Fleiri fréttir Teknir við kannabisræktun á tveimur stöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti kannabisræktun á tveimur stöðum í austurborginni í gærkvöldi og lagði hald á plöntur og tæki til ræktunar. Nokkrir menn af asískum uppruna stóðu að þessari ræktun. 12.1.2012 06:45 Gengið frá leigusamningi Leigusamningur fyrir Þverá og Kjarrá í Borgarfirði var undirritaður í gær. Samningurinn er til fimm ára eða frá næsta sumri til ársins 2017. 12.1.2012 06:45 Heimila nýjar lóðir í Flatey Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt fjórar nýjar lóðir fyrir sumarhús í Flatey. 12.1.2012 06:15 "Mannlífið heldur áfram – markaðir eru opnir og börn ganga í skóla“ Tvö ár eru liðin frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí og kostaði á þriðja hundrað þúsund mannslífa. Uppbyggingarstarfið hefur gengið hægt en UNICEF segir mikil tækifæri til langtímaþróunar samfélagsins. 12.1.2012 06:00 Skora á stjórnvöld að standa við gefin loforð Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar stéttarfélags samþykkti ályktun um að skora á ríkisstjórn Íslands að standa við gefin loforð og undirritaðar yfirlýsingar, sem verða kjör og réttindi launafólks í landinu. 11.1.2012 21:50 Búið að draga í Víkingalottóinu - Íslendingur fær 3 milljónir Nú er búið að draga í Víkingalottóinu en ekki var hægt að draga á réttum tíma í kvöld vegna tæknilegra örðugleika. Það voru þrír sem hrepptu fyrsta vinningin, en þeir búa í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þeir fá tæplega 83 milljónir á mann. 11.1.2012 21:28 Jón Gnarr um Nasa: Borgin er ekki að fara reka skemmtistað "Ég hef miklar áhyggjur af því,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, um málefni skemmtistaðarins Nasa við Austurvöll, sem stendur til að loka þann 1. júní næstkomandi. 11.1.2012 20:11 Már í mál við Seðlabanka Íslands Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands til að fá launakjör sín leiðrétt. Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11.1.2012 18:30 Drættinum frestað Sökum óviðráðanlegra aðstæðna hjá samstarfsaðila frestast Víkingalottó útdrátturinn um óákveðinn tíma. Tölurnar úr drættinum birtast hér á Vísi um leið og þær berast. 11.1.2012 19:33 "Hver þarf á sjálfvirkri skammbyssu að halda?" Blátt bann við eign og vörslu á hálfsjálfvirkum skotvopnum kemur ekki til með að hafa áhrif á iðkendur skotíþrótta að mati innanríkisráðherra sem vill herða vopnalögin í landinu. 11.1.2012 19:30 Maturinn eyðilagðist þegar eldur kom upp í örbylgjuofni Eldur kviknaði í örbylgjuofni í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Óhappið varð þegar einn heimilismanna ætlaði að hita sér málsverð með fyrrgreindum afleiðingum. Engan sakaði en maturinn eyðilagðist og trúlega verður þessi örbylgjuofn ekki notaður framar. Aðrar skemmdir voru ekki sjáanlegar á heimilinu. 11.1.2012 19:19 Ísfirðingar gætu þurft að borga 120 þúsund meira í leikskólagjöld Ísfirskir foreldrar með eitt barn geta þurft að greiða tæplega hundrað og tuttuguþúsund krónum meira í leikskólagjöld á ári en þeir sem búa í höfuðborginni samkvæmt núgildandi verðskrám. 11.1.2012 19:00 Tugmilljóna tjón þegar eldur kviknaði í spennistöð Tugmilljóna tjón varð á spennuvirki í Hvalfirði eftir að eldur kviknaði þar í óveðrinu í gærkvöldi. Aðstoðarforstjóri Landsnets segir þörf á að skoða yfirbyggingu yfir spennuvirkið til að verja það fyrir salti og ísingu. 