Fleiri fréttir Hátt í 30 manns komu saman í Silfru Hátt í þrjátíu kafarar voru saman komnir í Silfru í gærkvöldi til að taka þátt í heimsmeti. Vonast er til að yfir þrjú þúsund manns hafi verið í kafi á sama tíma um allan heim. Það var komið kolniðamyrkur við Þingvallavatn í gærkvöldi þegar tugir kafara komu saman með það að markmiði að setja heimsmet í næturköfun, það er að segja flestir kafarar í kafi í einu. 4.11.2011 18:56 Alþingi falið að bera ábyrgð á Vaðlaheiðargöngum Stefnt er að því að Alþingi taki ákvörðun innan tveggja til þriggja vikna um hvort lánsfjárheimild verði veitt til Vaðlaheiðarganga. Nýir arðsemisútreikningar verða kynntir á opnum þingnefndarfundi á mánudag. 4.11.2011 18:23 Jóhanna fundar með forseta framkvæmdastjórnar ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er farin til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt fundar forsætisráðherra með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu. 4.11.2011 17:26 Sterkasta kona Íslands haldin um helgina Keppnin „Sterkasta kona Íslands“ verður haldin í Höprunni klukkan tvö á sunnudaginn kemur. Keppnin er hluti af sýningunni „Icelandic Health and Fitness Expo“ 4.11.2011 16:42 Hnúfubakar hrella brimbrettakonu - ótrúlegt myndband Litlu munaði að kona ein í Californíu endaði í gini hvals á dögunum. Hún var á brimbretti undan ströndinni í Santa Cruz þegar tveir stærðarinnar hnúfubakar stökkva upp úr sjónum. Hnúfubakarnir komust í feitt þegar torfa af ansjósum synti fram hjá og voru ekki á þeim buxunum að láta konuna á brimbrettinu trufla sig við þá iðju að skófla fiskinum upp í ginið. 4.11.2011 16:29 Ikea reisir risageitina Gävle - var brennd fyrir ári Þeir sem eiga leið um Kauptúnið í Garðabæ reka líklega upp stór augu en þar má finna risastóra geit. Um er að ræða sænsku jólageitina Gävle sem er á vegum Ikea. Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar en hún er vinsælasta geit Svía. Geitin var fyrst reist á aðaltorgi bæjarins Gävle, sem er borið fram sem jevle, í upphafi aðventu ár hvert. 4.11.2011 16:09 Undir allri steinsteypunni - Ræða Gyrðis Elíassonar í heild sinni Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans í heild sinni. 4.11.2011 16:00 Myndband Audda fær ótrúlegar viðtökur Myndband sem Auðunn Blöndal frumsýndi hér á Vísi á miðvikudagskvöld hefur farið eins og eldur í sinu um netið og var horft á það hvorki meira né minna en 70 þúsund sinnum á rétt rúmum sólahring. 4.11.2011 15:55 Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um helgina Herjólfur siglir til Þorlákshafnar 5. til 7. nóvember vegna ölduspá samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Herjólfs. 4.11.2011 15:45 Jólabjórinn kemur eftir 11 daga "Það hefur alveg komið fyrir að einstaka tengundir klárast,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardótttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, en jólabjórinn kemur í vínbúðir þriðjudaginn 15. nóvember næstkomandi. Um 15 til 20 tegundir verða í boði þetta árið, sem er svipað og í fyrra. 4.11.2011 15:22 Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4.11.2011 15:16 Próflaus ökumaður reyndi að ljúga til nafns Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru kona á þrítugsaldri og karl á fertugsaldri, sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Annar karl, sömuleiðis á fertugsaldri, var stöðvaður við akstur í Garðabæ en sá hafði líka þegar verið sviptur ökuleyfi. Viðkomandi reyndi að ljúga til nafns en maðurinn hefur áður verið tekinn fyrir að aka sviptur. 4.11.2011 14:51 Menntamenn handteknir fyrir þjófnað Tveir tvítugir piltar voru handteknir í miðborg Reykjavíkur fyrir þjófnað á dögunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni gengust mennirnir við þjófnaðinum enda voru þeir gripnir glóðvolgir. 4.11.2011 14:51 Bóluefnið verður rannsakað "Þetta er svolítið sérstakt og óvenjulegt,“ segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu. Við sögðum frá því fyrr í dag að fimm stúlkur í Grunnskóla Húnaþings vestra hefðu sýnt ofnæmisviðbrögð eftir að þær voru bólusettar við HPV-veirunni í gær. 4.11.2011 14:43 Aftur vélavandræði hjá Airbus A380 - ári eftir að hreyfill sprakk Airbus A380 risaþota sem var á leið frá Sidney í Ástralíu til London neyddist til að lenda í Dúbaí í dag þegar bilun kom upp í hreyflum vélarinnar. Um er að ræða stærstu farþegaþotu í heimi en um 250 farþegar voru um borð. Fjórir hreyflar eru á vélunum og þurftu flugmennirnir að slökkva á einum þeirra þegar bilunin kom upp. Þeim tókst þó að lenda án vandræða í Dúbaí. 4.11.2011 13:45 Fimm stúlkur sýndu ofnæmisviðbrögð - ein flutt á sjúkrahús Kallað var á tvo sjúkrabíla í Grunnskóla Húnaþings vestra í gær eftir að fimm stúlkur í áttunda bekk fengu ofnæmisviðbrögð eftir bólusetningu við HPV-veirunni. Ein stúlkan var flutt til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins til frekari skoðunar. 4.11.2011 13:42 Hvalkjöt fjarlægt úr Leifsstöð - smyglarar sektaðir um tæpa milljón Hvalkjöt hefur verið fjarlægt út verslun Inspired by Iceland í Leifsstöð sem er í raun 10-11 verslun. 4.11.2011 13:40 Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna Leikhússtjórann Magnús Geir Eyjólfsson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. 4.11.2011 12:59 Útvarpsstjóra barst hvítt duft í pósti "Ég held að það sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki gefa sér að þetta sé grín eða eitthvað svoleiðis,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri sem fékk torkennilegt bréf frá Marokkó sent á skrifstofu sína í gær. Í bréfinu var miði með arabísku letri og þá var einnig hvítt duft í umslaginu. Nokkur viðbúnaður var í Útvarpshúsinu í gær eftir atvikið. 4.11.2011 11:54 Jóhanna hittir forseta framkvæmdastjórnar ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer eftir helgina til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt mun Johanna funda með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu. 4.11.2011 10:15 Flugvöllurinn verði lögfestur í Vatnsmýri Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vilja að staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði lögfest og að óvissu um framtíð hans verði þannig eytt. Lagafrumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í gær en fyrsti flutningsmaður er sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson. 4.11.2011 10:15 Ljósastaurar slógu út - líklega vegna eldinga „Okkur grunar að kerfið hafi slegið út vegna eldingar,“ segir Gunnlaugur Óskarsson, verkstjóri á rafmagnssviði HS Orku á Suðurnesjum, en stór hluti ljósastaura í Grindavík slógu út í gær. 4.11.2011 10:03 Öryggisbót við hættuleg gatnamót Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð ganga undir Reykjanesbraut við innkeyrslu að álverinu í Straumsvík. 4.11.2011 10:00 Húmanistar verðlauna Pál Óskar Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari fékk í gær Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Verðlaunin eru árviss viðburður og hafa þau verið veitt samfellt í sjö ár. Í tilkynningu frá Siðmennt segir að Páll Óskar hafi árum saman barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra og með jákvæðni sinni, sköpunarkrafti og einlægri framkomu verið landsmönnum öllum kærkomin fyrirmynd. 4.11.2011 09:38 Þriðji þjófurinn ræktaði kannabis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrði í gærdag konu, sem grunuð er um að hafa stolið allmiklu af fatnaði úr verslunum. Að auki hafði hún í vörslu sinni nokkrar kannabisplöntur. 4.11.2011 08:15 Auki tekjur ríkissjóðs um tæpa 10 milljarða Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, frumvarpi um nýjan fjársýsluskatt og frumvarpi um lokafjárlög ársins 2010. 4.11.2011 08:00 Hæstiréttur staðfesti dóm yfir svæfingarlækni Hæstiréttur hefur staðfest tólf mánaða fangelsisdóm yfir svæfingalækni sem sveik vel á fimmtu milljón út úr Tryggingastofnun á árunum 2005 og 2006. 4.11.2011 07:59 Nær engar breytingar á fylgi flokkanna Nær engar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sem fyrr mælist hátt hlutfall fólks, eða um 15%, sem ætlar sér ekki að kjósa eða skila auðu í næstu kosningum. 4.11.2011 07:55 Mengun frá farfuglum skaðar viðkomu arnarstofnsins Mengun, sem farfuglar bera með sér til landsins, hefur að öllum líkindum skaðleg áhrif á viðkomu arnarstofnsins hér á landi, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og fleiri aðila. 4.11.2011 07:50 Mikil sýking minnkar síldarkvótann Mikil sýking mælist enn í íslensku sumargotssíldinni og leggur Hafrannsóknastofnun til að veiðikvótinn á þessari vertíð verði aðeins 40 þúsund tonn og að veiðar verði einungis leyfðar við vestanvert landið. 4.11.2011 07:46 Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991 Tímasetningin á framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins vekur athygli í sögulegu samhengi. 4.11.2011 07:11 Fimm daga deildinni lokað Fimm daga deild líknardeildar Landspítala í Kópavogi var lokað um síðustu mánaðamót vegna læknaskorts og verður deildin lokuð til áramóta að minnsta kosti. 4.11.2011 06:30 Þurfum að gera betur varðandi flóttafólk Flóttamannanefnd velferðarráðuneytisins vonast til þess að geta tekið á móti svokölluðu kvótaflóttafólki hingað til lands í byrjun næsta árs. Ekki var tekið á móti neinum árið 2009 eða í ár, en sex kólumbískir flóttamenn fengu hér aðstöðu í fyrra. Hugtakið kvótaflóttamaður vísar til þess ákveðna fjölda sem boðið er til landa samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 4.11.2011 06:15 Það tekur alla tíma að aðlagast Þjóðin hefur staðið sig mjög vel í að bjóða innflytjendur velkomna og mér þykir mikið til koma. Ég finn fyrir miklum samhug þann stutta tíma sem ég hef verið hér og á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. En ég er líka viss um að það sé mikill vilji fyrir því að gera hlutina betur en nú þegar hefur verið gert og efla þetta mikilvæga starf.“ 4.11.2011 06:00 Dýraspítali og hesthús á hjólum Dýraspítali og hesthús, samtals 230 fermetrar að stærð, voru flutt í heilu lagi af fyrrverandi svæði hestamannafélagsins Gusts í Glaðheimum og á Kjóavelli, þar sem Gustsmenn hafa fengið úthlutað nýju svæði. 4.11.2011 06:00 Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4.11.2011 04:00 Nærmynd af Óla Tynes Það var eitt helsta einkennismerki Óla Tynes fréttamanns að gæða fréttir kímni og glettni. Í meðfylgjandi nærmynd er farið yfir feril Óla en þátturinn var sýndur í Íslandi í dag í kvöld. 3.11.2011 22:12 Með vörur frá Karen Millen fyrir milljónir króna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær konu sem er talin tengjast umfangsmiklum þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er talin tengjast tveimur öðrum konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi fyrir þjófnað að andvirði tugmilljóna króna. 3.11.2011 20:05 Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. 3.11.2011 19:14 Ætla að henda 150 þúsund skömmtum af svínaflensubóluefni Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. 3.11.2011 18:45 Ólafur Ragnar seldi Neyðarkarlinn Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hóf formlega sölu Neyðarkalls björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í verslanamiðstöðinni Kringlunni síðdegis í dag. Fyrsta Neyðarkarlinn keypti Magnús Gunnlaugsson, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa, eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári. 3.11.2011 18:21 Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3.11.2011 17:48 Hamingja í Reykjavík Konu á fertugsaldri, sem tók út reiðufé í banka í borginni um miðjan dag í gær, brá illilega þegar hún uppgötvaði að peningarnir voru horfnir. Konan var komin aftur í vinnuna þegar henni varð þetta ljóst en peningana hafði hún látið í umslag, sem nú fannst hvergi. 3.11.2011 17:24 Svæfingalæknir í skilorðsbundið fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Retykjavíkur yfir Árna Þór Björnssyni, svæfingalækni sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Tryggingastofnun Ríkisins, til að greiða sér rúmar 4 milljónir króna með því að framvísa 265 röngum reikningum. 3.11.2011 17:01 Lekandi hjá 23 einstaklingum Á fyrstu níu mánuðum ársins greindust 23 ný tilfelli af lekanda, samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala. Þar af eru sextán karlar og sjö konur frá tvítugu til 66 ára. 3.11.2011 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hátt í 30 manns komu saman í Silfru Hátt í þrjátíu kafarar voru saman komnir í Silfru í gærkvöldi til að taka þátt í heimsmeti. Vonast er til að yfir þrjú þúsund manns hafi verið í kafi á sama tíma um allan heim. Það var komið kolniðamyrkur við Þingvallavatn í gærkvöldi þegar tugir kafara komu saman með það að markmiði að setja heimsmet í næturköfun, það er að segja flestir kafarar í kafi í einu. 4.11.2011 18:56
Alþingi falið að bera ábyrgð á Vaðlaheiðargöngum Stefnt er að því að Alþingi taki ákvörðun innan tveggja til þriggja vikna um hvort lánsfjárheimild verði veitt til Vaðlaheiðarganga. Nýir arðsemisútreikningar verða kynntir á opnum þingnefndarfundi á mánudag. 4.11.2011 18:23
Jóhanna fundar með forseta framkvæmdastjórnar ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er farin til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt fundar forsætisráðherra með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu. 4.11.2011 17:26
Sterkasta kona Íslands haldin um helgina Keppnin „Sterkasta kona Íslands“ verður haldin í Höprunni klukkan tvö á sunnudaginn kemur. Keppnin er hluti af sýningunni „Icelandic Health and Fitness Expo“ 4.11.2011 16:42
Hnúfubakar hrella brimbrettakonu - ótrúlegt myndband Litlu munaði að kona ein í Californíu endaði í gini hvals á dögunum. Hún var á brimbretti undan ströndinni í Santa Cruz þegar tveir stærðarinnar hnúfubakar stökkva upp úr sjónum. Hnúfubakarnir komust í feitt þegar torfa af ansjósum synti fram hjá og voru ekki á þeim buxunum að láta konuna á brimbrettinu trufla sig við þá iðju að skófla fiskinum upp í ginið. 4.11.2011 16:29
Ikea reisir risageitina Gävle - var brennd fyrir ári Þeir sem eiga leið um Kauptúnið í Garðabæ reka líklega upp stór augu en þar má finna risastóra geit. Um er að ræða sænsku jólageitina Gävle sem er á vegum Ikea. Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar en hún er vinsælasta geit Svía. Geitin var fyrst reist á aðaltorgi bæjarins Gävle, sem er borið fram sem jevle, í upphafi aðventu ár hvert. 4.11.2011 16:09
Undir allri steinsteypunni - Ræða Gyrðis Elíassonar í heild sinni Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans í heild sinni. 4.11.2011 16:00
Myndband Audda fær ótrúlegar viðtökur Myndband sem Auðunn Blöndal frumsýndi hér á Vísi á miðvikudagskvöld hefur farið eins og eldur í sinu um netið og var horft á það hvorki meira né minna en 70 þúsund sinnum á rétt rúmum sólahring. 4.11.2011 15:55
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar um helgina Herjólfur siglir til Þorlákshafnar 5. til 7. nóvember vegna ölduspá samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Herjólfs. 4.11.2011 15:45
Jólabjórinn kemur eftir 11 daga "Það hefur alveg komið fyrir að einstaka tengundir klárast,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardótttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, en jólabjórinn kemur í vínbúðir þriðjudaginn 15. nóvember næstkomandi. Um 15 til 20 tegundir verða í boði þetta árið, sem er svipað og í fyrra. 4.11.2011 15:22
Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4.11.2011 15:16
Próflaus ökumaður reyndi að ljúga til nafns Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í Reykjavík í gærkvöld og nótt. Þetta voru kona á þrítugsaldri og karl á fertugsaldri, sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Annar karl, sömuleiðis á fertugsaldri, var stöðvaður við akstur í Garðabæ en sá hafði líka þegar verið sviptur ökuleyfi. Viðkomandi reyndi að ljúga til nafns en maðurinn hefur áður verið tekinn fyrir að aka sviptur. 4.11.2011 14:51
Menntamenn handteknir fyrir þjófnað Tveir tvítugir piltar voru handteknir í miðborg Reykjavíkur fyrir þjófnað á dögunum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni gengust mennirnir við þjófnaðinum enda voru þeir gripnir glóðvolgir. 4.11.2011 14:51
Bóluefnið verður rannsakað "Þetta er svolítið sérstakt og óvenjulegt,“ segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir í samtali við fréttastofu. Við sögðum frá því fyrr í dag að fimm stúlkur í Grunnskóla Húnaþings vestra hefðu sýnt ofnæmisviðbrögð eftir að þær voru bólusettar við HPV-veirunni í gær. 4.11.2011 14:43
Aftur vélavandræði hjá Airbus A380 - ári eftir að hreyfill sprakk Airbus A380 risaþota sem var á leið frá Sidney í Ástralíu til London neyddist til að lenda í Dúbaí í dag þegar bilun kom upp í hreyflum vélarinnar. Um er að ræða stærstu farþegaþotu í heimi en um 250 farþegar voru um borð. Fjórir hreyflar eru á vélunum og þurftu flugmennirnir að slökkva á einum þeirra þegar bilunin kom upp. Þeim tókst þó að lenda án vandræða í Dúbaí. 4.11.2011 13:45
Fimm stúlkur sýndu ofnæmisviðbrögð - ein flutt á sjúkrahús Kallað var á tvo sjúkrabíla í Grunnskóla Húnaþings vestra í gær eftir að fimm stúlkur í áttunda bekk fengu ofnæmisviðbrögð eftir bólusetningu við HPV-veirunni. Ein stúlkan var flutt til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins til frekari skoðunar. 4.11.2011 13:42
Hvalkjöt fjarlægt úr Leifsstöð - smyglarar sektaðir um tæpa milljón Hvalkjöt hefur verið fjarlægt út verslun Inspired by Iceland í Leifsstöð sem er í raun 10-11 verslun. 4.11.2011 13:40
Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna Leikhússtjórann Magnús Geir Eyjólfsson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. 4.11.2011 12:59
Útvarpsstjóra barst hvítt duft í pósti "Ég held að það sé betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki gefa sér að þetta sé grín eða eitthvað svoleiðis,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri sem fékk torkennilegt bréf frá Marokkó sent á skrifstofu sína í gær. Í bréfinu var miði með arabísku letri og þá var einnig hvítt duft í umslaginu. Nokkur viðbúnaður var í Útvarpshúsinu í gær eftir atvikið. 4.11.2011 11:54
Jóhanna hittir forseta framkvæmdastjórnar ESB Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer eftir helgina til funda í Brussel. Þar mun hún eiga fundi með Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Jose Manuel Barrosso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Jafnframt mun Johanna funda með Yves Leterme, forsætisráðherra Belgíu. 4.11.2011 10:15
Flugvöllurinn verði lögfestur í Vatnsmýri Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vilja að staðsetning Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði lögfest og að óvissu um framtíð hans verði þannig eytt. Lagafrumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í gær en fyrsti flutningsmaður er sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson. 4.11.2011 10:15
Ljósastaurar slógu út - líklega vegna eldinga „Okkur grunar að kerfið hafi slegið út vegna eldingar,“ segir Gunnlaugur Óskarsson, verkstjóri á rafmagnssviði HS Orku á Suðurnesjum, en stór hluti ljósastaura í Grindavík slógu út í gær. 4.11.2011 10:03
Öryggisbót við hættuleg gatnamót Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð ganga undir Reykjanesbraut við innkeyrslu að álverinu í Straumsvík. 4.11.2011 10:00
Húmanistar verðlauna Pál Óskar Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari fékk í gær Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar. Verðlaunin eru árviss viðburður og hafa þau verið veitt samfellt í sjö ár. Í tilkynningu frá Siðmennt segir að Páll Óskar hafi árum saman barist fyrir mannréttindum samkynhneigðra og með jákvæðni sinni, sköpunarkrafti og einlægri framkomu verið landsmönnum öllum kærkomin fyrirmynd. 4.11.2011 09:38
Þriðji þjófurinn ræktaði kannabis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrði í gærdag konu, sem grunuð er um að hafa stolið allmiklu af fatnaði úr verslunum. Að auki hafði hún í vörslu sinni nokkrar kannabisplöntur. 4.11.2011 08:15
Auki tekjur ríkissjóðs um tæpa 10 milljarða Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, frumvarpi um nýjan fjársýsluskatt og frumvarpi um lokafjárlög ársins 2010. 4.11.2011 08:00
Hæstiréttur staðfesti dóm yfir svæfingarlækni Hæstiréttur hefur staðfest tólf mánaða fangelsisdóm yfir svæfingalækni sem sveik vel á fimmtu milljón út úr Tryggingastofnun á árunum 2005 og 2006. 4.11.2011 07:59
Nær engar breytingar á fylgi flokkanna Nær engar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sem fyrr mælist hátt hlutfall fólks, eða um 15%, sem ætlar sér ekki að kjósa eða skila auðu í næstu kosningum. 4.11.2011 07:55
Mengun frá farfuglum skaðar viðkomu arnarstofnsins Mengun, sem farfuglar bera með sér til landsins, hefur að öllum líkindum skaðleg áhrif á viðkomu arnarstofnsins hér á landi, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Vesturlands og fleiri aðila. 4.11.2011 07:50
Mikil sýking minnkar síldarkvótann Mikil sýking mælist enn í íslensku sumargotssíldinni og leggur Hafrannsóknastofnun til að veiðikvótinn á þessari vertíð verði aðeins 40 þúsund tonn og að veiðar verði einungis leyfðar við vestanvert landið. 4.11.2011 07:46
Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991 Tímasetningin á framboði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins vekur athygli í sögulegu samhengi. 4.11.2011 07:11
Fimm daga deildinni lokað Fimm daga deild líknardeildar Landspítala í Kópavogi var lokað um síðustu mánaðamót vegna læknaskorts og verður deildin lokuð til áramóta að minnsta kosti. 4.11.2011 06:30
Þurfum að gera betur varðandi flóttafólk Flóttamannanefnd velferðarráðuneytisins vonast til þess að geta tekið á móti svokölluðu kvótaflóttafólki hingað til lands í byrjun næsta árs. Ekki var tekið á móti neinum árið 2009 eða í ár, en sex kólumbískir flóttamenn fengu hér aðstöðu í fyrra. Hugtakið kvótaflóttamaður vísar til þess ákveðna fjölda sem boðið er til landa samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 4.11.2011 06:15
Það tekur alla tíma að aðlagast Þjóðin hefur staðið sig mjög vel í að bjóða innflytjendur velkomna og mér þykir mikið til koma. Ég finn fyrir miklum samhug þann stutta tíma sem ég hef verið hér og á þeim stöðum sem ég hef heimsótt. En ég er líka viss um að það sé mikill vilji fyrir því að gera hlutina betur en nú þegar hefur verið gert og efla þetta mikilvæga starf.“ 4.11.2011 06:00
Dýraspítali og hesthús á hjólum Dýraspítali og hesthús, samtals 230 fermetrar að stærð, voru flutt í heilu lagi af fyrrverandi svæði hestamannafélagsins Gusts í Glaðheimum og á Kjóavelli, þar sem Gustsmenn hafa fengið úthlutað nýju svæði. 4.11.2011 06:00
Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. 4.11.2011 04:00
Nærmynd af Óla Tynes Það var eitt helsta einkennismerki Óla Tynes fréttamanns að gæða fréttir kímni og glettni. Í meðfylgjandi nærmynd er farið yfir feril Óla en þátturinn var sýndur í Íslandi í dag í kvöld. 3.11.2011 22:12
Með vörur frá Karen Millen fyrir milljónir króna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær konu sem er talin tengjast umfangsmiklum þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er talin tengjast tveimur öðrum konum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi fyrir þjófnað að andvirði tugmilljóna króna. 3.11.2011 20:05
Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. 3.11.2011 19:14
Ætla að henda 150 þúsund skömmtum af svínaflensubóluefni Hluta af þeim hundrað og fimmtíu þúsund skömmtum af bóluefninu gegn svínaflensu sem til er í landinu verður fargað á næstu vikum. Sóttvarnarlæknir telur enga þörf fyrir bóluefnið lengur en kostnaður efnisins sem fargað verður er tuttugu og fjórar milljónir. 3.11.2011 18:45
Ólafur Ragnar seldi Neyðarkarlinn Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hóf formlega sölu Neyðarkalls björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar í verslanamiðstöðinni Kringlunni síðdegis í dag. Fyrsta Neyðarkarlinn keypti Magnús Gunnlaugsson, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa, eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári. 3.11.2011 18:21
Hanna Birna: Hagsmunum okkar best borgið utan ESB „Um leið og það finnur kraftinn, vonina og tækifærin sem hér eru kemur fólk aftur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem tilkynnti það í dag að hún ætlaði að fara í framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins, aðspurð hvort að hún myndi berjast fyrir því að fá þá þúsundir Íslendinga sem hafa flust af landi brott aftur heim. 3.11.2011 17:48
Hamingja í Reykjavík Konu á fertugsaldri, sem tók út reiðufé í banka í borginni um miðjan dag í gær, brá illilega þegar hún uppgötvaði að peningarnir voru horfnir. Konan var komin aftur í vinnuna þegar henni varð þetta ljóst en peningana hafði hún látið í umslag, sem nú fannst hvergi. 3.11.2011 17:24
Svæfingalæknir í skilorðsbundið fangelsi Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Retykjavíkur yfir Árna Þór Björnssyni, svæfingalækni sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Tryggingastofnun Ríkisins, til að greiða sér rúmar 4 milljónir króna með því að framvísa 265 röngum reikningum. 3.11.2011 17:01
Lekandi hjá 23 einstaklingum Á fyrstu níu mánuðum ársins greindust 23 ný tilfelli af lekanda, samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítala. Þar af eru sextán karlar og sjö konur frá tvítugu til 66 ára. 3.11.2011 17:00