Innlent

Jón Gnarr um Nasa: Borgin er ekki að fara reka skemmtistað

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur miklar áhyggjur af skemmtistaðnum Nasa.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur miklar áhyggjur af skemmtistaðnum Nasa.
„Ég hef miklar áhyggjur af því," segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, um málefni skemmtistaðarins Nasa við Austurvöll, sem stendur til að loka þann 1. júní næstkomandi.

Jón var gestur í Kastljósi í kvöld. Hann sagði í þættinum hafa fundað með mörgum út af væntanlegri lokun Nasa. „Ég hef reynt að leita leiða til þess að takast á við það vandamál, en ég hef ekki enn fundið lausnina," sagði hann.

Hann var spurður að því hvort að Reykjavíkurborg myndi á einhvern hátt koma inn í rekstur staðarins, til þess að forða honum frá lokun. „Borgin er ekki að fara reka skemmtistað, það held ég að sé mjög óraunhæft. En hvort að húsið geti nýst undir annars konar starfsemi útiloka ég ekki. Þetta er bara mál sem við höfum verið að skoða en enn sem komið er hefur enginn komið með einverja „brilljant" hugmynd, sem allir myndi sjá að væri satt og rétt," sagði hann.

Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að fréttirnar um að staðurinn verði rifinn í sumar væri sorglegar fyrir sig og marga aðra. Hún hefur rekið staðinn í rúman áratug. Húsið er í eigu einkaaðila, Péturs Þórs Sigurðssonar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×