Innlent

Kemur ekki til greina að Landsvirkjun fari að flytja inn vinnuafl utan EES

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands furðar sig á viljayfirlýsingu sem Landsvirkjun undirritaði í morgun við kínverska verktakafyrirtækið China International Water & Electric Corporation og kínverska bankann Export-Import Bank of China. Yfirlýsingin felur ekki í sér skuldbindingu af hálfu þessara þriggja aðila en í henni kemur fram áhugi kínverska verktakafyrirtækisins á að bjóða í framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun sem og áhugi Landsvirkjunar á að fá tilboð frá fyrirtækinu.

„Hér er 9% atvinnuleysi og ástandið í bygginga- og verktakageiranum er sérstaklega erfitt þar sem atvinnuleysi er rúmlega 20%. Það kemur því ekki til greina að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun fari að flytja inn vinnuafl utan EES svæðisins komi til framkvæmda við Búaðarhálsvirkjun. Alþýðusambandið lýsir furðu sinni á þessari yfirlýsingu og krefst þess að ekki verði veitt atvinnuleyfi vegna þessa eða annarra fyrirtækja utan EES svæðisins. Hvað sem viðkemur vilja þessa kínverska banka til að auðvelda Landsvirkjun að fjármagna virkjunina, kemur ekki til álita að samþykkja þetta," segir Gylfi.

Þá segir hann staðan sem er komin upp lýsi í hnotskurn þeim vanda sem hlýst af því að Ísland hafi ekki aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum „vegna þess að ríkisstjórn og Alþingi hefur ekki tekist að leysa úr þeirri flækju, sem synjun forseta Íslands á lögunum um Icesave, hefur valdið"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×