11.1.2012 18:45 Jens Kjartansson farinn í leyfi Jens Kjartansson er farinn í leyfi frá störfum sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans. Ákvörðunin er tekin að hans frumkvæði. Jens segir að landlæknir hafi vorið 2010 talið óheppilegt að hann upplýsti konur með PIP-púða um mögulega skaðsemi þeirra. 11.1.2012 18:18 Fengu tilkynningu um hreyfingalausan mann Lögreglumenn fara oft í útköll sem síðan reynast á misskilningi byggð en nú á dögunum fékk lögreglan tilkynningu um mann sem var sagður vera hreyfingalaus á bekk við suðurenda Reykjavíkurtjarnar. 11.1.2012 17:08 Svartur á leik frumsýnd í Rotterdam Íslenska kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam sem hefst í lok mánaðarins að því er fram kemur á kvikmyndavefnum Hollywood Reporter. Þar keppir hún í flokki mynda sem eru allar eru frumraunir leikstjóranna. 11.1.2012 16:41 Eiturefni yfir viðmiðunarmörkum á Húsavík Magn díóxíns og köfnunarefnisoxíðs reyndist yfir viðmiðunarmörkum þegar útblástur frá Sorpsamlagi Þingeyinga var mældur þann 29. september 2011 en niðurstöður mælinganna bárust 5. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá sorpsamlaginu segir að til viðeigandi ráðstafana hafi verið gripið. Efnin voru bæði undir viðmiðunarmörkum í mælingu sem gerð var 8. febrúar 2011. Gert er ráð fyrir að efnin verði innan viðmiðunarmarka þegar útblásturinn verður mældur að nýju í febrúar næstkomandi. 11.1.2012 16:10 Tvö sveitarfélög halda leikskólagjöldum óbreyttum Einungis tvö sveitarfélög af fimmtán hafa ekki hækkað gjaldskrár á leikskólum með fæði. Þar er um að ræða Ísafjarðabæ og Seltjarnarneskaupstað. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma gæslu með fæði er hjá Reykjanesbæ um 16%, Hafnarfirði um 15% og Reykjavík um 13%. Níu tíma gæsla hefur einnig hækkað töluvert eða um allt að 23%. Forgangshópar eru ekki undanþegnir gjaldskrárhækkunum sveitarfélagana. 11.1.2012 15:12 Fagnar því ef fatlaða fólkinu er hlift "Ég fagna því ef þetta er rétt. Það er bara mikilvægt og gott að fólk sjái að sér," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, um þá fyriræltun Reykjavíkurborgar að hætta við að hækka matargjöld á fatlaða starfsmenn á vernduðum vinnustöðum í Reykjavík. 11.1.2012 14:49 Nýtt félag utan um Húsasmiðjuna Danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S mun stofna nýtt félag utan um rekstur Húsasmiðjunnar á Íslandi í kjölfar þess að hún keypti rekstur fyrirtækisins. Við það munu skuldir og skuldbindingar Húsasmiðjunnar ehf. á 2,5 milljarða króna færast yfir til hins nýja félags. Möguleg endurálagning skattayfirvalda upp á 700 milljónir króna og möguleg sekt samkeppnisyfirvalda vegna meints ólögmæts samráðs Húsasmiðjunnar við samkeppnisaðila sína verða skildar eftir á gömlu kennitölunni ásamt eignum upp á 240 milljónir króna. Enn fremur munu þær 800 milljónir króna sem Bygma greiddi fyrir Húsasmiðjuna verða eftir á henni og fara upp í sektargreiðslurnar verði þær að veruleika. Þetta kemur fram í skriflegu svari Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), fyrrum eiganda Húsasmiðjunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Bygma tók við rekstri Húsasmiðjunnar í byrjun árs 2012. 11.1.2012 14:00 Allt á fullu í snjómokstrinum í dag Vélheflar, stórvirkar vélskóflur, traktorar og fleiri tæki eru við snjóhreinsun í öllum hverfum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að í dag séu 65 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum við störf og hafa þeir 41 tæki til unmráða. 11.1.2012 13:37 Réðust tvisvar inn á Dominos og hirtu tugi þúsunda Fimm ungir karlmenn hafa verið ákærður fyrir rán á Dominos Pizza við Hjarðarhaga þann 21. febrúar síðastliðinn. Fjórir þeirra voru einnig ákærðir fyrir rán á Domnios í Spönginni þann 11. febrúar síðastliðinn. 11.1.2012 13:32 Lögregla aðstoðaði illa haldinn mann í miðbænum Færðin, eða ófærðin öllu heldur, í höfuðborginni síðustu daga hefur ekki farið framhjá neinum. Lögreglan greinir frá því að í gær hafi hún þurft að aðstoða mann sem var hríðskjálfandi og illa búinn á götum borgarinnar. 11.1.2012 13:00 Golíat aflífaður Hundurinn Golíat, sem er þriggja ára gamall, verður tekinn af lífi samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hundurinn er í eigu 45 ára gamallar konu í Garðabæ. 11.1.2012 11:54 Hundrað börn í nýjum leikskóla Nýr leikskóli verður formlega tekinn í notkun í Garðabæ í dag. Fyrstu börnin hafa þó verið þar frá því á mánudag. 11.1.2012 11:00 Sígildar perlur á metsölulista Nokkrar af helstu perlum íslenskra bókmennta eru á meðal mest seldu bóka liðinnar viku í Pennanum-Eymundsson. Ástæðan er sú að nú eru skólarnir að hefjast á ný eftir jólaleyfi og margar af mest seldu bókunum eru á leslista framhaldsskólanna. Á lista yfir tíu mest seldu bækurnar eru meðal annars Úngfrúin góða og húsið, eftir Halldór Laxness, sem er í sjöunda sæti. Sjálfstætt fólk eftir sama höfund er í fjórða sæti. Það vekur líka kannski eftirtekt að í toppsætinu er svo kennslubók um hekl, sem Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir skrifaði. 11.1.2012 10:55 Líkir málinu við Úkraínu „Kjósendur eiga að úrskurða um hvort ég hafi breytt rangt eða rétt í kjörklefanum. Að vera dreginn fyrir rétt af pólitískum andstæðingum minnir á Úkraínu þar sem forsætisráðherrann hefur verið dæmdur fyrir að hafa skrifað upp á slæman samning um gasflutninga.“ 11.1.2012 10:00 Ofbeldi foreldra dulinn vandi Þrátt fyrir að líkamlegar refsingar á börnum séu bannaðar með lögum eru þær algengar hérlendis. Rannsókn sýnir að 6 til 10 ára börn eru líklegust til að verða fyrir ofbeldi. Fötluðum börnum er hætt við ofbeldi. 11.1.2012 09:30 Þyngja refsingar við vopnaburði Þynging refsinga við ólöglegum vopnaburði, aukin fjárframlög til lögreglu og aukin samvinna stjórnvalda við íslensk og alþjóðleg lögregluyfirvöld eru kostir sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sér í stöðunni eftir að nýtt hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra var gert opinbert. Þar er dregin upp svört mynd af glæpastarfsemi hér, þar sem um er að ræða skipulagða starfsemi bæði innlendra og erlendra glæpahópa. 11.1.2012 09:30 Eldur kom upp í spennistöð Landsnets í Hvalfirði Eldur kom upp í spennistöðinni Brennimelur í Hvalfirði í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á staðinn. Vegna eldsins og gríðarlegrar seltu var ekki mögulegt að spennusetja allt tengivirkið fyrr en ráðstafanir höfðu verið gerðar vegna eldsins og seltunnar. 11.1.2012 09:18 Veiðileyfum í vötnum og ám verði úthlutað Þingmaðurinn Þór Saari segir gróðahyggjuna komna út úr korti í stangveiði. Venjulegir veiðimenn hrekist burt. Gera ætti veiðirétt að almannarétti og úthluta stangveiðileyfum á sama hátt og nú er með hreindýraveiðileyfi. 11.1.2012 09:00 Gefur vinnu og búnað í 101 milljónar framkvæmd Oddfellowreglan hefur undirritað viljayfirlýsingu um að reglan færi Landspítalanum að gjöf framkvæmdir við líknardeildina í Kópavogi. 11.1.2012 09:00 Hellisheiði opin en varað við hálku Búið er að opna Hellisheiði en þar er hálka. Á Sandskeiði og í Þrengslum er einnig hálka. Unnið er að mokstri víða í uppsveitum, einnig á Mosfellsheiði og við Þingvallavatn. 11.1.2012 08:40 Smíði Þorláksbúðar verður lokið í sumar Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkomendur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er málsókn, sem ólíklegt er að af verði.Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkomendur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er málsókn, sem ólíklegt er að af verði. 11.1.2012 08:30 Þjónusta Orkuveitunnar víðast komin í lag Þjónusta Orkuveitu Reykjavíkur er víðast hvar komin í samt lag eftir að rafmagnstruflanir eða rafmagnsleysi í gærkvöldi og nótt röskuðu rekstri veitukerfa víða á Suður- og Vesturlandi. 11.1.2012 07:58 Yfir 40 umferðaróhöpp í borginni Tilkynnt var um liðlega 40 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær fyrir utan þau tilvik þar sem ökumenn hafa sjálfir gert skýrslur, en ekkert alvarlegt slys varð. 11.1.2012 07:37 Björgunarsveit aðstoðaði fólk í Héðinsfirði Björgunarsveit var kölluð út um sex leitið í morgun til að aðstoða fólk, sem sat fast í bíl í Héðinsfirði, á spottanum á milli Héðinsfjarðargagnanna. Þar hafði skafið í skafla. Engin hætta var á ferðum. 11.1.2012 07:29 Alvarlegar truflanir á orkukerfum Alvarlegar truflanir urðu í orkukerfum á Suðvesturlandi upp úr klukkan sex í gærkvöldi, þegar svonefndur yfirsláttur varð í búnaði í tengivirki Landsnets í Hvalfirði vegna ísingar og seltu. 11.1.2012 07:14 Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. 11.1.2012 07:00 Húsráðandi slapp ómeiddur úr eldsvoða Húsráðandi slapp ómeiddur út þegar eldur blossaði upp í íbúð hans í fjölbýlishúsi að Grensásvegi 60 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. 11.1.2012 06:57 Rafmagn komið á Viðgerðarmönnum tókst að koma rafmagni á álverið á Grundartanga rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Verið er að koma álverinu aftur í gang en það getur tekið nokkra klukkutíma. Ef það tekst eru litlar líkur á að tjón hafi orðið í álverinu. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í fyrramálið. 10.1.2012 22:35 Framkvæmdastjórnin vill ekki landsfund í vor Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mælir ekki með því landsfundur flokksins verði í vor. Á flokkstjórnarfndi þann 30. desember síðastliðinn var lögð fram tillaga um að flýta landsfundi og fjallaði framkvæmdastjórnin um hana í kvöld. 10.1.2012 22:26 Aftanákeyrsla í Grafarvogi og umferðarljós í ólagi Hörð aftanákeyrsla varð við Korpúlfsstaði í Grafarvoginum rétt eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sakaði engan en báðir bílanir eru mikið skemmdir. Ekkert ferðaveður er í borginni og mælt með því að fólk haldi sig heima. Umferðarljós á Miklubrautinni duttu út áðan, og víðsvegar um borgina, vegna rafmagnstruflana. 10.1.2012 21:08 Engin slys á fólki - eldurinn á fyrstu hæð Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi á Grensásvegi rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru allar stöðvar sendar á staðinn. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og slökktu eldinn. Engin slys urðu á fólki. Ein stöð er á vettvangi núna og er að reykræsta íbúðina og íbúðir í kring. 10.1.2012 20:09 Sjónvarpsþáttaröð byggð á Goodfellas í bígerð Bandaríska sjónvarpsstöðin AMC vinnur nú að framleiðslu sjónvarpsþátta sem byggðir eru á bókinni Wiseguy en stórmyndin Goodfellas var byggð á sömu bók. 10.1.2012 20:06 Sjá næstu 50 fréttir
Teknir við kannabisræktun á tveimur stöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti kannabisræktun á tveimur stöðum í austurborginni í gærkvöldi og lagði hald á plöntur og tæki til ræktunar. Nokkrir menn af asískum uppruna stóðu að þessari ræktun. 12.1.2012 06:45
Gengið frá leigusamningi Leigusamningur fyrir Þverá og Kjarrá í Borgarfirði var undirritaður í gær. Samningurinn er til fimm ára eða frá næsta sumri til ársins 2017. 12.1.2012 06:45
Heimila nýjar lóðir í Flatey Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt fjórar nýjar lóðir fyrir sumarhús í Flatey. 12.1.2012 06:15
"Mannlífið heldur áfram – markaðir eru opnir og börn ganga í skóla“ Tvö ár eru liðin frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Haítí og kostaði á þriðja hundrað þúsund mannslífa. Uppbyggingarstarfið hefur gengið hægt en UNICEF segir mikil tækifæri til langtímaþróunar samfélagsins. 12.1.2012 06:00
Skora á stjórnvöld að standa við gefin loforð Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar stéttarfélags samþykkti ályktun um að skora á ríkisstjórn Íslands að standa við gefin loforð og undirritaðar yfirlýsingar, sem verða kjör og réttindi launafólks í landinu. 11.1.2012 21:50
Búið að draga í Víkingalottóinu - Íslendingur fær 3 milljónir Nú er búið að draga í Víkingalottóinu en ekki var hægt að draga á réttum tíma í kvöld vegna tæknilegra örðugleika. Það voru þrír sem hrepptu fyrsta vinningin, en þeir búa í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þeir fá tæplega 83 milljónir á mann. 11.1.2012 21:28
Jón Gnarr um Nasa: Borgin er ekki að fara reka skemmtistað "Ég hef miklar áhyggjur af því,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, um málefni skemmtistaðarins Nasa við Austurvöll, sem stendur til að loka þann 1. júní næstkomandi. 11.1.2012 20:11
Már í mál við Seðlabanka Íslands Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur stefnt Seðlabanka Íslands til að fá launakjör sín leiðrétt. Málið hefur þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. 11.1.2012 18:30
Drættinum frestað Sökum óviðráðanlegra aðstæðna hjá samstarfsaðila frestast Víkingalottó útdrátturinn um óákveðinn tíma. Tölurnar úr drættinum birtast hér á Vísi um leið og þær berast. 11.1.2012 19:33
"Hver þarf á sjálfvirkri skammbyssu að halda?" Blátt bann við eign og vörslu á hálfsjálfvirkum skotvopnum kemur ekki til með að hafa áhrif á iðkendur skotíþrótta að mati innanríkisráðherra sem vill herða vopnalögin í landinu. 11.1.2012 19:30
Maturinn eyðilagðist þegar eldur kom upp í örbylgjuofni Eldur kviknaði í örbylgjuofni í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Óhappið varð þegar einn heimilismanna ætlaði að hita sér málsverð með fyrrgreindum afleiðingum. Engan sakaði en maturinn eyðilagðist og trúlega verður þessi örbylgjuofn ekki notaður framar. Aðrar skemmdir voru ekki sjáanlegar á heimilinu. 11.1.2012 19:19
Ísfirðingar gætu þurft að borga 120 þúsund meira í leikskólagjöld Ísfirskir foreldrar með eitt barn geta þurft að greiða tæplega hundrað og tuttuguþúsund krónum meira í leikskólagjöld á ári en þeir sem búa í höfuðborginni samkvæmt núgildandi verðskrám. 11.1.2012 19:00
Tugmilljóna tjón þegar eldur kviknaði í spennistöð Tugmilljóna tjón varð á spennuvirki í Hvalfirði eftir að eldur kviknaði þar í óveðrinu í gærkvöldi. Aðstoðarforstjóri Landsnets segir þörf á að skoða yfirbyggingu yfir spennuvirkið til að verja það fyrir salti og ísingu. 11.1.2012 18:45
