Til hagsbóta fyrir marga 17. júní 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira