Innlent

Norðurlandaráð á móti samræmingu neytendamála ESB

Henrik Dam Kristensen
Henrik Dam Kristensen
Evrópusambandið (ESB) leggur til að neytendamál innan sambandsins verði samræmd að fullu, en það mun veikja neytendavernd á nokkrum sviðum. „Norðurlandaráð er á móti slíkri samræmingu og það er eitt af þeim málum sem við viljum ræða við starfssystkin okkar í Evrópuþinginu," segir Henrik Dam Kristensen, fulltrúi í borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs og þingmaður á danska þinginu.

Norðurlandaráð óttast að tillagan, eins og hún lítur út í dag, muni veikja réttindi norrænna neytenda, segir í frétt frá ráðinu.

„Réttindi neytenda á Norðurlöndum eru mikil. Þar er svipuð neyslumenning, mjög meðvitaðir neytendur og hefð fyrir öflugum neytendasamtökum. Við getum gengið á undan með góðu fordæmi innan ESB. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að ræða tillöguna áður en tilskipunin verður samþykkt, segir Helgi Hjörvar, forseti Norðurlandaráðs og alþingismaður," segir í fréttinni.

Fjallað verðum um tillöguna í Evrópuþinginu í haust.

Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs hefur áhuga á að endurvekja norrænt samstarf um neytendamál. Hagsmunir norrænna neytenda eru mjög oft þeir sömu og því gæti samstarf verið til mikilla hagsbóta, að mati nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×