Innlent

Sýknar Eykt af kröfum 101 Skuggahverfis

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag verktakafyrirtækið Eykt af kröfum 101 Skuggahverfi um skaðabætur vegna galla á gleri í fjölbýlishúsum að Lindagötu 29-33, Vatnsstíg 13-21 og Skúlagötu 12. Kröfur hljóðuðu upp á 33,5 milljónir með dráttarvöxtum. Málskostnaður fellur niður.

101 Skuggahverfi mótmælti ekki þeirri staðhæfingu Eykt, að hafa selt þær íbúðir sem hér skipta máli og sé því ekki eigandi þeirra lengur. Fyrirtækið seldi íbúðirnar áður en gallarnir komu í ljós, segir í dómnum.

Samkvæmt lögum um fjöleignahús er gler í gluggum séreign íbúðareiganda. Ekkert liggur fyrir um það að stefnandi hafi fengið framseldar kröfur frá íbúðareigendum. Í ljósi þessa er það niðurstaða dómsins að sýkna eigi Eykt vegna aðildarskorts.

Verktakafyrirtækið annaðist m.a. ísetningu glugganna sem og frágang utanhúss. Galla varð vart í glerinu. Fengin var skýrsla frá Iðntæknistofnun, dags. 9. september 2005 og í henni kom fram að meginefnið í sýnunum hafi verið járnoxíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×