Fleiri fréttir

Alvarlegar truflanir á orkukerfum

Alvarlegar truflanir urðu í orkukerfum á Suðvesturlandi upp úr klukkan sex í gærkvöldi, þegar svonefndur yfirsláttur varð í búnaði í tengivirki Landsnets í Hvalfirði vegna ísingar og seltu.

Álfheiði misbýður lausn ríkisins vegna sílíkonpúða

Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010.

Húsráðandi slapp ómeiddur úr eldsvoða

Húsráðandi slapp ómeiddur út þegar eldur blossaði upp í íbúð hans í fjölbýlishúsi að Grensásvegi 60 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Rafmagn komið á

Viðgerðarmönnum tókst að koma rafmagni á álverið á Grundartanga rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Verið er að koma álverinu aftur í gang en það getur tekið nokkra klukkutíma. Ef það tekst eru litlar líkur á að tjón hafi orðið í álverinu. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en í fyrramálið.

Framkvæmdastjórnin vill ekki landsfund í vor

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar mælir ekki með því landsfundur flokksins verði í vor. Á flokkstjórnarfndi þann 30. desember síðastliðinn var lögð fram tillaga um að flýta landsfundi og fjallaði framkvæmdastjórnin um hana í kvöld.

Aftanákeyrsla í Grafarvogi og umferðarljós í ólagi

Hörð aftanákeyrsla varð við Korpúlfsstaði í Grafarvoginum rétt eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sakaði engan en báðir bílanir eru mikið skemmdir. Ekkert ferðaveður er í borginni og mælt með því að fólk haldi sig heima. Umferðarljós á Miklubrautinni duttu út áðan, og víðsvegar um borgina, vegna rafmagnstruflana.

Engin slys á fólki - eldurinn á fyrstu hæð

Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi á Grensásvegi rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru allar stöðvar sendar á staðinn. Reykkafarar fóru inn í íbúðina og slökktu eldinn. Engin slys urðu á fólki. Ein stöð er á vettvangi núna og er að reykræsta íbúðina og íbúðir í kring.

Vaðlaheiðargöng: Umtalsverð áhætta fyrir ríkissjóð

Fyrirhuguð lánveiting ríkisins vegna Vaðlaheiðarganga ber í sér umtalsverða áhættu fyrir ríkissjóð og kallar á endurmat á fjármögnun framkvæmdanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem IFS Greining vann fyrir fjármálaráðuneytið.

Einhverfuröskun ekki skammarleg

"Það er ekkert til að skammast sín fyrir að vera með röskun á einhverfurófi," segir 27 ára gömul kona sem fyrir jól mannaði sig upp í að fara í einhverfugreiningu. Við hittum Mamiko Dís Ragnarsdóttur uppi í Breiðholti í dag, sem vill að fólk með slíka röskun komi úr felum og vonar að saga hennar gagnist öðrum.

Umferðarljós virka ekki

Umferðarljós eru dottin út á sumum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru bilunin aðallega bundin við miðbæ Reykjavíkur en fréttastofa hefur fengið fregnir af því að umferðarljósin á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar virki ekki.

Rafmagn komið á á Akranesi

Rafmagn er nú komið á á Akranesi. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, segir að tekist hafi verið að koma því á fyrir stundu. Þó sé mikill óstöðugleiki í rafmagninu en menn hjá Orkuveitunni eru á tánum og eru tilbúnir að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis.

Íbúar á Ólafsvík beðnir um að fara sparlega með rafmagn

Rafmagn í Ólafsvík er nú framleitt með varavélum og er skammtað íbúum á svæðinu. Vinnuflokkur Landsnets er nú staddur í Staðarsveit við bilanaleit á 66 kv flutningslínunni Vegamót - Ólafsvík. Í tilkynningu segir að erfiðlega hafi gengið að komast í spennistöðvar vegna slæms skyggnis og ófærðar. Þessar aðstæður hafa meðal annars tafið mjög fyrir því að koma rafmagni til notenda á Hellissandi sem hafa verið hvað lengst án rafmagns á svæðinu. Beint er til raforkunotenda að fara sparlega með rafmagn þannig að hægt sé að koma rafmagni til sem flestra og þannig komast hjá skömmtun á rafmagni.

Lýtalæknar hafa neitað landlækni um upplýsingar

Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að P.I.P sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir.

Nelson vill á Kvíabryggju

"Ég get ekki lofað því að Gunnar myndi ráða sig sem fangavörð, en hann yrði eflaust helvíti góður í því,“ segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelsonar. Haraldur er einn af ellefu umsækjendum um embætti forstöðumanns á Kvíabryggju, sem var auglýst laust til umsóknar fyrir áramót.

Lögreglan: Akið varlega!

Lögreglan minnir fólk á að fara varlega í umferðinni enda er hálka á öllum vegum. Samhliða þessu er líka minnt á mikilvægi þess að hreinsa hrím og/eða snjó af bílrúðum og ljósum þegar svo ber undir. Sé það ekki gert setja hinir sömu sjálfa sig og aðra vegfarendur í hættu með takmörkuðu útsýni. Að síðustu skal það nefnt að ökutæki skulu búin til vetraraksturs enda gáleysi að aka um á slitnum sumardekkjum um hávetur. Þess eru þó því miður of mörg dæmi um.

Á hálum ís á Hellisheiði

Fréttamaðurinn grandvari Hödd Vilhjálmsdóttir komst í hann krappan þegar þau Gísli Berg tæknistjóri á Stöð 2, voru að mynda ófærð á Hellisheiðinni í dag. Gríðarlega hált var á heiðinni og áttu þau í mestu vandræðum með að halda bílnum á veginum. Á einum stað snerist bíllinn heilhring á veginum, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Allt fór þó vel og komust þau Hödd og Gísli heilu og höldnu til baka í bæinn. Nánar verður sagt frá fréttinni í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.

Bílvelta á Vesturlandsvegi

Ökumaður velti bíl sínum á Vesturlandsvegi á fimmta tímanum í dag. Tækjabíll frá slökkviliðinu var kallaður út auk lögreglu og sjúkraliðs, en ekki er vitað hvort alvarleg meiðsl hafi orðið.

Þroskahamlaðir borga meira fyrir matinn en borgarfulltrúar

Þroskahamlaðir starfsmenn Reykjavíkurborgar greiða meira fyrir hádegismat en borgarfulltrúar og embættismenn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, vekur máls á þessu atriði á bloggi sínu á vefsvæði Smugunnar.

Straumsvíkursmygl: Meintur smyglari áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa smyglað tæpum tíu kílóum af amfetamíni, rúmlega átta þúsund MDMA töflum og talsverðu magni af sterum til landsins

Fólk beðið um að spara rafmagnið

Erfiðlega gengur að koma rafmagni á alla notendur í Ólafsvík og Hellissandi rafmagn fór af bæjunum og Rifi um klukkan níu í morgun þegar bilun varð á flutningslínunni frá Vegamótum til Ólafsvíkur.

Mæðgur frá Brisbane sáu norðurljósin en ekki Lárus Welding

"Við erum bara ævintýragjarnar konur," sagði Margret Murphy sem, ásamt dóttur sinni, sátu í þingfestingu dómsmáls gegn Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Hvorugir mættu í þingfestingu Svartháfsmálsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag því báðir voru þeir staddir erlendis.

Frost á Langjökli - veðrið hamlar tökum

Rúmlega tuttugu manna kvikmyndatökulið er nú að tygja sig niður af Langjökli sökum veðursins sem gengur yfir landið. Verið er að gera hörkuspennandi íslenskan vísindatrylli sem á að heita Frost en myndin er í leikstjórn Reynis Lyngdal.

Fékk sér PIP brjóst og missti hárið

Tveggja barna móðir byrjaði að missa hárið eftir að hún fékk sílíkonpúða frá PIP. Hún fann fyrir margs konar öðrum óþægindum og hafði samband við landlækni, sem aðhafðist ekkert.

Nokkrir klukkutímar þar til álið storknar

Starfsmenn Norðuráls eru í miklu kappi við tímann eftir að rafmagnslaust varð í álverinu á Grundartanga. Nú er búið að vera rafmagnslaust í tvo og hálfan klukkutíma - en samkvæmt upplýsingum frá Norðuráli er talið að ekki megi vera rafmagnslaust lengur en þrjá til fjóra klukkutíma.

Eldur í fjölbýlishúsi

Eldur er kominn upp í fjölbýlishúsi að Grensásvegi 60. Allar stöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru á leið á vettvang. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru að minnsta kosti þrír sjúkrabílar og tveir slökkviliðsbílar fyrir utan blokkina. Nánari upplýsingar þegar þær berast.

Álverið á Grundartanga án rafmagns - mikið tjón getur orðið

Rafmagnslaust er í álverinu á Grundartanga og vinnur nú Landsnet að viðgerð. Ágúst Hafberg, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé ljóst hvað olli því að rafmagnið í álverinu sló út en líklega sé það vegna veðurs. Ef álverið er án rafmagns í meira en örfáa klukkutíma getur tjónið hlaupið á milljörðum. Rafmagn hefur slegið út víðsvegar um land í dag og í kvöld.

Rafmagnslaust á Akranesi

Rafmagnslaust er á Akranesi en rafmagn í bænum sló út fyrir nokkrum mínútum síðan. Að sögn bæjarbúa sem fréttastofa talaði við fyrir stundu er allt svart og kertaljós eru í öllum gluggum. Ekki er vitað hvenær rafmagnið kemst aftur á. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur við vinnslu fréttarinnar.

Opnar nýjan vef um ferðamennsku

Fyrirtækið Já opnar nýjan vef sem ætlað er að veita erlendum ferðamönnum betra aðgengi að upplýsingum um Ísland og vörur og þjónustu sem þeim standa til boða hér á landi. Vefurinn, sem verður á slóðinni www.iceland.ja.is er samstarfsverkefni Já og aðila í íslenskri ferðaþjónustu, og verða íslensk fyrirtæki sýnilegri ferðamönnum bæði áður en þeir koma til landsins og á meðan á dvöl þeirra stendur. Öll þau fyrirtæki sem þegar eru skráð hjá Já verða sjálfkrafa skráð á hinn nýja vef þeim að kostnaðarlausu.

Reykjanesbrautin þokkalega fær þrátt fyrir éljagang

Loka þurfti Reykjanesbraut til móts við Stekki um tíma rétt fyrir hádegið vegna umferðaróhapps. Tveir bílar skullu saman enda skyggni með eindæmum slæmt. Engin meiðsli urðu á fólki. Brautin hefur verið opnuð aftur og að sögn lögreglu þokkalega fær þótt ekki sé færðin góð. Gengið hefur á með mjög dimmum og hvössum éljum og hefur það gert ökumönnum mjög erfitt fyrir á stundum.

Lekir PIP púðar fjarlægðir - ríkið borgar

Konur sem fengu ígrædda PIP-brjóstapúða á árunum 2000 - 2010 og eru sjúkratryggðar hér á landi munu fá bréf á næstu dögum þar sem þeim verður boðið að koma sér að kostnaðarlausu í ómskoðun á brjóstum til að kanna ástand púðanna. Reynist púðar lekir tekur ríkið þátt í kostnaði við að fjarlægja þá samkvæmt almennum reglum um greiðsluþátttöku hins opinbera vegna aðgerða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun heilbrigðisyfirvalda vegna þessa máls á fundi ríkisstjórnar í dag.

Reykjanesbrautin lokuð vegna óhapps

Búið er að loka Reykjanesbrautina frá Stekk, til Reykjavíkur vegna umferðaróhapps. Þar er slæm færð, mikil hálka og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum má gera ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður næsta hálftímann.

Gáfust upp á að moka Hellisheiðina

Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu tilraun til þess að skafa Hellisheiðina í morgun. Þeir gáfust upp um klukkan hálftíu í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Veðrið á Heiðinni mun vera vonlaust til slíkra framkvæmda og hefur heldur bætt í þar heldur en að það hafi dregið úr.

Seinkanir hjá Strætó og ekki ekið út á land

Ófærðin á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur komið niður á almenningssamgöngum. Ekki hefur verið ekið austur fyrir fjall eða upp á Akranes vegna færðarinnar og þá eru seinkanir á flestum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó biður viðskiptavini sína velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur.

Víkurskarði yrði að loka fyrir göngin

Pálmi Kristinsson stingur upp á því að Víkurskarði verði lokað til að tryggja tekjur Vaðlaheiðarganga. Pálmi gagnrýnir vinnubrögð fjármálaráðherra.

Vara sérstaklega við aðstæðum í Kollafirði

Umferðarstofa varar sérstaklega við því að brimið getur gengið yfir veginn í botni Kollafjarðar vegna hvassviðrisins og á köflum sé mjög erfitt að greina aðstæður vegna slæms skyggnis þar. Það geti verið óþægilegt fyrir ökumenn þegar þeir aka skyndilega ofan í vatnið á veginum. Ef ekki sé ekið varlega og á litlum hraða geta hjólin flotið með þeim afleiðingum að menn missa stjórn á bílnum. Það er mjög slæm færð og veður víðast hvar á landinu og vill Umferðarstofa hvetja ökumenn til að fara sér hægt og leggja ekki upp í för nema á vel útbúnum bílum.

Sjá næstu 50 fréttir