Innlent

Meirihluti myndaður í Vogunum

Vogar við Vatnsleysuströnd.
Vogar við Vatnsleysuströnd.

H - Listi óháðra borgara og E - Listi Stranda og Voga hafa komist að samkomulagi um að starfa saman í meirihluta í Vogum við Vatnsleysuströnd næsta kjörtímabil.

Aðilar sem koma að samkomulaginu hafa skuldbundið sig til að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið og leitast við að viðhalda því trausti sem nauðsynlegt er í samstarfi bæjarfulltrúa samkvæmt tilkynningu frá listunum.

Þá segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að ráða óháðan bæjarstjóra sveitarfélagsins.

Þess má geta að E-listinn var með hreinan meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×