Snýst um aðferðir en ekki pólitíska stefnu 4. nóvember 2011 04:00 Þau eru sammála í pólitík en ósammála um hvort þeirra geti náð meiri árangri í brú Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/rósa Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur lýst yfir framboði gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, á landsfundi sem haldinn verður 17. nóvember. Hanna Birna er fyrsta konan sem sækist eftir formennsku í flokknum í 82 ára sögu hans. Hanna Birna segir kosninguna munu snúast um hvern flokksmenn telja líklegastan til að ná árangri í kosningum. „Ég hef þá trú að við þessar aðstæður, með eina verstu ríkisstjórn allra tíma sem virðist leita uppi átök og það sem sundrar þessari þjóð, þá hljóti hugsjónir Sjálfstæðisflokksins að eiga mikinn hljómgrunn. Þess vegna tel ég að við getum náð miklum árangri í næstu kosningum.“ Ekki þurfi að koma á óvart að þau Bjarni séu í meginatriðum sammála. „Við Bjarni erum í sama stjórnmálaflokki, við aðhyllumst sömu lífsskoðun, trúum á frelsi einstaklingsins, lága skatta og lítil ríkisafskipti,“ segir hún. „Þetta snýst kannski frekar um aðferðir en pólitískar áherslur. Bjarni hefur sínar aðferðir og ég hef staðið fyrir ákveðnar aðferðir sem mig langar mikið að innleiða á vettvangi flokksins og samfélagsins almennt.“ Hún hafi talað fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum, aukinni sátt og samvinnu. Hún segir að það mundi ekki standa sér fyrir þrifum sem formanni að eiga ekki sæti á þingi. Í því felist bæði áskorun og tækifæri. „En það er auðvitað óhefðbundið, ég átta mig alveg á því.“ Hún mundi eftir sem áður sitja fundi þingflokksins og koma að málefnastarfi hans. Síðan mundi hún sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum. Spurð um kannanir sem sýna afgerandi stuðning við hana í formannsstól segir hún: „Ég hef auðvitað skynjað þennan stuðning og þá hvatningu sem í honum felst en ég tel ekki að þetta liggi eins á landsfundi og þessar kannanir gefa til kynna.“ Bjarni Benediktsson segir framboðið ekki koma sér á óvart í ljósi væringa undanfarinna vikna. Hann finni þó að meðal flokksmanna njóti störf hans mikils fylgis. „Ég met það svo að mín staða sé sterk. Ég er ánægður með það hvernig okkur hefur gengið að endurheimta traustið síðustu tvö árin.“ Lök staða hans í könnunum breyti engu um þá ákvörðun hans að sækjast eftir endurkjöri og engin ástæða sé að hræðast komandi kosningabáráttu eða áhrif hennar á flokkinn. Spurður um stöðu Hönnu Birnu sem formannsframbjóðanda utan þings segir Bjarni: „Það er ekki langt síðan formaður í stjórnmálaflokki sagði af sér þegar hann náði ekki kjöri á þing, þannig að það er óneitanlega mjög sérstök staða í mínum huga.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira