Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu 4. nóvember 2011 04:00 Þau eru sammála í pólitík en ósammála um hvort þeirra geti náð meiri árangri í brú Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/rósa Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira