum árum. 1.2.2012 05:00 Verja skjólstæðinga gegn fjölmiðlum Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkur segir það ekki hlutverk sviðsins að finna viðmælendur fyrir fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari Huldu Styrmisdóttur vegna fyrirspurnar í borgarráði eftir frétt Ríkisútvarpsins um að lagt hefði verið fyrir starfsmenn velferðarsviðs að svara ekki fjölmiðlum sjálfir. 1.2.2012 04:00 Lára Margrét Ragnarsdóttir látin Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látin 64 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á sunnudag. Lára skilur eftir sig þrjú uppkomin börn. 1.2.2012 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Risaslöngur ógna lífríkinu í Flórída Risastórar kyrkislöngur og snákar ógna nú lífríkinu á fenjasvæðum Flórída í Bandaríkjunum. Um er að ræða snáka og kyrkislöngur sem fólk hefur haldið sem gæludýr en að lokum sleppt lausum út í náttúruna þar sem þau hafa náð að aðlagast. 1.2.2012 14:30
Loka tímabundið fyrir umferð eftir Vesturlandsvegi Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eða snjóþekja er nokkuð víða í uppsveitum Suðurlands samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 1.2.2012 14:17
Hvetja foreldra til þess að hlúa vel að börnum vegna hnífamáls Skólayfirvöld í Melaskóla hafa verið upplýst foreldra og forráðamanna barna í skólanum varðandi tólf ára dreng sem ógnaði kennara sínum vopnaður hnífi. Foreldrar eru hvattir til þess að hlúa vel að börnum sínum eftir atburðinn. 1.2.2012 13:51
Ósáttir við seinagang - rannsaka ábendingar vegna sprengjumanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar ábendingar sem þeim hafa borist og tengjast sprengju sem sprakk á Hverfisgötunni snemma í gærmorgun. Lögreglan verst allra frétta. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og er sprengjan enn í rannsókn. 1.2.2012 13:35
Subway opnar á Ísafirði Subway keðjan á Íslandi hefur fest kaup á húsnæði í verslunarkjarnanum Neista á Ísafirði og hyggst opna þar veitingastað í vor samkvæmt fréttavef Bæjarins besta, bb.is. Um er að ræða húsnæði sem áður hýsti Office 1 og síðar Bókahornið. 1.2.2012 13:19
Enn leitað að sprengjumanni Lögregla leitar enn að þeim sem ábyrgð ber á sprengjunni sem sprakk á Hverfisgötunni í gærmorgun. 1.2.2012 12:19
Fundu verulegt magn þýfis í fimm húsleitum Þrír menn voru handteknir þegar verulegt magn þýfis fannst við húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var leitað á fimm stöðum og hefur þýfið þegar verið tengt við muni sem stolið var í sjö til átta innbrotum í umdæminu. Lögregla segir einnig viðbúið að munir úr fleiri innbrotum eigi eftir að koma við sögu. 1.2.2012 12:10
Viðbúnaðarstig á Reykjavíkurflugvelli vegna bilunar í aðvörunarbúnaði Viðbúnaðarstigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands í aðflugi tilkynnti um viðvörunarljós í mælaborði. 1.2.2012 11:16
Ránið í Árbænum upplýst: Samskipti við unglingsstúlku rannsökuð frekar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst rán sem var framið í Árbæ á sunnudagskvöld og hafa tvö ungmenni, 18 ára piltur og 16 ára stúlka, játað sök í málinu. 1.2.2012 11:06
Ferðafólk sagt trufla útgerð Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir ekki áform skipulagsnefndar um að stækka blandað svæði fyrir hafnarstarfsemi og verslun og þjónustu á kostnað hreins hafnarsvæðis á Húsavík. 1.2.2012 11:00
Fórnarlamb mansals súludansari á Goldfinger Fórnarlamb mansals hér á landi starfar sem súludansmey á nektarstaðnum Goldfinger. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Davíðsson í samtali við blaðið DV í dag. Þar kemur fram að konan hafi yfirgefið vernd mansalsteymis hér á landi og endað á Goldfinger. 1.2.2012 10:19
Ólafur og Dorrit skoða mörgæsir Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaief eru nú stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Á vef forsetaembættisins hefur þessi mynd nú verið birt sem sýnir Ólaf og Dorrit ásamt fjölda mörgæsa. 1.2.2012 09:51
Stálu umferðarmerkjum fyrir tæpa milljón - lögreglan undrandi Starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði urðu heldur betur hvumsa er þeir sáu að búið var að stela 12 umferðarmerkjum úr Bolungarvíkurgöngunum og tveim umferðarmerkjum af þjóðveginum við Vatnsfjarðarháls inni í Djúpi. 1.2.2012 09:48
Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð í Ölfusi Lögreglan á Selfossi stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í íbúðarhúsi í Ölfusi í gærkvöldi og lagði hald á 75 plöntur á öllum stigum ræktunar. 1.2.2012 07:23
Skriðuföll loka veginum við Þvottárskriður Vegurinn um Þvottárskriður á Suðausturlandi er lokaður um óákveðinn tíma vegna skriðufalla sem rekja má til mikillar rigningar. 1.2.2012 07:16
Frekari hækkanir framundan hjá hinu opinbera Samtök verslunar og þjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga gagnrýna bæði frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, sem myndi fela í sér verulegar hækkanir á þjónustu. 1.2.2012 07:13
Línur skýrast í Kópavogi í dag Það skýrist væntanlega í dag hvort Samfylkingin og Vinstri grænir annarsvegar og Sjálfstæðismenn hinsvegar, ná samkomulagi um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Kópavogs. 1.2.2012 07:04
Umferðarskiltum stolið úr göngum Tólf umferðarmerkjum hefur verið stolið úr hinum nýju Bolungarvíkurgöngum, en ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Þá hefur tveimur merkjum til viðbótar verið stolið af þjóðveginum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram á bb.is. 1.2.2012 07:00
Lögreglumaður nær ekinn niður við Gullinbrú Minnstu munaði að lögreglumaður yrði ekinn niður við Gullinbrú í Grafarvogi í gærkvöldi, en honum tókst á síðustu stundu að kasta sér aftruábak og féll við það. Við það missti hann stórt vasaljós, sem lenti á bílnum. 1.2.2012 06:50
Kópavogur friðlýsir hluta Skerjafjarðar Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest friðlýsingu Kópavogsbæjar á þeim hluta Skerjafjarðar sem er innan bæjarmarka sveitarfélagsins. Þá hafa fulltrúar Kópavogsbæjar, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Umhverfisstofnunar gert með sér samning um umsjón og rekstur hins friðlýsta svæðis sem nær til fjara og grunnsævis fjarðarins. 1.2.2012 06:30
Stofna nýtt kvenfélag í dag Nýtt kvenfélag verður stofnað í Reykjavík í dag, á degi kvenfélagskonunnar og stofndegi Kvenfélagasambands Íslands. Dagur kvenfélagskonunnar var fyrst haldinn fyrir tveimur árum til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil. Í tilefni af deginum verður Kvenfélagasambandið með opið hús í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum milli 16.30 og 18.30 í dag. Þá verður haldinn stofnfundur í nýju kvenfélagi, og geta þær konur sem vilja gerst stofnfélagar. 1.2.2012 06:00
Eftirlitskerfið brást Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. 1.2.2012 05:00
Gögn frá Langjökli sýna upphaf ísaldar Fjögur stór eldgos á árabilinu 1275 til 1300 komu af stað keðjuverkun sem olli verulegri kólnun langt fram á 19. öldina, eða í um 600 ár, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna. Þeir notuðu m.a. mælingar á Langjökli til að styðja við kenninguna. 1.2.2012 05:00
Drýgir tekjurnar á spúandi Drottningu "Grafan var til hérna í nágrenninu en var ógangfær og allt fast í henni. Við fengum hana fyrir slikk en það fór mikill peningur og vinna í að taka hana í gegn,“ segir Eggert Sigurður Kristjánsson, 27 ára Hólmvíkingur, sem tók upp á því ásamt pabba sínum, að taka í gegn gamla gröfu og búa til snjómokstursvél. 1.2.2012 05:00
Vilja fleiri daga í Elliðaánum Vegna gríðarlegrar ásóknar félagsmanna í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í veiðileyfi í Elliðaánum fyrir næsta sumar vill félagið fá að lengja veiðitímabilið frá því sem verið hefur á næstliðnum árum. 1.2.2012 05:00
Verja skjólstæðinga gegn fjölmiðlum Skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkur segir það ekki hlutverk sviðsins að finna viðmælendur fyrir fjölmiðla. Þetta kemur fram í svari Huldu Styrmisdóttur vegna fyrirspurnar í borgarráði eftir frétt Ríkisútvarpsins um að lagt hefði verið fyrir starfsmenn velferðarsviðs að svara ekki fjölmiðlum sjálfir. 1.2.2012 04:00
Lára Margrét Ragnarsdóttir látin Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er látin 64 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á sunnudag. Lára skilur eftir sig þrjú uppkomin börn. 1.2.2012 00:01
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent