Innlent

Um 20 Íslendingar hafa farið í kynleiðréttingu

Anna Kristjánsdóttir, sem fyrst allra Íslendinga, talaði opinskátt um það ferli sem hún þurfti að ganga í gegnum til að fá kyn sitt leiðrétt.
Anna Kristjánsdóttir, sem fyrst allra Íslendinga, talaði opinskátt um það ferli sem hún þurfti að ganga í gegnum til að fá kyn sitt leiðrétt. Mynd/Stefán
Um 20 Íslendingar hafa fengið kyn sitt leiðrétt. Læknar óttast fordóma almennings vegna slíkra aðgerða. Opinská umræða reynist þó alltaf betri á endanum en feluleikur. Þetta segir Anna Kristjánsdóttir, baráttukona fyrir hagsmunum fólks sem hefur þurft að láta leiðrétta kyn sitt.

Fjórar manneskjur fengu kyn sitt leiðrétt á Landspítalanum síðastliðinn sunnudag og mánudag.

Aðgerðir sem þessar eru umdeildar og vildu læknar sem fréttastofa ræddi við ekki tjá sig um þær af ótta við að vekja um fordóma meðal almennings.

Anna Kristjánsdóttir, sem fyrst allra Íslendinga, talaði opinskátt um það ferli sem hún þurfti að ganga í gegnum til að fá kyn sitt leiðrétt segir umræðu um mál þó alltaf heillavænlegri en þögn.

Anna segir á síðustu fimm árum hafi staða fólks sem hafi gengist undir aðgerðir sem þessar gjörbreyst til hins betra.

En sé þó margt ógert í þessum málum.

Til dæmis finnst henni ósanngjarnt að litið sé á aðgerðir þar sem kyni fólks er breytt sem lýtaaðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×