Hanna Birna upplýsir á morgun hvort hún verður forseti 14. júní 2010 12:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar ekki að upplýsa fyrr en við meirihlutaskiptin á morgun, hvort hún þiggur stöðu forseta borgarstjórnar. Hún kvaddi starfsfólk ráðhússins í morgun, þennan síðasta dag sinn í stóli borgarstjóra. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tekur við stjórn Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar sem hefst klukkan tvö á morgun. Fram hefur komið í fréttum okkar að Hanna Birna Kristjánsdóttir íhugi alvarlega að þiggja boð tilvonandi meirihluta um að taka að sér embætti forseta borgarstjórnar. Ekki náðist í Hönnu Birnu í morgun sem nú er á sínum síðasta degi í stóli borgarstjóra - og var kveðjukaffi henni til heiðurs með starfsmönnum í morgun. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hyggst Hanna Birna ekki upplýsa um það hvort hún þekkist boð nýja meirihlutans um stöðu forseta borgarstjórnar fyrr en á borgarstjórnarfundinum á morgun. Þess má geta að hlutverk forseta er að stýra fundum borgarstjórnar og að stýra starfi stjórnarinnar. Hann er í raun oddviti sveitarfélagsins - á meðan borgarstjórinn er framkvæmdastjóri borgarinnar og yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skoða málin á breiðari grunni, þ.e. að boð nýja meirihlutans feli ekki aðeins í sér tilboð um embætti fyrir Hönnu Birnu heldur raunhæft tilboð um aukið samstarf á vettvangi borgarstjórnar. En eins og kunnugt er var mikil samvinna milli meiri- og minnihluta síðustu tvö ár undir stjórn Hönnu birnu - og lýsti hún því ítrekað yfir fyrir kosningar að draumur hennar væri samstjórn allra flokka á vettvangi borgarstjórnar. Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar ekki að upplýsa fyrr en við meirihlutaskiptin á morgun, hvort hún þiggur stöðu forseta borgarstjórnar. Hún kvaddi starfsfólk ráðhússins í morgun, þennan síðasta dag sinn í stóli borgarstjóra. Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tekur við stjórn Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar sem hefst klukkan tvö á morgun. Fram hefur komið í fréttum okkar að Hanna Birna Kristjánsdóttir íhugi alvarlega að þiggja boð tilvonandi meirihluta um að taka að sér embætti forseta borgarstjórnar. Ekki náðist í Hönnu Birnu í morgun sem nú er á sínum síðasta degi í stóli borgarstjóra - og var kveðjukaffi henni til heiðurs með starfsmönnum í morgun. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hyggst Hanna Birna ekki upplýsa um það hvort hún þekkist boð nýja meirihlutans um stöðu forseta borgarstjórnar fyrr en á borgarstjórnarfundinum á morgun. Þess má geta að hlutverk forseta er að stýra fundum borgarstjórnar og að stýra starfi stjórnarinnar. Hann er í raun oddviti sveitarfélagsins - á meðan borgarstjórinn er framkvæmdastjóri borgarinnar og yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skoða málin á breiðari grunni, þ.e. að boð nýja meirihlutans feli ekki aðeins í sér tilboð um embætti fyrir Hönnu Birnu heldur raunhæft tilboð um aukið samstarf á vettvangi borgarstjórnar. En eins og kunnugt er var mikil samvinna milli meiri- og minnihluta síðustu tvö ár undir stjórn Hönnu birnu - og lýsti hún því ítrekað yfir fyrir kosningar að draumur hennar væri samstjórn allra flokka á vettvangi borgarstjórnar.
Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira