Innlent

Bjarni: Hægt að ljúka þingstörfum í góðri sátt

Mynd/GVA
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við upphaf þingfundar í dag að full efni væru til þess að ljúka þingstörfum í góðri sátt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að störfum Alþingis verði frestað en að þingmenn komi saman aftur eftir nokkra daga.

Fyrirhugað er að ljúka þinghaldi á morgun, en fjölmörg mál bíða afgreiðslu Alþingis. Formenn flokkanna og þingflokkanna funda um framhald þingstarfanna á eftir.

Í samtali við fréttastofu fyrir hádegi sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, að unnið væri að því hörðum höndum að halda starfsáætlun þingsins. „Það er unnið að því hörðum höndum núna og menn hafa verið mjög ötulir að ná því markmiði. Það á eftir að ná samkomulagi um nokkur mál og ég býst við að það verði fundað í dag um þau og ég er bjartsýn að eðlisfari og vona að menn nái samkomulagi um að lenda þessu núna."

Fjölmargir þingmenn tóku til máls við upphaf þingfundar í dag. Þingmenn hafa deilt um frumvarp iðnaðarráðherra um afnám vatnalaganna frá 2006 en að óbreyttu taka lögin gildi 1. júlí. Bjarni sagði sjálfsagt mál að fresta gildistöku vatnalaganna.

„Það eru engin sérstök efni til þess samkvæmt þeirri dagskrá sem liggur fyrir þinginu og þeim málum sem enn eru óafgreidd til þess að láta málin enda í miklum ágreiningi milli stjórnar og stjórnarandstöðu," sagði Bjarni.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði framsóknarmenn vilja greiða fyrir störfum þingsins þannig að hægt væri að ljúka mikilvægum málum.

Vigdís sagði afar miklar líkur á því að himinhá skaðabótakrafa falli á ríkið þegar Hæstiréttur úrskurðar innan fáeina daga í í umdeildum máli um myntkörfulán. „Ég legg því því tel að þingið verið sent heim samkvæmt dagskrá og það verði kallað saman þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×