Innlent

Ný bæjarstjórn tekin til starfa í Hveragerði

Ný bæjarstjórn Hveragerðisbæjar kom saman til fyrsta fundar í gær.
Ný bæjarstjórn Hveragerðisbæjar kom saman til fyrsta fundar í gær.
Ný bæjarstjórn Hveragerðisbæjar kom saman til fyrsta fundar í gær. Í nýafstöðnum kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 64,4% atkvæða eða hreinan meirihluta og fimm menn kjörna. A-listinn hlaut 35,6% og tvo menn kjörna.

Á fundinum var samþykkt að Aldís Hafsteinsdóttir verði ráðin bæjarstjóri en hún hefur gegnt því embætti undanfarin fjögur ár. Forseti bæjarstjórnar verður Unnur Þormóðsdóttir og varaforseti Ninna Sif Svavarsdóttir. Í bæjarráð voru kosnir þeir Guðmundur Þór Guðjónsson, Eyþór H. Ólafsson og Róbert Hlöðversson. Nýr meirihluti hefur ákveðið að árlega muni bæjarfulltrúar skipta með sér verkum þannig að nýr forseti og nýjir aðilar í bæjarráð verða skipaðir að ári.

Helstu verkefni nýrrar bæjarstjórnar verður að takast á við erfitt efnahagslegt umhverfi, nýta allar leiðir til að auka atvinnu á svæðinu um leið og íbúum Hveragerðisbæjar verða búnar bestu mögulegu aðstæður í fallegu og gróskumiklu umhverfi, að því er fram kemur á heimasíðu Hveragerðisbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×