Jens Kjartansson farinn í leyfi Jens Kjartansson er farinn í leyfi frá störfum sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans. Ákvörðunin er tekin að hans frumkvæði. Jens segir að landlæknir hafi vorið 2010 talið óheppilegt að hann upplýsti konur með PIP-púða um mögulega skaðsemi þeirra. 11.1.2012 18:18
Fengu tilkynningu um hreyfingalausan mann Lögreglumenn fara oft í útköll sem síðan reynast á misskilningi byggð en nú á dögunum fékk lögreglan tilkynningu um mann sem var sagður vera hreyfingalaus á bekk við suðurenda Reykjavíkurtjarnar. 11.1.2012 17:08
Svartur á leik frumsýnd í Rotterdam Íslenska kvikmyndin Svartur á leik verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam sem hefst í lok mánaðarins að því er fram kemur á kvikmyndavefnum Hollywood Reporter. Þar keppir hún í flokki mynda sem eru allar eru frumraunir leikstjóranna. 11.1.2012 16:41
Eiturefni yfir viðmiðunarmörkum á Húsavík Magn díóxíns og köfnunarefnisoxíðs reyndist yfir viðmiðunarmörkum þegar útblástur frá Sorpsamlagi Þingeyinga var mældur þann 29. september 2011 en niðurstöður mælinganna bárust 5. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá sorpsamlaginu segir að til viðeigandi ráðstafana hafi verið gripið. Efnin voru bæði undir viðmiðunarmörkum í mælingu sem gerð var 8. febrúar 2011. Gert er ráð fyrir að efnin verði innan viðmiðunarmarka þegar útblásturinn verður mældur að nýju í febrúar næstkomandi. 11.1.2012 16:10
Tvö sveitarfélög halda leikskólagjöldum óbreyttum Einungis tvö sveitarfélög af fimmtán hafa ekki hækkað gjaldskrár á leikskólum með fæði. Þar er um að ræða Ísafjarðabæ og Seltjarnarneskaupstað. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma gæslu með fæði er hjá Reykjanesbæ um 16%, Hafnarfirði um 15% og Reykjavík um 13%. Níu tíma gæsla hefur einnig hækkað töluvert eða um allt að 23%. Forgangshópar eru ekki undanþegnir gjaldskrárhækkunum sveitarfélagana. 11.1.2012 15:12
Fagnar því ef fatlaða fólkinu er hlift "Ég fagna því ef þetta er rétt. Það er bara mikilvægt og gott að fólk sjái að sér," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, um þá fyriræltun Reykjavíkurborgar að hætta við að hækka matargjöld á fatlaða starfsmenn á vernduðum vinnustöðum í Reykjavík. 11.1.2012 14:49
Nýtt félag utan um Húsasmiðjuna Danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S mun stofna nýtt félag utan um rekstur Húsasmiðjunnar á Íslandi í kjölfar þess að hún keypti rekstur fyrirtækisins. Við það munu skuldir og skuldbindingar Húsasmiðjunnar ehf. á 2,5 milljarða króna færast yfir til hins nýja félags. Möguleg endurálagning skattayfirvalda upp á 700 milljónir króna og möguleg sekt samkeppnisyfirvalda vegna meints ólögmæts samráðs Húsasmiðjunnar við samkeppnisaðila sína verða skildar eftir á gömlu kennitölunni ásamt eignum upp á 240 milljónir króna. Enn fremur munu þær 800 milljónir króna sem Bygma greiddi fyrir Húsasmiðjuna verða eftir á henni og fara upp í sektargreiðslurnar verði þær að veruleika. Þetta kemur fram í skriflegu svari Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), fyrrum eiganda Húsasmiðjunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. Bygma tók við rekstri Húsasmiðjunnar í byrjun árs 2012. 11.1.2012 14:00
Allt á fullu í snjómokstrinum í dag Vélheflar, stórvirkar vélskóflur, traktorar og fleiri tæki eru við snjóhreinsun í öllum hverfum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að í dag séu 65 starfsmenn Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum við störf og hafa þeir 41 tæki til unmráða. 11.1.2012 13:37
Réðust tvisvar inn á Dominos og hirtu tugi þúsunda Fimm ungir karlmenn hafa verið ákærður fyrir rán á Dominos Pizza við Hjarðarhaga þann 21. febrúar síðastliðinn. Fjórir þeirra voru einnig ákærðir fyrir rán á Domnios í Spönginni þann 11. febrúar síðastliðinn. 11.1.2012 13:32
Lögregla aðstoðaði illa haldinn mann í miðbænum Færðin, eða ófærðin öllu heldur, í höfuðborginni síðustu daga hefur ekki farið framhjá neinum. Lögreglan greinir frá því að í gær hafi hún þurft að aðstoða mann sem var hríðskjálfandi og illa búinn á götum borgarinnar. 11.1.2012 13:00
Golíat aflífaður Hundurinn Golíat, sem er þriggja ára gamall, verður tekinn af lífi samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hundurinn er í eigu 45 ára gamallar konu í Garðabæ. 11.1.2012 11:54
Hundrað börn í nýjum leikskóla Nýr leikskóli verður formlega tekinn í notkun í Garðabæ í dag. Fyrstu börnin hafa þó verið þar frá því á mánudag. 11.1.2012 11:00
Sígildar perlur á metsölulista Nokkrar af helstu perlum íslenskra bókmennta eru á meðal mest seldu bóka liðinnar viku í Pennanum-Eymundsson. Ástæðan er sú að nú eru skólarnir að hefjast á ný eftir jólaleyfi og margar af mest seldu bókunum eru á leslista framhaldsskólanna. Á lista yfir tíu mest seldu bækurnar eru meðal annars Úngfrúin góða og húsið, eftir Halldór Laxness, sem er í sjöunda sæti. Sjálfstætt fólk eftir sama höfund er í fjórða sæti. Það vekur líka kannski eftirtekt að í toppsætinu er svo kennslubók um hekl, sem Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir skrifaði. 11.1.2012 10:55
Líkir málinu við Úkraínu „Kjósendur eiga að úrskurða um hvort ég hafi breytt rangt eða rétt í kjörklefanum. Að vera dreginn fyrir rétt af pólitískum andstæðingum minnir á Úkraínu þar sem forsætisráðherrann hefur verið dæmdur fyrir að hafa skrifað upp á slæman samning um gasflutninga.“ 11.1.2012 10:00
Ofbeldi foreldra dulinn vandi Þrátt fyrir að líkamlegar refsingar á börnum séu bannaðar með lögum eru þær algengar hérlendis. Rannsókn sýnir að 6 til 10 ára börn eru líklegust til að verða fyrir ofbeldi. Fötluðum börnum er hætt við ofbeldi. 11.1.2012 09:30
Þyngja refsingar við vopnaburði Þynging refsinga við ólöglegum vopnaburði, aukin fjárframlög til lögreglu og aukin samvinna stjórnvalda við íslensk og alþjóðleg lögregluyfirvöld eru kostir sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sér í stöðunni eftir að nýtt hættumat greiningardeildar ríkislögreglustjóra var gert opinbert. Þar er dregin upp svört mynd af glæpastarfsemi hér, þar sem um er að ræða skipulagða starfsemi bæði innlendra og erlendra glæpahópa. 11.1.2012 09:30
Eldur kom upp í spennistöð Landsnets í Hvalfirði Eldur kom upp í spennistöðinni Brennimelur í Hvalfirði í gærkvöldi og var slökkvilið kallað á staðinn. Vegna eldsins og gríðarlegrar seltu var ekki mögulegt að spennusetja allt tengivirkið fyrr en ráðstafanir höfðu verið gerðar vegna eldsins og seltunnar. 11.1.2012 09:18
Veiðileyfum í vötnum og ám verði úthlutað Þingmaðurinn Þór Saari segir gróðahyggjuna komna út úr korti í stangveiði. Venjulegir veiðimenn hrekist burt. Gera ætti veiðirétt að almannarétti og úthluta stangveiðileyfum á sama hátt og nú er með hreindýraveiðileyfi. 11.1.2012 09:00
Gefur vinnu og búnað í 101 milljónar framkvæmd Oddfellowreglan hefur undirritað viljayfirlýsingu um að reglan færi Landspítalanum að gjöf framkvæmdir við líknardeildina í Kópavogi. 11.1.2012 09:00
Hellisheiði opin en varað við hálku Búið er að opna Hellisheiði en þar er hálka. Á Sandskeiði og í Þrengslum er einnig hálka. Unnið er að mokstri víða í uppsveitum, einnig á Mosfellsheiði og við Þingvallavatn. 11.1.2012 08:40
Smíði Þorláksbúðar verður lokið í sumar Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkomendur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er málsókn, sem ólíklegt er að af verði.Framkvæmdir við Þorláksbúð við Skálholtskirkju halda áfram og stefnt að verklokum í sumar. Árni Johnsen segir almenna sátt um verkið en afkomendur arkitekts eru enn ósáttir. Eina í stöðunni er málsókn, sem ólíklegt er að af verði. 11.1.2012 08:30
Þjónusta Orkuveitunnar víðast komin í lag Þjónusta Orkuveitu Reykjavíkur er víðast hvar komin í samt lag eftir að rafmagnstruflanir eða rafmagnsleysi í gærkvöldi og nótt röskuðu rekstri veitukerfa víða á Suður- og Vesturlandi. 11.1.2012 07:58
Yfir 40 umferðaróhöpp í borginni Tilkynnt var um liðlega 40 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gær fyrir utan þau tilvik þar sem ökumenn hafa sjálfir gert skýrslur, en ekkert alvarlegt slys varð. 11.1.2012 07:37
Björgunarsveit aðstoðaði fólk í Héðinsfirði Björgunarsveit var kölluð út um sex leitið í morgun til að aðstoða fólk, sem sat fast í bíl í Héðinsfirði, á spottanum á milli Héðinsfjarðargagnanna. Þar hafði skafið í skafla. Engin hætta var á ferðum. 11.1.2012 07:29
Alvarlegar truflanir á orkukerfum Alvarlegar truflanir urðu í orkukerfum á Suðvesturlandi upp úr klukkan sex í gærkvöldi, þegar svonefndur yfirsláttur varð í búnaði í tengivirki Landsnets í Hvalfirði vegna ísingar og seltu. 11.1.2012 07:14
Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010. 11.1.2012 07:00
Húsráðandi slapp ómeiddur úr eldsvoða Húsráðandi slapp ómeiddur út þegar eldur blossaði upp í íbúð hans í fjölbýlishúsi að Grensásvegi 60 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. 11.1.2012 06:57
Rafmagn komið á Viðgerðarmönnum tókst að koma rafmagni á álverið á Grundartanga rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Verið er að koma álverinu aftur í gang en það getur tekið nokkra klukkutíma. Ef það tekst eru litlar líkur á að tjón hafi orðið í álverinu. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í fyrramálið. 10.1.2012 22:35
Framkvæmdastjórnin vill ekki landsfund í vor Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mælir ekki með því landsfundur flokksins verði í vor. Á flokkstjórnarfndi þann 30. desember síðastliðinn var lögð fram tillaga um að flýta landsfundi og fjallaði framkvæmdastjórnin um hana í kvöld. 10.1.2012 22:26
Aftanákeyrsla í Grafarvogi og umferðarljós í ólagi Hörð aftanákeyrsla varð við Korpúlfsstaði í Grafarvoginum rétt eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sakaði engan en báðir bílanir eru mikið skemmdir. Ekkert ferðaveður er í borginni og mælt með því að fólk haldi sig heima. Umferðarljós á Miklubrautinni duttu út áðan, og víðsvegar um borgina, vegna rafmagnstruflana. 10.1.2012 21:08
Engin slys á fólki - eldurinn á fyrstu hæð Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi á Grensásvegi rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru allar stöðvar sendar á staðinn. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og slökktu eldinn. Engin slys urðu á fólki. Ein stöð er á vettvangi núna og er að reykræsta íbúðina og íbúðir í kring. 10.1.2012 20:09
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Goodfellas í bígerð Bandaríska sjónvarpsstöðin AMC vinnur nú að framleiðslu sjónvarpsþátta sem byggðir eru á bókinni Wiseguy en stórmyndin Goodfellas var byggð á sömu bók. 10.1.2012 20:06
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent