Innlent

Segja að aðildarviðæður milli ESB og Íslands verði samþykktar

Leiðtogar Evrópusambandsins munu samþykkja aðildarviðræður við Íslendinga 17. júní næstkomandi samkvæmt frétt sem birtist á Bloomberg fréttaveitunni. Þar kemur fram að fréttastofan hafi undir höndum drög þar sem fram kemur að leiðtogarnir muni samþykkja aðildarviðræðurnar og að þær geti hafist í september eða október.

Í frétt Bloomberg um málið segir að ráðið setji fyrir sig Icesave-málið. Íslendingar þurfi að ljúka því eigi samningar að takast.

Verði aðildarviðræður samþykktar á fimmtudaginn, þá fer Ísland fram fyrir Tyrkland og Serbíu í viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×