Innlent

Dagpeningar ríkisstarfsmanna hækka

Dagpeningar ríkisstarfsmanna hækka
Dagpeningar ríkisstarfsmanna hækka
Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga fyrir ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Þá munu falla úr gildi upphæðir sem voru samþykktar 1. nóvember 2009. Þetta kemur fram á vef Fjármálaráðuneytisins.

1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 23.850 (var kr. 18.700)

2. Gisting í einn sólarhring kr. 15.100 (var kr. 10.400)

3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, kr. 8.750 (var kr. 8.300)

4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 4.375 (var kr. 4.150)

Þá kemur einnig fram á vefsíðu Fjármálaráðuneytisins að Ríkiskaup hafi náð hagstæðum rammasamningum við hótel og gistihús um gistingu og veitingar fyrir ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×