Almenningur ber allan herkostnaðinn 9. júní 2010 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Mynd/GVA Ríkisstjórnin er að tryggja að allur herkostnaður við útrásina og efnahagshrunið lendi á íslenskum almenningi, sagði Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, í umræðum um skuldavanda heimilanna á Alþingi í gær: „Þetta er ríkisstjórn alþjóðlegs auðmagns, ekki norrænnar velferðar." Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var annarrar skoðunar og sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar vega upp hrun heils efnahagskerfis. Ágætur árangur hafi náðst á alla mælikvarða, þótt betur megi ef duga skuli. Í janúar 2008 hefðu 20 prósent íslenskra heimila átt í vanda, nú sé hlutfallið 23 prósent. Í stað þess að hrunið hefði fjölgað fjölskyldum í fjárhagserfiðleikum um 9.000 sé fjölgunin lítil sem engin. „Frá hruninu hefur verið gripið til fimmtíu mismunandi úrræða," sagði Jóhanna og að ríkið hefði varið tugum milljarða í þágu skuldugra heimila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að í tölum Jóhönnu væri ekki horft til kostnaðar heimilanna við tryggingar, fasteignagjöld, námslán, síma, skólagöngu barna og margt fleira. Um helmingur fjölskyldna sé í vanda. Þörf fyrir almenna skuldaleiðréttingu blasi við og svigrúm sé til slíkra aðgerða. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, sagði að almennar leiðréttingar væru freistandi en myndu kosta Íbúðalánasjóð, Lánasjóð íslenskra námsmanna og tvo stærstu lífeyrissjóði landsins 150 milljarða króna. Það væri of mikið og hefði þýtt hærri skatta, minni samfélagsþjónustu og lægri lífeyri fyrir íslensk heimili. Vanskil séu nú ekki meiri en voru á árinu 2004. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þá framtíð blasa við mörgu ungu fólki að tekjur dygðu rétt til að greiða afborganir af íbúðaláni sem er hærra en verðmæti fasteignarinnar. Nú þyrfti að hætta að rífast um hver ætti bestu hugmyndina og grípa til aðgerða. „Tregða til að taka á skuldavandanum dýpkar fjármálakreppuna," sagði Lilja Mósesdóttir, VG. Stór hluti heimila sjái ekki aðra leið en gjaldþrot. Jóhanna Sigurðardóttir gerði athugasemdir við þau orð Lilju að boðaðar aðgerðir um sértæka skuldaaðlögun, umboðsmann skuldara og bílalán hefðu lítið að segja. Jóhanna sagði ótrúlegt að heyra stjórnarþingmann tala með þeim hætti. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Ríkisstjórnin er að tryggja að allur herkostnaður við útrásina og efnahagshrunið lendi á íslenskum almenningi, sagði Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, í umræðum um skuldavanda heimilanna á Alþingi í gær: „Þetta er ríkisstjórn alþjóðlegs auðmagns, ekki norrænnar velferðar." Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var annarrar skoðunar og sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar vega upp hrun heils efnahagskerfis. Ágætur árangur hafi náðst á alla mælikvarða, þótt betur megi ef duga skuli. Í janúar 2008 hefðu 20 prósent íslenskra heimila átt í vanda, nú sé hlutfallið 23 prósent. Í stað þess að hrunið hefði fjölgað fjölskyldum í fjárhagserfiðleikum um 9.000 sé fjölgunin lítil sem engin. „Frá hruninu hefur verið gripið til fimmtíu mismunandi úrræða," sagði Jóhanna og að ríkið hefði varið tugum milljarða í þágu skuldugra heimila. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sagði að í tölum Jóhönnu væri ekki horft til kostnaðar heimilanna við tryggingar, fasteignagjöld, námslán, síma, skólagöngu barna og margt fleira. Um helmingur fjölskyldna sé í vanda. Þörf fyrir almenna skuldaleiðréttingu blasi við og svigrúm sé til slíkra aðgerða. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingu, sagði að almennar leiðréttingar væru freistandi en myndu kosta Íbúðalánasjóð, Lánasjóð íslenskra námsmanna og tvo stærstu lífeyrissjóði landsins 150 milljarða króna. Það væri of mikið og hefði þýtt hærri skatta, minni samfélagsþjónustu og lægri lífeyri fyrir íslensk heimili. Vanskil séu nú ekki meiri en voru á árinu 2004. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þá framtíð blasa við mörgu ungu fólki að tekjur dygðu rétt til að greiða afborganir af íbúðaláni sem er hærra en verðmæti fasteignarinnar. Nú þyrfti að hætta að rífast um hver ætti bestu hugmyndina og grípa til aðgerða. „Tregða til að taka á skuldavandanum dýpkar fjármálakreppuna," sagði Lilja Mósesdóttir, VG. Stór hluti heimila sjái ekki aðra leið en gjaldþrot. Jóhanna Sigurðardóttir gerði athugasemdir við þau orð Lilju að boðaðar aðgerðir um sértæka skuldaaðlögun, umboðsmann skuldara og bílalán hefðu lítið að segja. Jóhanna sagði ótrúlegt að heyra stjórnarþingmann tala með þeim hætti.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira