Innlent

Nýjar meirihlutaviðræður í Kópavogi í dag

Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Farmsóknarflokks og Lista kópavogs ætla í dag að ræðast við um hugsanlega myndun nýs meiirhluta í bæjarstjórn Kópavogs, eftir að viðræður Sjálfstæðismanna annarsvegar og Samfylkingar og Vinstri grænna hinsvegar fóru út um þúfur í gærkvöldi.

Ármann kr. Ólafsson oddviti Sjáflstæðisflokksins staðfesti þetta við Fréttastofu í morgun, og sagði að oddvitarnir hafi rætt lauslega um þetta í gærkvöldi, en málið væri ekki komið lengra að svo stöddu.

Sjálfstæðsimenn hafa nú fjóra bæjarfulltrúa, Framsóknarmenn einn og Listi Kópavogs einn, eða samtals sex, og þar með gætu þeir myndað meirihluta í 11 manna bæjarstjórn Kópavogs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×