Innlent

Vegtollar á helstu alfaraleiðum úr borginni

Allt útlit er fyrir að teknir verði upp vegtollar á helstu alfaraleiðum út úr borginni til þess að fjármagna göng og tvöföldun helstu samgönguæða ef nýtt frumvarp samgönguráðherra verður að lögum.

Í nýrri samgönguáætlun segir að ríkissjóður hafi takmarkað svigrúm til að auka skuldbindingar sínar. Þetta þýði að auknar framkvæmdir verði að fjármagna með veggjöldum. Í þessu samhengi eru nefndar nokkrar framkvæmdir sem skoðaðar hafi verið með aðkomu lífeyrissjóðanna og þá töku veggjalda. Nú hefur Kristján Möller samgönguráðherra mælt fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir töku vegtolla á helstu samgönguæðum.

Vegtollar verða á samgönguæðum við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, en tvöföldun Suðurlandsvegar og Vaðlaheiðargöng hafa verið í samgönguáætlun frá árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×