Rekstur Hofs kostar 400 milljónir á ári 14. júní 2010 05:30 Á eftir að verða Akureyrarbæ þungur baggi, að mati bæjarfulltrúa. Fréttablaðið/sunna Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Áætlað er að rekstrarkostnaður Hofs, nýs menningarhúss á Akureyri, verði um 400 milljónir króna á ári. Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans sem verður með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, er hræddur um að Hof eigi eftir að verða fjárhagslegur baggi á bænum og sér fram á erfitt árferði sökum gífurlegs rekstrarkostnaðar. Oddur Helgi vonast til þess að ríkið muni greiða ríflega 50 prósent af rekstrarkostnaðunum líkt og samið hafi verið um við Reykjavíkurborg vegna reksturs tónlistarhússins Hörpu. „Ég var eini bæjarfulltrúinn á sínum tíma sem ekki vildi byggja þetta hús,“ segir Oddur. „En þar sem lýðræði ríkir í þessu landi þá tapaði ég því. Núverandi meirihluti hefur gert ýmislegt til þess að fela kostnaðinn fyrir bæjarbúum.“ Andrea Hjálmsdóttir, oddviti Vinstri grænna á Akureyri, telur að reksturinn eigi eftir að verða þungur hausverkur næstu ár fyrir stjórnendur bæjarins og að húsið sé allt of stórt. „Það verður stórt og erfitt verkefni að finna peninga til að reka þetta og gæta þess einnig að það verði ekki gert á kostnað núlifandi menningarlífs sem gerir Akureyri svo skemmtilega,“ segir Andrea. Hún telur að reksturinn ætti að heyra undir Akureyrarstofu til þess að efla samvinnuna við heildarmynd menningarlífs bæjarins. Ólafur Jónsson, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur undir að það verði erfitt fyrir bæinn að reka húsið og þarfnist öflugs markaðsstarfs og samvinnu allra aðila. Þó segir hann fjarri lagi að Hof eigi eftir að tempra menningarlíf á Akureyri. „Í Hofi felast mikil og dýrmæt tækifæri,“ segir Ólafur. „Það veitir aukna innspýtingu í það líf sem fyrir er í bænum og svarar þeirri miklu eftirspurn sem er eftir svona aðstöðu á Norðurlandi.“ Karl Frímannsson, formaður stjórnar Menningarfélagsins Hofs, finnur fyrir hinum mikla samfélagslega ágreiningi vegna byggingarinnar. „Það var stofnað sjálfseignarfélag í kring um reksturinn, sem gerir það að verkum að þetta er ekki opinber stofnun,“ segir Karl. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira