Innlent

Tilraun til ráns í miðbæ Reykjavíkur

Lögreglustaðin á Hverfisgötu er steinsnar frá versluninni Yggdrasill en hún er staðsett á Rauðarárstíg.
Lögreglustaðin á Hverfisgötu er steinsnar frá versluninni Yggdrasill en hún er staðsett á Rauðarárstíg.
Ránstilraun átti sér stað í versluninni Yggdrasill í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. Einn maður var að verki og ógnaði hann afgreiðslustúlku með oddhvössum hlut.

Maðurinn skipaði stúlkunni að opna búðarkassann og afhenda peningana. Þegar hún varð ekki við því sló maðurinn til hennar. Hún hljóp þá út úr versluninni og hafði samband við lögreglu.

Maðurinn hafði ekkert upp úr krafsinu og var handsamaður af lögreglu stuttu seinna. Lögreglan rannsakar nú hvort að málið tengist öðru ráni sem framið fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×