Fleiri fréttir

Leita að Yaris

Leitað er að gráum þriggja dyra Toyota Yaris, bílnúmer er UO 265, sem var hvarf eiganda sínum fyrir nokkru. Þeir sem hafa upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn vinsamlega hafi samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu 444 1000.

BSRB varar við neyslusköttum

Betra væri að lækka gjöld á hollari mat en að hækka gjöld á óhollan mat. Þetta segir Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB.

Verkfallsboðun Sinfó dæmd lögmæt

Boðað verkfall Sinfóníuhljómsveitar Íslands var í dag dæmt lögmætt fyrir Félagsdómi. Íslenska ríkið stefndi hljómsveitinni fyrir Félagsdóm með þeim rökum að ekki væri um verkfall að ræða heldur verkföll, en hljómsveitin hafði boðað til verkfalla nánar tilgreinda daga í nóvember. Á þessi málfræðilegu rök ríkisins var ekki fallist fyrir Félagsdómi og verkfallsboðunin talin lögmæt.

Icelandair vann markaðsverðlaun fyrirtækja

Íslensku markaðsverðlaunin 2011 voru afhent í dag á hótel Nordica. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til markaðsverðlauna fyrirtækja, en þau voru veitt í 21. sinn í dag. Fyrirtækin voru Icelandair, Nova og Össur. Verðlaunin í ár hlaut Icelandair. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, tók við verðlaununum. Hann þakkaði Íslensku auglýsingastofunni gott samstarf og tilkynnti að fyrirtækið myndi á næsta ári enn auka við markaðsstarf sitt og leggja í það tvo milljarða króna.

Tillögur að orkustefnu

Stýrihópur um mótun heildstæðrar orkustefnu fyrir Ísland skilaði í dag tillögum sínum til Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Orkustefnan er byggð svoleiðis upp að fyrst er sett fram leiðarljós; þá eru meginmarkmið ákveðin í samræmi við leiðarljósið; loks eru afmarkaðari leiðir ákvarðaðar út frá þeim meginmarkmiðum. Leiðarljós orkustefnunnar er „Að orkubúskap Íslands verði hagað með sjálfbærum hætti, samfélaginu og almenningi til hagsbóta."

Ólafur Ragnar selur fyrsta Neyðarkallinn

Neyðarkall björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður seldur um land allt nú um helgina. Salan hefst í dag, fimmtudag en þetta er í sjötta sinn sem þessi fjáröflun fer fram og er hún orðin ein sú mikilvægasta fyrir björgunarsveitir landsins. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur söluna í dag með því að selja Magnúsi Gunnlaugssyni, sem á líf sitt björgunarsveitum að launa eftir að bátur hans sökk norður af Akurey í mars á þessu ári, fyrsta Neyðarkallinn.

Tónlistarmenn styðja Kattholt

Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og Ragnheiður Gröndal eru meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Kattholti, athvarfi fyrir óskilaketti.

Hálka á fjallvegum

Hálka er á vegum víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Austurlandi er einkum hálka á fjallvegum en autt á láglendi. Vegagerðin vinnur sérstaklega að hálkuvörnum á Möðrudalsöræfum, en þar ku vera flughált sem stendur.

Segir fjármálaráðherrann „stinga höfðinu í steininn“

Þingmaður Framsóknarflokksins, Vigdís Hauksdóttir, sakaði ríkisstjórnina um að hvetja til svartra atvinnustarfsemi hér á landi með skattastefnu sinni þegar hún gerði skýrslu ríkisskattstjóra og aðila atvinnulífsins um svarta atvinnustarfsemi að umtalsefni á Alþingi í morgun.

Afhendir forsetahjónunum húsið um miðjan nóvember

„Mig er farið að vanta geymsluhúsnæði,“ segir Jón Hjörleifsson, sem seldi forsetahjónunum húsið sitt að Reykjamel í Mosfellsbæ, en hjónin keyptu húsið á 70 milljónir og staðgreiddu eignina, eins og Pressan.is hefur áður greint frá.

Bretar vara þegna sína við íslensku hvalkjöti

Bresk stjórnvöld vara þegna sína við því að kaupa hvalkjöt á Íslandi. Viðurlög við því að koma með hvalkjöt til Bretlands eru þung sekt og jafnvel fangelsisdómur. Á dögunum gerðu náttúruverndarsamtök könnun á því hvort hægt væri að kaupa hrefnukjöt í verslunum í Leifsstöð og fullyrt var að starfsfólk verslunarinnar hefði gefið þær upplýsingar að óhætt væri að kaupa kjötið og fara með til Bretlands.

Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits

Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits "með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja,“ eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi.

Neyddust til að nota árásarhnapp

Starfsmenn í verslun Samkaupa á Selfossi óttuðust um eigið öryggi vegna skrílsláta ungmenna í versluninni á sunnudagskvöld og notuðu árásarhnapp til að kalla til lögreglu.

Breytingar á skjön við markmið

Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, sagði á aðalfundi LÍÚ á dögunum að fyrirliggjandi hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórn séu í hrópandi andstöðu við markmið ríkisstjórnarinnar um að skapa greininni sem best rekstrarskilyrði. Hann sagði að margt af því sem þegar hefur verið gert leiddi síst af öllu til sátta. „Strandveiðar eru eitthvað það alvitlausasta í þessum hugmyndum sem kynntar hafa verið og er þó af nægu að taka,“ sagði Eggert.

Kvað lyfin flest í eigu draughræddrar konu

Júlíus Þorbergsson kaupmaður, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, kvaðst fyrir dómi í gær aldrei hafa selt lyfseðilsskyld lyf úr verslun sinni við Rauðarárstíg.

Samvinna lykill að lausn úraránsins

Náið samstarf tollgæslu og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samræmi við samning frá árinu 2008, hefur skilað miklum árangri, nú síðast við að upplýsa ránið í úraverslun Franks Michelsen. Þetta kemur fram í frétt á vef Tollstjóra.

Réttað yfir meintum morðingja

Fyrri hluti aðalmeðferðar fer fram í morðmáli gegn hinum tæplega fertuga Redouane Naoui, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann vopnaður hnífi á veitingastaðnum Monte Carlo í miðborg Reykjavíkur í júlí síðastliðnum. Hann stakk hann í hálsinn.

Blý mælist ekki yfir mörkum

Niðurstöður blýmælinga í hári og nöglum íbúa á Ísafirði, í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri, vegna mengunar frá sorpbrennslum liggja fyrir og voru allar innan þeirra marka sem eðlileg geta talist.

Bræla og hafís tefja loðnuveiðar

Látlaus norðan og norðaustan bræla á Grænlandssundi og hafís, sem nú er kominn inn á svæðið , hefur nánast alveg komið í veg fyrir loðnuveiði, en talið er að stórloðnan haldi sig á þessu svæði.

Vilja ekki að áætlunarflug leggist af til Sauðárkróks

Aðalfundur Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi hvetur samgönguyfirvöld eindregið til að beita sér fyrir þvi að áætlunarflug til Sauðárkróks verði ekki lagt af um áramót, eins og til stendur, með niðurfellingu ríkisstyrkja til flugsins.

Sinfóníuhljómsveitin semur, verkfalli frestað

Fulltrúar starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefnd ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi eftir rúmlega tólf klukkustunda samningafund og var verkfalli hljómsveitarmanna frestað fram yfir atkvæðagreiðslu um samninginn.

Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar

Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu.

Bræla hamlar loðnuveiðum

Loðnuveiðar hafa legið niðri undanfarna daga vegna mjög erfiðs tíðarfars og hafíss á Grænlandssundi, segir á heimasíðu HB Granda. Svo virðist sem stóra loðnan haldi sig á þessum slóðum en lítið hefur orðið vart við annað en smáloðnu á hafsvæðinu úti fyrir Norðurlandi.

Sjúkrahús í Eyjum háð söfnun Bjarna

„Þetta var síðasta gjöfin, enda er ég að verða áttræður,“ segir Bjarni Sighvatsson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður, sem gaf Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannnaeyjum nýtt ómtæki í byrjun vikunnar.

Framkvæmdastjórinn sáttur við samninginn

Tíu mánaða löngum viðræðum milli Sólheima í Grímsnesi og sveitarfélaganna á Suðurlandi lauk í fyrradag með undirritun þjónustusamnings til þriggja ára.

Gefa vinnu sína við jólakortin

Eggert Pétursson listmálari og Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur, gengu til liðs við Barnaheill – Save the Children á Íslandi við gerð jólakorts samtakanna í ár.

Svakalegasta myndband sem gert hefur verið fyrir útvarpsþátt

Auðunn Blöndal byrjar ekki með nýjan útvarpsþátt á hverjum degi, það er deginum ljósara. Í það minnsta ef miðað er við myndbandið sem hann hefur gert í tilefni þess að á föstudaginn fer hann í loftið í fyrsta skipti með þáttinn sinn, FM95BLÖ.

Verkfalli Sinfó frestað

„Við erum bara sátt við þennan samning,“ segir Rúnar Óskarsson, formaður samningsnefndar starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands en á áttunda tímanum í kvöld var skrifað undir kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn á mili Sinfó og Samninganefndar ríkisins hófst klukkan níu í morgun og lauk á áttunda tímanum í kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli hefur því verið frestað og þeir tónleikagestir sem voru búnir að kaupa sér miða á tónleika annað kvöld og á föstudag þurfa því ekki að örvænta og geta mætt gleði og kátir á tónleikana.

Barði og hótaði að drepa barnsmóður sína

Karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa beitt þáverandi sambýliskonu og barnsmóður sína ofbeldi og hótað henni lífláti.

Þrír fá 69 milljónir

Tveir Norðmenn og einn Dani voru með fyrsta vinninginn í Víkingalottóinu í kvöld og fær hver og einn um 69 milljónir í sinn hlut. Níu Íslendingar voru með 4 jókertölur í réttri röð og fær hver og einn 100 þúsund krónur fyrir vikið. Tölur kvöldsins: 5 - 14 - 16 - 24 - 38 - 46 Bónustölurnar: 15 - 30 Ofurtalan: 34 Jóker: 1 - 1 - 9 - 5 - 8

Hreyfing sem meðferð

Tilraunaverkefni með hreyfiseðla stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, en rannsóknir sýna að það er meðferð sem ber árangur.

Össur í Kaupmannahöfn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fundi með nýjum utanríkisráðherra Dana, Villy Søvndal , og nýjum Evrópumálaráðherra, Nikolai Wammen, í tengslum við fund Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Gæsluvarðhald: Grunaður um að vera stórtækur fíkniefnasali

Karl um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnamisferli. Maðurinn er erlendur ríkisborgari og hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Garðyrkjustjóri: Mótmælendur hefðu mátt hafa samband fyrir helgi

"Það kom lína frá þeim í dag,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri hjá Reykjavíkurborg, en mótmælendur sem hafa tjaldað á Austurvelli undanfarna daga sendu honum skilaboð í dag þar sem þeir óskuðu eftir því að fá að tjalda fyrir utan Alþingishúsið.

Bjóða upp á ókeypis lögfræðiþjónustu - ómetanleg reynsla fyrir nemana

„Þetta er ómetanleg reynsla fyrir okkur og svo auðvitað vel metin samfélagsþjónusta,“ segir Sigríður Marta Harðardóttir, meistaranemi í lögfræði, en nemendafélag Háskólans í Reykjavík, Lögrétta, býður upp á ókeypis lögfræðiþjónustu. Sigríður er framkvæmdastjóri þjónustunnar, sem er einfaldlega kölluð lögfróður.

Hirtu haglabyssur af rjúpnaskyttu

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum hafði tal af tveimur rjúpnaskyttum á Skógarströnd í Dölum um liðna helgi, sem voru að koma úr Sátunni á tveimur fjórhjólum samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is.

Hæstaréttardómari sýknaður í Héraðsdómi

Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómari var í dag sýknaður af kröfum Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Sjóðurinn krafðist ógildingar á úrskurði málskotsnefndar lánasjóðsins, sem úrskurðaði að ábyrgð sem hann hafði gengist í á námsláni árið 1982 væri úr gildi fallin.

Sjá næstu 50 fréttir