Innlent

Detox: Kvartað til Landlæknis

Jónína Benediktsdóttir.
Jónína Benediktsdóttir.

Á annan tug kvartanna hafa borist til Landlæknisembættisins vegna detox-meðferða. Von er á skýrslu frá embættinu vegna þessa síðar í mánuðinum.

Í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag lýsti Jónína Benediktsdóttir, sem býður upp á meðferðina, að aðferðin sparaði ríkinu hundruð milljóna á ári. Landlæknisembættið telur að þær fullyrðingar standist ekki skoðun.

Vissulega sé margt jákvætt tengt meðferðinni, svo sem áhersla á hreyfingu og heilnæmt mataræði. Hins vegar liggi engin gögn fyrir sem sýni að ristilskolun, sem er hluti meðferðarinnar, geri nokkuð gagn. Slíkar skolanir geti hins vegar haft skaðleg áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×