Hæstiréttur dæmdi rangt í launamálum 14. júní 2010 02:00 Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins er ekki hægt að skilja gamlar launaskuldbindingar eftir á gamalli kennitölu, þegar nýtt fyrirtæki er stofnað. fréttablaðið/valli Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blaðbera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til héraðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launaskuldbindingar. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskipun Evrópusambandsins frá 2001, en þar er réttur launafólks tryggður í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda launþegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofnunarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is stefán már stefánsson Tengdar fréttir Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum. Málið snerist um vangoldin laun blaðamanna Fréttablaðsins árið 2002. Eigandi þess var þá Fréttablaðið ehf. en Frétt ehf. tók yfir rekstur fyrirtækisins, ásamt skrifstofu, tækjum og tólum. Nýja félagið tók yfir launaskuldir blaðbera en ekki blaðamanna. Einn blaðamaður kærði það til héraðsdóms og þaðan fór málið til Hæstaréttar, sem dæmdi á þá leið að nýja félagið þyrfti ekki að taka yfir eldri launaskuldbindingar. Eftirlitsstofnun EFTA telur þetta brjóta í bága við tilskipun Evrópusambandsins frá 2001, en þar er réttur launafólks tryggður í yfirtökum eða sölu fyrirtækja. Um rökstutt álit Eftirlitsstofnunarinnar er að ræða og þarf að bregðast við því hérlendis. Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að það verði aðeins gert með lagabreytingu, stjórnvöld geti ekki sagt Hæstarétti fyrir, aðeins breytt lagaumgjörð. Stefán segir að sér sýnist, við fljótlega yfirferð, að dómur Hæstaréttar sé hreinlega rangur. Tilskipunin sé til að vernda launþegann. „Menn geta ekki breytt um fyrirkomulag á fyrirtæki og þannig komið sér undan að greiða launaskuldir. Það gildir það sama um þær og framtíðarvinnulaun,“ segir Stefán. Þær eigi þannig að fylgja með til nýs eigenda. Stefán segir að ef ekki verði brugðist við álitinu hérlendis verði höfðað mál á hendur Íslandi fyrir dómstóli EFTA. Skilaboðin séu skýr; dómurinn feli í sér ranga túlkun og tilskipunin hafi ekki verið innleidd í íslensk lög með þeim hætti sem bar. Starfsmenn fyrirtækisins fengu launaskuldir sínar að hluta greiddar úr Ábyrgðarsjóði launa. Stefán segir óljóst hvort álit eftirlitsstofnunarinnar hafi skaðabótaskyldu í för með sér. Frétt ehf. beri að greiða þessar skuldbindingar, verði fullreynt með það gæti mögulega skapast skaðabótaskylda á ríkið, þar sem ranglega skýrður dómur var orsök þess að launin voru ekki greidd. kolbeinn@frettabladid.is stefán már stefánsson
Tengdar fréttir Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sjá meira
Breið samstaða náðist Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum. 14. júní 2010 05:30